Innlent

Grunuðu nánast fjöru­tíu staði um man­sal og vændis­starf­semi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Fyrr í mánuðinum tók lögreglan þátt í alþjóðlegum aðgerðadögum Europol, Frontex og Interpol gegn mansali.
Fyrr í mánuðinum tók lögreglan þátt í alþjóðlegum aðgerðadögum Europol, Frontex og Interpol gegn mansali. Vilhelm/Getty

Dagana 3. - 9. júní fóru íslensk lögregluyfirvöld um níutíu eftirlitsferðir á tæplega fjörutíu staði þar sem vændi, betl og önnur brotastarfsemi var talin þrífast. Lögreglan var með þessu að taka þátt í alþjóðlegum aðgerðadögum Europol, Frontex og Interpol gegn mansali. Höfð voru afskipti af 221 einstaklingi á landamærum og á höfuðborgarsvæðinu.

Meintum þolendum mansals, 32 manns, var boðið aðstoð, en aðeins einn þáði hana. Meintir þolendur eru frá sextán löndum og meirihluti þeirra var í vændisstarfsemi.

Einn var handtekinn eftir leit á nuddstofu í Reykjavík vegna gruns um mansal.

Eftir aðgerðadagana hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafið rannsókn á þremur nýjum málum þessu tengdu.

Í tilkynningu lögreglunnar segia að markmið verkefnisins hafi verið magþætt, meðal annars að fá yfirsýn yfir stöðu mansals á Íslandi, bera kennsl á fórnarlömb mansals og veita þeim viðeigandi aðstoð og auka eftirlit á landamærum með tilliti til fórnarlamba mansals og brotamanna.

Lögreglan greindi frá þessu á Feisbúkk.

Sjá einnig fréttatilkynningu Europol um málið.


Tengdar fréttir

Ræddu við 26 einstaklinga varðandi vændi og mansal

„Við förum annað slagið og höfum samband við þá einstaklinga, sem eru langmest konur, sem auglýsa vændi. Það er í þeim tilgangi að kanna hvort að þær séu í einhvers konar þvingun eða hvort það sé einhver grunur um mansal.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×