Körfubolti

Sara Rún á­fram í Kefla­vík næstu tvö árin

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sara Rún Hinriksdóttir verður áfram í herbúðum Keflavíkur.
Sara Rún Hinriksdóttir verður áfram í herbúðum Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét

Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Keflavíkur.

Sara gekk til liðs við Keflavík á síðasta tímabili og með liðinu varð hún Íslands-, deildar-, og bikarmeistari.

Hún skilaði 14,5 stigum, 3,3 fráköstum og 1,4 stoðsendingum að meðaltali í 21 leik í Subway-deildinni á síðasta tímabili.

„Það þarf engum blöðum um það að fletta hversu öflugur leikmaður er hér á ferð. Lykilleikmaður í A landsliði kvenna og gríðarleg reynsla sem býr í henni,“ segir í tilkynningu Keflvíkinga.

„Það var gott að koma aftur í Keflavíkina á síðasta tímabili og ekki verra að næla í alla þrjá titlana,“ bætti Sara við. 

„Nú hefst vinnan í að halda þeim í bikarskápnum hér í Blue Höllinni. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum í að það verði að veruleika.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×