Rahm brjálaður: „Djöfulsins drónar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2024 14:00 Suðið í drónum truflaði Jon Rahm á LIV-móti um helgina. getty/Matthew Maxey Jon Rahm hefur ekki mikla þolinmæði fyrir drónunum sem er flogið yfir keppnisstöðum á LIV-mótaröðinni í golfi. Á móti í Nashville í gær fóru drónarnir sérstaklega mikið í taugarnar á spænska kylfingnum. Eftir að Rahm sló kúlunni út í vatn á sjöttu holu kenndi hann suðinu í drónunum um. „Á hverju móti. Þetta er óþolandi helvíti. Einmitt þegar ég er að sveifla,“ heyrðist Rahm segja í útsendingunni. „Alltaf þessir djöfulsins drónar,“ bætti Spánverjinn við. Rahm var tveimur höggum á undan forystusauðnum Tyrell Hatton þegar hann sló kúluna í vatnið. Hann lék sjöttu holuna á tveimur höggum yfir pari. Svo fór að Hatton hrósaði sigri á mótinu en Rahm varð að gera sér 3. sætið að góðu. Rahm lék samtals á tólf höggum undir pari en Hatton á nítján höggum undir pari. Mótið í Nashville var fyrsta mótið sem Rahm tekur þátt á eftir að hann dró sig úr keppni á Opna bandaríska meistaramótinu vegna sýkingar í fæti. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Á móti í Nashville í gær fóru drónarnir sérstaklega mikið í taugarnar á spænska kylfingnum. Eftir að Rahm sló kúlunni út í vatn á sjöttu holu kenndi hann suðinu í drónunum um. „Á hverju móti. Þetta er óþolandi helvíti. Einmitt þegar ég er að sveifla,“ heyrðist Rahm segja í útsendingunni. „Alltaf þessir djöfulsins drónar,“ bætti Spánverjinn við. Rahm var tveimur höggum á undan forystusauðnum Tyrell Hatton þegar hann sló kúluna í vatnið. Hann lék sjöttu holuna á tveimur höggum yfir pari. Svo fór að Hatton hrósaði sigri á mótinu en Rahm varð að gera sér 3. sætið að góðu. Rahm lék samtals á tólf höggum undir pari en Hatton á nítján höggum undir pari. Mótið í Nashville var fyrsta mótið sem Rahm tekur þátt á eftir að hann dró sig úr keppni á Opna bandaríska meistaramótinu vegna sýkingar í fæti.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira