Brennt barn forðast eldinn Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 2. júlí 2024 09:30 Borið hefur á því ítrekað að eldur komi upp á byggingar- og framkvæmdasvæðum. Nýlegt atvik er eldur sem braust út í Kringlunni á dögunum og olli þar gríðarlegu tjóni, þótt blessunarlega hafi betur farið en á horfðist og enginn slasast alvarlega. Byggingar- og brunaverkfræðingurinn Böðvar Tómasson skrifaði góða grein hér á Vísi um brunavarnir á byggingarsvæðum sem vert er að mæla með. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja sig hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? Ljóst er að mikið er í húfi. Hvað er logavinna? Heit vinna eða logavinna er almennt skilgreind sem öll störf sem skapað geta hættu á íkveikju. Það er þá til dæmis vinna sem unnin er með slípirokk, rafsuðu, logsuðu og við lagningu þakpappa og viðhald á honum. Brunavarnir eiga alltaf að vera í forgangi á byggingarsvæðum. Gerðar eru ákveðnar kröfur til þeirra sem eru með byggingarsvæði að tryggja brunavarnir á svæðunum og fylgja ákveðnum verklagsreglum. Móta þarf heildstæða brunavarnaáætlun og kynna hana öllum starfsmönnum og verktökum á svæðinu. Framkvæma þarf reglulegt mat á brunaáhættu, tryggja góða umgengni á byggingarsvæðum, tryggja að hentugur eldvarnarbúnaður sé á staðnum svo sem slökkvitæki, eldvarnarteppi og reykskynjarar eftir atvikum. Einnig þarf að gera ráðstafanir varðandi rafmagnsöryggi, takmarka hættu vegna heitrar vinnu og sækja um sérstakt leyfi fyrir vinnunni samkvæmt þar til greindu eyðublaði. Ganga þarf úr skugga um að eldfim efni séu rétt geymd fjarri eldhættu og veita þarf þjálfun í slysavörnum og framkvæmd brunavarna. Eru þessi mál í góðum farvegi á Íslandi? Við nefndum nýyfirstaðinn bruna í verslunarmiðstöð Kringlunnar hér í upphafi þar sem talið er líklegt að kviknað hafi í út frá vinnu við þakið þegar verið var að bræða þakpappa. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafa síðastliðinn áratug komið árlega upp útköll vegna bruna sem tengjast vinnu við þakpappa, að undanskildu einu ári, árinu 2016. Þetta eru samtals 40 útköll vegna bruna í tengslum við þakpappavinnu. Ljóst er að mikil áhætta fylgir því að vinna með opinn eld á húsþaki og þess vegna hafa til að mynda Norðurlöndin sett ákveðinn ramma og eftirlit í kringum þá vinnu. Þar þurfa þau sem vinna við lagningu þakpappa að hafa ákveðin réttindi eða vottun eftir að hafa sótt námskeið. Hér á landi erum við með ákveðnar reglur um logavinnu og sækja þarf um sérstakt leyfi fyrir vinnunni en í raun getur hver sem er tekið að sér slíka vinnu án þess að hafa hlotið til þess sérstaka þjálfun. Í viðtali við Regínu Valdimarsdóttur, framkvæmdastjóra brunavarnasviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), kemur fram að í dag séu engar kröfur í regluverkinu um menntun eða hæfni þeirra sem starfa við lagningu þakpappa og að þessu þurfi að bæta úr. Í Svíþjóð hefur til að mynda verið þróað sérstakt kerfi fyrir heita vinnu (heta arbeten) sem stýrt er af Brandskyddsförening sem býður upp á þjálfun og vottun fyrir þá sem vinna með heit störf á fimm tungumálum víðs vegar um landið. Þetta fyrirkomulag hefur verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, allt frá árinu 1990. Lærum af reynslunni Málshættir fela iðulega í sér gamla lífsspeki eða lífsviðhorf sem vísa til almennt viðurkenndra sanninda um daglegt líf manneskjunnar. Ef einhver verður fyrir slæmri lífsreynslu er það eðli mannsins og heilbrigð skynsemi að reyna að forðast að lenda aftur í sömu ógöngum. Brennt barn forðast eldinn og þegar ítrekað skapast hættulegar aðstæður er mikilvægt að bregðast við. Eru aðrar hættuminni aðferðir sem notast mætti við í þakpappavinnu? Þá til dæmis við gömul hús með eldra timbri? Myndi aukin fræðsla og þjálfun skila sér í færri brunum? Brýnt er að skoða vel hvað má betur fara í þessum efnum og bæta úr í kjölfarið. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldsvoði í Kringlunni Tryggingar Byggingariðnaður Slökkvilið Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Borið hefur á því ítrekað að eldur komi upp á byggingar- og framkvæmdasvæðum. Nýlegt atvik er eldur sem braust út í Kringlunni á dögunum og olli þar gríðarlegu tjóni, þótt blessunarlega hafi betur farið en á horfðist og enginn slasast alvarlega. Byggingar- og brunaverkfræðingurinn Böðvar Tómasson skrifaði góða grein hér á Vísi um brunavarnir á byggingarsvæðum sem vert er að mæla með. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja sig hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? Ljóst er að mikið er í húfi. Hvað er logavinna? Heit vinna eða logavinna er almennt skilgreind sem öll störf sem skapað geta hættu á íkveikju. Það er þá til dæmis vinna sem unnin er með slípirokk, rafsuðu, logsuðu og við lagningu þakpappa og viðhald á honum. Brunavarnir eiga alltaf að vera í forgangi á byggingarsvæðum. Gerðar eru ákveðnar kröfur til þeirra sem eru með byggingarsvæði að tryggja brunavarnir á svæðunum og fylgja ákveðnum verklagsreglum. Móta þarf heildstæða brunavarnaáætlun og kynna hana öllum starfsmönnum og verktökum á svæðinu. Framkvæma þarf reglulegt mat á brunaáhættu, tryggja góða umgengni á byggingarsvæðum, tryggja að hentugur eldvarnarbúnaður sé á staðnum svo sem slökkvitæki, eldvarnarteppi og reykskynjarar eftir atvikum. Einnig þarf að gera ráðstafanir varðandi rafmagnsöryggi, takmarka hættu vegna heitrar vinnu og sækja um sérstakt leyfi fyrir vinnunni samkvæmt þar til greindu eyðublaði. Ganga þarf úr skugga um að eldfim efni séu rétt geymd fjarri eldhættu og veita þarf þjálfun í slysavörnum og framkvæmd brunavarna. Eru þessi mál í góðum farvegi á Íslandi? Við nefndum nýyfirstaðinn bruna í verslunarmiðstöð Kringlunnar hér í upphafi þar sem talið er líklegt að kviknað hafi í út frá vinnu við þakið þegar verið var að bræða þakpappa. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafa síðastliðinn áratug komið árlega upp útköll vegna bruna sem tengjast vinnu við þakpappa, að undanskildu einu ári, árinu 2016. Þetta eru samtals 40 útköll vegna bruna í tengslum við þakpappavinnu. Ljóst er að mikil áhætta fylgir því að vinna með opinn eld á húsþaki og þess vegna hafa til að mynda Norðurlöndin sett ákveðinn ramma og eftirlit í kringum þá vinnu. Þar þurfa þau sem vinna við lagningu þakpappa að hafa ákveðin réttindi eða vottun eftir að hafa sótt námskeið. Hér á landi erum við með ákveðnar reglur um logavinnu og sækja þarf um sérstakt leyfi fyrir vinnunni en í raun getur hver sem er tekið að sér slíka vinnu án þess að hafa hlotið til þess sérstaka þjálfun. Í viðtali við Regínu Valdimarsdóttur, framkvæmdastjóra brunavarnasviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), kemur fram að í dag séu engar kröfur í regluverkinu um menntun eða hæfni þeirra sem starfa við lagningu þakpappa og að þessu þurfi að bæta úr. Í Svíþjóð hefur til að mynda verið þróað sérstakt kerfi fyrir heita vinnu (heta arbeten) sem stýrt er af Brandskyddsförening sem býður upp á þjálfun og vottun fyrir þá sem vinna með heit störf á fimm tungumálum víðs vegar um landið. Þetta fyrirkomulag hefur verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, allt frá árinu 1990. Lærum af reynslunni Málshættir fela iðulega í sér gamla lífsspeki eða lífsviðhorf sem vísa til almennt viðurkenndra sanninda um daglegt líf manneskjunnar. Ef einhver verður fyrir slæmri lífsreynslu er það eðli mannsins og heilbrigð skynsemi að reyna að forðast að lenda aftur í sömu ógöngum. Brennt barn forðast eldinn og þegar ítrekað skapast hættulegar aðstæður er mikilvægt að bregðast við. Eru aðrar hættuminni aðferðir sem notast mætti við í þakpappavinnu? Þá til dæmis við gömul hús með eldra timbri? Myndi aukin fræðsla og þjálfun skila sér í færri brunum? Brýnt er að skoða vel hvað má betur fara í þessum efnum og bæta úr í kjölfarið. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar