Eldsvoði í Kringlunni

Fréttamynd

Opna verslanir í Kringlunni á ný

Kaupmenn í Kringlunni opnuðu í dag sex verslanir sem loka þurfti eftir alvarlegan bruna í verslunarmiðstöðinni í júní síðastliðnum. Ráðgert er að opna restina af búðunum sem var lokað í næstu viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Brennt barn forðast eldinn

Borið hefur á því ítrekað að eldur komi upp á byggingar- og framkvæmdasvæðum. Nýlegt atvik er eldur sem braust út í Kringlunni á dögunum og olli þar gríðarlegu tjóni, þótt blessunarlega hafi betur farið en á horfðist og enginn slasast alvarlega. 

Skoðun
Fréttamynd

Stofna starfs­hóp vegna fjölda bruna í tengslum við þak­pappa­lagningu

Í ljósi fjölda eldsvoða í tengslum við þakframkvæmdir á síðustu árum hefur HMS hafið samstarfsverkefni um gerð verklagsleiðbeininga fyrir vinnu með eld í þakframkvæmdum.Myndaður hefur verið starfshópur til að vinna að gerð svokallaðs Rb-blaðs um verklag fyrir lagningu þakpappa og þær öryggisráðstafanir sem þarf að gera við slíka vinnu.

Innlent
Fréttamynd

„Það verða tómar hillur í smá stund“

Kringlan var í dag opnuð á nýjan leik eftir bruna um helgina. Verslunarrekandi sem missti töluvert af vörum sínum í brunanum lítur björtum augum á framtíðina. Verslanir sem fóru verst úr brunanum opna ekki fyrr en í haust.

Innlent
Fréttamynd

Meta hvort hægt sé að bjarga ein­hverjum fatnaði

Kringlan opnar aftur á morgun, fimmtudag. Meirihluti verslana opnar aftur, eða um 80 prósent þeirra, og allir veitingastaðir. Svava Johansen verslunareigandi segir rýmingu nærri lokið og nú taki við uppbygging. Starfsfólk á enn fremur eftir að meta hvort hægt sé að bjarga einhverjum fatnaði.

Innlent
Fréttamynd

Kringlan lokuð til fimmtu­dags

Hreinsunarstarf í Kringlunni gengur vel, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reitum og verslunarmiðstöðinni. Stefnt er að því að opna að nýju á fimmtudag. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var bara eins og hryðju­verk“

Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er stór­tjón fyrir okkur“

Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján.

Innlent
Fréttamynd

Myndir: Allt á floti í Kringlunni

Greint hefur verið frá því að mikið vatn sé nú á gólfum Kringlunnar vegna slökkvistarfs slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem barðist við eld á þaki verslunarmiðstöðvarinnar í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

„Sumar búðir hafa sloppið vel, aðrar ekki“

Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir að slökkvistarfi við utanverða Kringluna sé lokið. Nú dæli slökkvilið vatni af þakplötu verslunarmiðstöðvarinnar, þar sem að eldurinn kviknaði í dag. Og þá segir hann töluverða vinnu eftir inni í Kringlunni.

Innlent
Fréttamynd

Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing

Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu.

Innlent
Fréttamynd

Eldur logar í þaki Kringlunnar

Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar þar sem iðnaðarmenn voru að störfum á fjórða tímanum í dag. Þetta staðfestir Jón Kristinn Valsson, varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent