23 fermetra þjóðfáni til sýnis í Reykjanesbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. júlí 2024 21:05 Eva Kristín Dal, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar, sem segir að nýja sýningin með stóra fánanum hafi vakið mikla athygli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stærsti þjóðfáni landsins er nú til sýnis í Keflavík í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins en fáninn var einmitt hylltur á lýðveldishátíðinni 1944 á Þingvöllum. Sýningin „Rís þú, Íslands unga merki“ stendur nú yfir hjá Byggðasafni Reykjanesbæjar en aðalsýningargripurinn er fáninn sem hylltur var á lýðveldishátíðinni 1944 en með einhverjum ráðum tókst Helga S. Jónssyni að fá fánann til Keflavíkur að lýðveldishátíðinni lokinni og var honum flaggað á þjóðhátíðardaginn í skrúðgarðinum þar til ársins 1973 þegar annar fáni tók við. „Og fáninn endaði í Byggðasafninu og okkur fannst alveg tilvalið að draga hann fram og sýna hann núna í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins og líka það að Reykjanesbær átti 30 ára afmæli í síðustu viku,“ segir Eva Kristín Dal, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar. En helstu stærðartölur á fánanum, hverjar eru þær? „Hann er tæpir sex metrar á lengd og fjórir á hæð, þannig að hann er rétt tæpir 23 fermetrar. Þetta er engin smá smíði því það er ekkert að grín að sýna svona en við eigum þennan frábæra sal til að sýna hann í,“ bætir Eva Kristín við. Fánin er rétt tæpir 23 fermetrar að stærð og líklega stærsti þjóðfáni Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó að fáninn sé í aðalhlutverki á sýningunni þá eru ýmsar aðrar gagnlegar upplýsingar um hann á sýningunni. „Öðrum megin erum við að sýna myndir frá lýðveldishátíðinni og vídeó og allskonar gripi, sem tengjast stofnun lýðveldisins en hinum megin þá ákváðum við að sýna fánann eins og hann var notaður í Reykjanesbæ, myndir og líka kvikmynd frá hátíðarhöldum í skrúðgarðinum hérna enda er sagan hans 30 ára löng hérna í Reykjanesbæ,“ segir Eva Kristín að endingu. Heimasíða Byggðasafns Reykjanesbæjar Reykjanesbær Íslenski fáninn Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Sýningin „Rís þú, Íslands unga merki“ stendur nú yfir hjá Byggðasafni Reykjanesbæjar en aðalsýningargripurinn er fáninn sem hylltur var á lýðveldishátíðinni 1944 en með einhverjum ráðum tókst Helga S. Jónssyni að fá fánann til Keflavíkur að lýðveldishátíðinni lokinni og var honum flaggað á þjóðhátíðardaginn í skrúðgarðinum þar til ársins 1973 þegar annar fáni tók við. „Og fáninn endaði í Byggðasafninu og okkur fannst alveg tilvalið að draga hann fram og sýna hann núna í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins og líka það að Reykjanesbær átti 30 ára afmæli í síðustu viku,“ segir Eva Kristín Dal, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar. En helstu stærðartölur á fánanum, hverjar eru þær? „Hann er tæpir sex metrar á lengd og fjórir á hæð, þannig að hann er rétt tæpir 23 fermetrar. Þetta er engin smá smíði því það er ekkert að grín að sýna svona en við eigum þennan frábæra sal til að sýna hann í,“ bætir Eva Kristín við. Fánin er rétt tæpir 23 fermetrar að stærð og líklega stærsti þjóðfáni Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó að fáninn sé í aðalhlutverki á sýningunni þá eru ýmsar aðrar gagnlegar upplýsingar um hann á sýningunni. „Öðrum megin erum við að sýna myndir frá lýðveldishátíðinni og vídeó og allskonar gripi, sem tengjast stofnun lýðveldisins en hinum megin þá ákváðum við að sýna fánann eins og hann var notaður í Reykjanesbæ, myndir og líka kvikmynd frá hátíðarhöldum í skrúðgarðinum hérna enda er sagan hans 30 ára löng hérna í Reykjanesbæ,“ segir Eva Kristín að endingu. Heimasíða Byggðasafns Reykjanesbæjar
Reykjanesbær Íslenski fáninn Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira