Gugga í Gatsby kveður: „Margar konur búnar að skæla hérna inni“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. júní 2024 07:01 Gugga hefur í sex ár selt allskyns Gatsby tengdan varning. Guðbjörg Jóhannesdóttir betur þekkt sem Gugga í Gatsby mun í vikunni loka dyrum Gatsby fataverslunarinnar í Hafnarfirði fyrir fullt og allt. Hún segir eftirspurn eftir fötum í þessum stíl gríðarlega mikla og er hrærð yfir viðbrögðum viðskiptavina sinna á lokametrum verslunarinnar sem áfram verður rekin í einhverri mynd á netinu. „Síðasti dagurinn okkar verður á fimmtudag og viðtökurnar hafa verið ótrúlegar. Það eru margar konur búnar að skæla hérna inni, við erum búin að skæla, höfum fengið blóm og ég veit ekki hvað ég er búin að knúsa marga. Mér líður bara eins og ég sé að gera eitthvað af mér með því að loka,“ segir Gugga í samtali við Vísi. Verslun hennar hefur verið rekin í sex ár á Strandgötu í Hafnarfirði og er um að ræða sannkallað sérverslun með fatnaði frá þriðja og fjórða áratug síðustu aldar, fatnaði sem oft er kenndur við skáldsöguna The Great Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald frá árinu 1925. Gugga tilkynnti viðskiptavinum um lokun verslunarinnar á samfélagsmiðlum þann 7. júní síðastliðinn. Í fyrstu hugðist hún hafa opið út júlí en síðar áttað sig á að lagerinn myndi klárast löngu fyrir það. Síðasti dagur opnunar verður því á fimmtudaginn 27. júní. Lét drauminn rætast Gugga segir að ástæða þess að hún loki séu fyrst og fremst af persónulegum toga. Reksturinn hafi tekið á, hafi verið orðið þungur undanfarin ár en hafi fyrst og fremst verið farinn að taka toll af Guggu sem staðið hafi í ströngu. Gugga rak augun í verslunarrýmið árið 2018. „Ég hringdi bara í eiginmanninn og sagði honum að annað hvort yrði ég gömul geðvond kelling sem fékk ekki að láta drauminn rætast eða að við myndum gera eitthvað í þessu. Við opnuðum verslunina mánuði seinna,“ segir Gugga hlæjandi. Hún lýsir síðustu sex árum sem heljarinnar ævintýri. Viðtökurnar hafi verið stórkostlegar frá degi eitt og hún kynnst mörgum viðskiptavinum þessi ár. „Það er eitthvað attitjúd í þessum kjólum og þessum stíl,“ segir Gugga sem haldið hefur í anda þessa ára með því að spila eingöngu tónlist þessa tíma í versluninni. „Við vitum orðið svo margt um margar, hvar þær eru staddar í lífinu. Við erum búin að taka þátt í gleði og sorg hjá svo mörgum á einn eða annan hátt og eins og ég segi, mér líður bara eins og ég sé að gera eitthvað af mér,“ segir Gugga og viðurkennir að það séu blendnar tilfinningar í spilunum. „Við mættum hérna hjónin saman í morgun. Það er allt að verða tómt og það er nú ekki oft sem ég sé manninn minn svona hálf partinn beygja af. Þetta er mjög skrýtið, þetta er mjög ljúfsárt.“ Verslun Hafnarfjörður Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
„Síðasti dagurinn okkar verður á fimmtudag og viðtökurnar hafa verið ótrúlegar. Það eru margar konur búnar að skæla hérna inni, við erum búin að skæla, höfum fengið blóm og ég veit ekki hvað ég er búin að knúsa marga. Mér líður bara eins og ég sé að gera eitthvað af mér með því að loka,“ segir Gugga í samtali við Vísi. Verslun hennar hefur verið rekin í sex ár á Strandgötu í Hafnarfirði og er um að ræða sannkallað sérverslun með fatnaði frá þriðja og fjórða áratug síðustu aldar, fatnaði sem oft er kenndur við skáldsöguna The Great Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald frá árinu 1925. Gugga tilkynnti viðskiptavinum um lokun verslunarinnar á samfélagsmiðlum þann 7. júní síðastliðinn. Í fyrstu hugðist hún hafa opið út júlí en síðar áttað sig á að lagerinn myndi klárast löngu fyrir það. Síðasti dagur opnunar verður því á fimmtudaginn 27. júní. Lét drauminn rætast Gugga segir að ástæða þess að hún loki séu fyrst og fremst af persónulegum toga. Reksturinn hafi tekið á, hafi verið orðið þungur undanfarin ár en hafi fyrst og fremst verið farinn að taka toll af Guggu sem staðið hafi í ströngu. Gugga rak augun í verslunarrýmið árið 2018. „Ég hringdi bara í eiginmanninn og sagði honum að annað hvort yrði ég gömul geðvond kelling sem fékk ekki að láta drauminn rætast eða að við myndum gera eitthvað í þessu. Við opnuðum verslunina mánuði seinna,“ segir Gugga hlæjandi. Hún lýsir síðustu sex árum sem heljarinnar ævintýri. Viðtökurnar hafi verið stórkostlegar frá degi eitt og hún kynnst mörgum viðskiptavinum þessi ár. „Það er eitthvað attitjúd í þessum kjólum og þessum stíl,“ segir Gugga sem haldið hefur í anda þessa ára með því að spila eingöngu tónlist þessa tíma í versluninni. „Við vitum orðið svo margt um margar, hvar þær eru staddar í lífinu. Við erum búin að taka þátt í gleði og sorg hjá svo mörgum á einn eða annan hátt og eins og ég segi, mér líður bara eins og ég sé að gera eitthvað af mér,“ segir Gugga og viðurkennir að það séu blendnar tilfinningar í spilunum. „Við mættum hérna hjónin saman í morgun. Það er allt að verða tómt og það er nú ekki oft sem ég sé manninn minn svona hálf partinn beygja af. Þetta er mjög skrýtið, þetta er mjög ljúfsárt.“
Verslun Hafnarfjörður Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira