Innlent

Eldur kom upp í raf­magns­hlaupa­hjóli í hleðslu innan­dyra

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um tíuleytið í gærmorgun vegna elds í bílskúr í Ártúnsholti. Eldurinn kom upp í rafmagnshlaupahjóli sem var í hleðslu innandyra.

Þetta staðfestir Guðmundur Sveinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Slökkviliðið var ekki nema fimm mínútur á vettvang en þegar þangað var komið voru eigendur og nágrannar að mestu búnir að slökkva í eldinum með handslökkvitæki. 

Nágranni varð fyrstur var við reykinn sem stóð upp úr bílskúrnum og hljóp eigendum til hjálpar. Eldurinn náði ekki að dreifast og var staðbundinn við rafmagnshlaupahjólið. 

Þegar að slökkviliðið kom á svæðið var strax hafist handan við að slökkva í glæðum og reykræsta bílskúrinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×