Innlent

Stungumaðurinn á hlaupahjólinu á­fram í haldi

Árni Sæberg skrifar
Frá vettvangi í Kópavogi föstudagskvöldið 21. júní.
Frá vettvangi í Kópavogi föstudagskvöldið 21. júní.

Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli.

Greint var frá því í vikunni að ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu þann 21. júní hafi leitt til þess að karlmaðurinn stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur læknisins hafi skorist á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir.

Mbl.is hefur eftir Elínu Agnesi Krist­ín­ar­dótt­ur, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóni hjá miðlægri rann­sókn­ar­deild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að stungumaðurinn hafi verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 25. júlí.


Tengdar fréttir

Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur

Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×