Uppbygging almannahagsmuna á Íslandi Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar 2. júlí 2024 07:31 Þá er ég loksins búinn að klára skiptin úr Arion banka í ríkisbankann Íslandsbanka og ég vill endilega hvetja fólk til þess að sniðganga Arion banka. Ástæður skiptanna voru þrjár. Fyrsta ástæðan eru tengsl bankans við Rapyd, ísraelskt fyrirtæki sem er allt í öllu í íslenskum viðskiptum og hefur lýst yfir stuðningi við þjóðarmorð Ísraela á Palestínumönnum í Gaza sem telur dráp á um 14 þúsund palestínskum börnum og allt í allt um 35 þúsund manns á aðeins nokkrum undanförnum mánuðum. Önnur ástæðan er sú að Arion banki er einkarekinn banki með rætur í bandarískum kapítalisma. Hagnaður Arion banka eflir ekki íslenskt samfélag heldur færist hann yfir til eigenda bankans og færir þannig í raun úr landi þjóðararðinn sem myndi skapast ef við héldum öllum bankarekstri í eigu ríkisins, sem sé sameign almennings. Nokkrir lífeyrissjóðir hafa fjárfest í bankanum og stærsti íslenski hluthafinn er Gildi lífeyrissjóður með tæp 10%. Það er ljóst að 10% hlutur er ekki til þess fallinn að afnema kapítalíska menningu bankans en slíkt afnám er að mínu mati nauðsynlegt til þess að breyta Íslandi úr okursamfélagi í velferðarsamfélag þar sem uppbygging samfélagsins er í forgangi. Þriðja ástæðan byggir að nokkru á ástæðu númer 2. Arion banki hefur á þessu ári skipað sér sess sem lykilaðili í okri á leigumarkaðnum. Leigumiðlunin Igloo er á vegum Arion banka og á hverjum degi er að finna auglýsingar á leiguíbúðum þar sem verðin eru ótrúlega há og mun hærri heldur en hið háa verð sem við höfum vanist á undanförnum árum á leigumarkaðnum. Fjölmargir hafa fært sig yfir til Indó en ég persónulega mæli gegn því af sömu ástæðum og ég mæli gegn Arion banka. Indó er einkafyrirtæki sem er m.a. í eigu fjárfestingarfélaga sem munu að sjálfsögðu gera kröfu um arðsemi og arðgreiðslur, ef ekki strax þá fljótlega. Í samhenginu við leigumarkaðinn vill ég hvet ég alla á leigumarkaðnum til þess að skrá sig á lista hjá Bjargi íbúðafélagi verkalýðsfélaganna í landinu. Þar er leiguverð langt undir venjulegu verði á almenna markaðnum og hvað þá í samanburði við leiguíbúðirnar sem Arion banki auglýsir. Á Íslandi eru fjölmargir aðilar sem líta hornauga á svona skilaboð og ég vill gjarnan hvetja fólk til þess að hlusta ekki á áróður atvinnulífsins sem alltaf vill segja okkur að við höfum ekkert um málin að segja, við eigum bara að borga það verð sem okkur er sett. En við getum tekið ákvörðun um að taka völdin í okkar hendur, lýðræði en ekki auðræði á Íslandi öðlumst við með ákveðni fyrir hagsmunum almennings en ekki fyrirtækja sem greiða sér arð ofan á laun, eitthvað sem almenningur fær ekki. Slík ákvörðun gæti t.d. falist í því að gera kröfu um lagabreytingar sem banna arðgreiðslur einkafyrirtækja, létta á með minni fyrirtækjum sem eru rekin með tapi og gera kröfu um að einkafyrirtæki sem sýna fram á hæfni til hagnaðar leggi sig fram fyrir samfélagið og til uppbyggingar þess. Þessa hugmynd um fyrirtækjarekstur á Íslandi getum við tekið upp ef við höfum áhuga á slíku, burtséð frá því hversu margir segja okkur að við getum ekki gert þetta eða annað. Í slíkum málflutningi felast þau skilaboð að við eigum bara að sætta okkur við að vera undir hæl ríka fólksins og persónulega er ég tilbúinn til að vinna gegn þeirri stöðu sem nú er uppi í íslensku samfélagi. En þú? Höfundur er klínískur starfsmaður á Landspítala, opinbera heilbrigðiskerfinu sem heldur uppi heilsu þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Arion banki Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Þá er ég loksins búinn að klára skiptin úr Arion banka í ríkisbankann Íslandsbanka og ég vill endilega hvetja fólk til þess að sniðganga Arion banka. Ástæður skiptanna voru þrjár. Fyrsta ástæðan eru tengsl bankans við Rapyd, ísraelskt fyrirtæki sem er allt í öllu í íslenskum viðskiptum og hefur lýst yfir stuðningi við þjóðarmorð Ísraela á Palestínumönnum í Gaza sem telur dráp á um 14 þúsund palestínskum börnum og allt í allt um 35 þúsund manns á aðeins nokkrum undanförnum mánuðum. Önnur ástæðan er sú að Arion banki er einkarekinn banki með rætur í bandarískum kapítalisma. Hagnaður Arion banka eflir ekki íslenskt samfélag heldur færist hann yfir til eigenda bankans og færir þannig í raun úr landi þjóðararðinn sem myndi skapast ef við héldum öllum bankarekstri í eigu ríkisins, sem sé sameign almennings. Nokkrir lífeyrissjóðir hafa fjárfest í bankanum og stærsti íslenski hluthafinn er Gildi lífeyrissjóður með tæp 10%. Það er ljóst að 10% hlutur er ekki til þess fallinn að afnema kapítalíska menningu bankans en slíkt afnám er að mínu mati nauðsynlegt til þess að breyta Íslandi úr okursamfélagi í velferðarsamfélag þar sem uppbygging samfélagsins er í forgangi. Þriðja ástæðan byggir að nokkru á ástæðu númer 2. Arion banki hefur á þessu ári skipað sér sess sem lykilaðili í okri á leigumarkaðnum. Leigumiðlunin Igloo er á vegum Arion banka og á hverjum degi er að finna auglýsingar á leiguíbúðum þar sem verðin eru ótrúlega há og mun hærri heldur en hið háa verð sem við höfum vanist á undanförnum árum á leigumarkaðnum. Fjölmargir hafa fært sig yfir til Indó en ég persónulega mæli gegn því af sömu ástæðum og ég mæli gegn Arion banka. Indó er einkafyrirtæki sem er m.a. í eigu fjárfestingarfélaga sem munu að sjálfsögðu gera kröfu um arðsemi og arðgreiðslur, ef ekki strax þá fljótlega. Í samhenginu við leigumarkaðinn vill ég hvet ég alla á leigumarkaðnum til þess að skrá sig á lista hjá Bjargi íbúðafélagi verkalýðsfélaganna í landinu. Þar er leiguverð langt undir venjulegu verði á almenna markaðnum og hvað þá í samanburði við leiguíbúðirnar sem Arion banki auglýsir. Á Íslandi eru fjölmargir aðilar sem líta hornauga á svona skilaboð og ég vill gjarnan hvetja fólk til þess að hlusta ekki á áróður atvinnulífsins sem alltaf vill segja okkur að við höfum ekkert um málin að segja, við eigum bara að borga það verð sem okkur er sett. En við getum tekið ákvörðun um að taka völdin í okkar hendur, lýðræði en ekki auðræði á Íslandi öðlumst við með ákveðni fyrir hagsmunum almennings en ekki fyrirtækja sem greiða sér arð ofan á laun, eitthvað sem almenningur fær ekki. Slík ákvörðun gæti t.d. falist í því að gera kröfu um lagabreytingar sem banna arðgreiðslur einkafyrirtækja, létta á með minni fyrirtækjum sem eru rekin með tapi og gera kröfu um að einkafyrirtæki sem sýna fram á hæfni til hagnaðar leggi sig fram fyrir samfélagið og til uppbyggingar þess. Þessa hugmynd um fyrirtækjarekstur á Íslandi getum við tekið upp ef við höfum áhuga á slíku, burtséð frá því hversu margir segja okkur að við getum ekki gert þetta eða annað. Í slíkum málflutningi felast þau skilaboð að við eigum bara að sætta okkur við að vera undir hæl ríka fólksins og persónulega er ég tilbúinn til að vinna gegn þeirri stöðu sem nú er uppi í íslensku samfélagi. En þú? Höfundur er klínískur starfsmaður á Landspítala, opinbera heilbrigðiskerfinu sem heldur uppi heilsu þjóðarinnar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun