Icelandair kaupir Airbus flughermi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2024 14:48 Sylvía Kristín Ólafsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair og James Cahill, aðstoðarframkvæmdastjóri farþegaflugsdeildar CAE handsala samninginn í þjálfunarsetri Icelandair í Hafnarfirði. Icelandair hefur samið við fyrirtækið CAE um kaup á flughermi fyrir Airbus A321 flugvélar sem félagið tekur í notkun síðar á árinu. Flughermirinn verður settur upp í þjálfunarsetri Icelandair í Hafnarfirði seinni hluta árs 2025 og verður rekinn af CAE Icelandair Flight Training. Flughermar eru notaðir til þjálfunar nýrra flugmanna sem og reglubundinnar þjálfunar starfandi flugmanna sem þurfa að fara í endurþjálfun tvisvar á ári. „CAE Icelandair Flight Training hefur rekið flugherma fyrir Boeing flugvélar Icelandair í þjálfunarsetrinu í Hafnarfirði frá árinu 2015 en fyrir þann tíma fór hermaþjálfun flugmanna Icelandair fram erlendis. Flughermar félagsins í Hafnarfirði hafa einnig verið vinsælir hjá erlendum flugfélögum og því hefur rekstur þeirra gengið vel. Nýi Airbus hermirinn verður sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi,“ segir í tilkynningu frá Icelandair. Í flugherminum verður nákvæm eftirlíking stjórnklefa Airbus A320 flugvélafjölskyldunnar. „Hermirinn líkir eftir flugeiginleikum vélanna auk þess sem unnt er að kalla fram óvæntar aðstæður, breytileg veðurskilyrði og fleira til þess að þjálfa viðbrögð flugmanna.“ „Það er mjög ánægjulegt að tilkynna samninginn við CAE og styrkja frekar það góða samstarf sem við höfum átt við fyrirtækið um árabil. Sem eyja í miðju Atlantshafinu reiðir Ísland sig á flug og mikilvægur þáttur í því að halda uppi góðum flugsamgöngum til og frá landinu er að hér sé aðstaða til þess að bjóða upp á fyrsta flokks þjálfun flugmanna,“ segir Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. „Airbus flughermirinn er nýjasta skrefið í áralöngu samstarfi okkar við Icelandair og við hlökkum til að starfa með félaginu við innleiðinguna á Airbus A321 flugvélum. Flughermirinn er mjög tæknilega fullkominn en hann mun styðja við öflugt þjálfunarstarf Icelandair og gera flugmenn tilbúna til þess að fljúga Airbus A321 flugvélunum á öruggan hátt með góða upplifun farþega í fyrirrúmi,“ segir Michel Azar-Hmouda, yfirmaður farþegaflugsdeildar CAE. Icelandair Fréttir af flugi Airbus Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Flughermar eru notaðir til þjálfunar nýrra flugmanna sem og reglubundinnar þjálfunar starfandi flugmanna sem þurfa að fara í endurþjálfun tvisvar á ári. „CAE Icelandair Flight Training hefur rekið flugherma fyrir Boeing flugvélar Icelandair í þjálfunarsetrinu í Hafnarfirði frá árinu 2015 en fyrir þann tíma fór hermaþjálfun flugmanna Icelandair fram erlendis. Flughermar félagsins í Hafnarfirði hafa einnig verið vinsælir hjá erlendum flugfélögum og því hefur rekstur þeirra gengið vel. Nýi Airbus hermirinn verður sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi,“ segir í tilkynningu frá Icelandair. Í flugherminum verður nákvæm eftirlíking stjórnklefa Airbus A320 flugvélafjölskyldunnar. „Hermirinn líkir eftir flugeiginleikum vélanna auk þess sem unnt er að kalla fram óvæntar aðstæður, breytileg veðurskilyrði og fleira til þess að þjálfa viðbrögð flugmanna.“ „Það er mjög ánægjulegt að tilkynna samninginn við CAE og styrkja frekar það góða samstarf sem við höfum átt við fyrirtækið um árabil. Sem eyja í miðju Atlantshafinu reiðir Ísland sig á flug og mikilvægur þáttur í því að halda uppi góðum flugsamgöngum til og frá landinu er að hér sé aðstaða til þess að bjóða upp á fyrsta flokks þjálfun flugmanna,“ segir Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. „Airbus flughermirinn er nýjasta skrefið í áralöngu samstarfi okkar við Icelandair og við hlökkum til að starfa með félaginu við innleiðinguna á Airbus A321 flugvélum. Flughermirinn er mjög tæknilega fullkominn en hann mun styðja við öflugt þjálfunarstarf Icelandair og gera flugmenn tilbúna til þess að fljúga Airbus A321 flugvélunum á öruggan hátt með góða upplifun farþega í fyrirrúmi,“ segir Michel Azar-Hmouda, yfirmaður farþegaflugsdeildar CAE.
Icelandair Fréttir af flugi Airbus Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira