Hjólhestaspyrna Bellingham bjargaði Englendingum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júní 2024 15:30 Harry Kane og Jude Bellingham komu Englendingum til bjargar. Carl Recine/Getty Images England tryggði sér í dag sæti í átta liða úrslitum EM með dramatískum 2-1 endurkomusigri gegn Slóvakíu í leik sem fór alla leið í framlengingu. Mikil spenna var fyrir enska liðinu fyrir mót, en óhætt er að segja að Englendingar hafi valdið vonbrigðum með spilamennsku sinni. Bragðdaufur og bitlaus sóknarleikur tryggði liðinu þó efsta sæti C-riðils og því mættu Englendingar Slóvökum í 16-liða úrslitum. Þrátt fyrir að vera komnir í útsláttarkeppnina var leikur enska liðsins enn bragðdaufur og bitlaus. Þrátt fyrir að vera mun meira með boltann tókst enska liðinu ekki að skapa sér færi. Það nýttu Slóvakar sér og Ivan Schranz kom liðinu yfir á 25. mínútu. 🇸🇰😤#EURO2024 | #ENGSVK pic.twitter.com/dMew0rlbgI— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 30, 2024 Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik, en strax á fimmtu mínútu síðari hálfleiks kom Phil Foden boltanum í netið fyrir Englendinga. Eftir stutta skoðun myndbandsdómara kom þó í ljós að Foden var rangstæður og markið því dæmt af. Það var svo ekki fyrr en að um stundarfjórðungur var til leiksloka að Englendingar fóru loks að skapa sér almennileg færi. Á 78. mínútu fékk Harry Kane frábært skallafæri en skallaði boltann framhjá og þremur mínútum síðar átti Declan Rice skot í stöng. Þegar öll von virtist úti steig Jude Bellingham hins vegar upp þegar mest þurfti á að halda. Langt innkast á fimmtu mínútu uppbótartíma sem Marc Guehi skallaði áfram fann Bellingham sem setti boltann í netið með fallegri hjólhestaspyrnu. 🤸😲#EURO2024 | #ENGSVK pic.twitter.com/SyFiluFTk4— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 30, 2024 Niðurstaðan að loknum venjulegum leiktíma því 1-1 jafntefli og því þurfti að grípa til framlengingar. Enska liðið byrjaði framlenginguna af miklum krafti og hún var ekki nema um einnar mínútu gömul þegar Harry Kane skallaði fyrirgjöf Ivan Toney í netið. Fleiri urðu mörkin ekki og Englendingar eru því á leið í átta liða úrslit þar sem liðið mætir Sviss. Slóvakar eru hins vegar úr leik. EM 2024 í Þýskalandi
England tryggði sér í dag sæti í átta liða úrslitum EM með dramatískum 2-1 endurkomusigri gegn Slóvakíu í leik sem fór alla leið í framlengingu. Mikil spenna var fyrir enska liðinu fyrir mót, en óhætt er að segja að Englendingar hafi valdið vonbrigðum með spilamennsku sinni. Bragðdaufur og bitlaus sóknarleikur tryggði liðinu þó efsta sæti C-riðils og því mættu Englendingar Slóvökum í 16-liða úrslitum. Þrátt fyrir að vera komnir í útsláttarkeppnina var leikur enska liðsins enn bragðdaufur og bitlaus. Þrátt fyrir að vera mun meira með boltann tókst enska liðinu ekki að skapa sér færi. Það nýttu Slóvakar sér og Ivan Schranz kom liðinu yfir á 25. mínútu. 🇸🇰😤#EURO2024 | #ENGSVK pic.twitter.com/dMew0rlbgI— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 30, 2024 Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik, en strax á fimmtu mínútu síðari hálfleiks kom Phil Foden boltanum í netið fyrir Englendinga. Eftir stutta skoðun myndbandsdómara kom þó í ljós að Foden var rangstæður og markið því dæmt af. Það var svo ekki fyrr en að um stundarfjórðungur var til leiksloka að Englendingar fóru loks að skapa sér almennileg færi. Á 78. mínútu fékk Harry Kane frábært skallafæri en skallaði boltann framhjá og þremur mínútum síðar átti Declan Rice skot í stöng. Þegar öll von virtist úti steig Jude Bellingham hins vegar upp þegar mest þurfti á að halda. Langt innkast á fimmtu mínútu uppbótartíma sem Marc Guehi skallaði áfram fann Bellingham sem setti boltann í netið með fallegri hjólhestaspyrnu. 🤸😲#EURO2024 | #ENGSVK pic.twitter.com/SyFiluFTk4— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 30, 2024 Niðurstaðan að loknum venjulegum leiktíma því 1-1 jafntefli og því þurfti að grípa til framlengingar. Enska liðið byrjaði framlenginguna af miklum krafti og hún var ekki nema um einnar mínútu gömul þegar Harry Kane skallaði fyrirgjöf Ivan Toney í netið. Fleiri urðu mörkin ekki og Englendingar eru því á leið í átta liða úrslit þar sem liðið mætir Sviss. Slóvakar eru hins vegar úr leik.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti