Fótbolti

Brynjólfur á leið til Hollands eins og bróðir sinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Brynjólfur Andersen virðist á leið frá Noregi.
Brynjólfur Andersen virðist á leið frá Noregi. KSÍ

Brynjólfur Andersen Willumsson er við það að ganga í raðir hollenska efstu deildarfélagsins Groningen. Hann hefur undanfarin ár leikið með Kristianstund í Noregi.

Hinn 23 ára gamli Brynjólfur verður samningslaus síðar á þessu ári en Groningen, sem er nýkomið upp úr hollensku B-deildinni, kaupir leikmanninn frá Kristiansund. Hann á þó enn eftir að standast læknisskoðun ef marka má heimildir norska blaðamannsins Stian André de Wahl.

Brynjólfur hefur þegar samþykkt þriggja ára samning með möguleika á árs framlengingu. Mun hann færa sig alfarið yfir til Hollands eftir að hann stenst læknisskoðunina.

Það stefnir því í að bræðurnir Brynjólfur og Willum Þór mætist í hollensku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð þar sem Willum Þór leikur með Go Ahead Eagles.

Brynjólfur Andersen hefur leikið tvo A-landsleiki og skorað í þeim eitt mark.


Tengdar fréttir

Samnings­laus Brynjólfur eftir­sóttur

Samningur Brynjólfs Andersen Willumssonar við norska félagið Kristiansund renndur út í haust og stefnir í að leikmaðurinn færi um set. Eru nokkuð stór lið í Skandinavíu horfa til hins 23 ára framherja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×