„Allir að hlusta, en samt fórum við í gjaldþrot“ Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2024 09:02 Gulli Helga segist feginn því að þurfa ekki að fylgjast með hverju einasta atriði sem fram kemur í fréttatímum. vísir/vilhelm Gunnlaugur Helgason – Gulli Helga – fjölmiðlamaður og frumkvöðull segist þakklátur fyrir áratugaferil í fjölmiðlum, en jafnframt frelsinu feginn eftir að hann hætti í daglegri rútínu. Gulli Helga, var nýlega gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og þar kjaftaði á honum hver tuska. „Fólk fattar ekki hvað það er mikil vinna á bakvið það að halda úti útvarpsþætti í nokkra klukkutíma á hverjum einasta degi. Það þarf að fylla mörg hólf af viðmælendum alla daga og það hættir aldrei,“ segir Gulli um hinn sívinsæla útvarpsþátt Bítið sem hann stýrði ásamt Heimi Karlssyni. Gulli segir meira en segja það að í svona litlu samfélagi að vera ætíð með eitthvað nýtt á boðstólum. „Þetta geta verið allt að 1700-2000 viðtöl á ári, sem er engin smá tala! Maður er með einn frídag í viku og það var samkomulag á milli mín og Heimis að láta hvorn annan í friði á laugardögum. En hina daga vikunnar hringdi ég oftar í hann en konuna mína. En ég tek það fram að það hefur verið stórkostlegt að vinna með Heimi, jafnvel þó að það hafi stundum verið 7 „missed calls“ á símanum ef ég var að gera eitthvað og ekki nálægt símanum. Svo hringdi ég til baka og hélt að eitthvað stórkostlegt væri að gerast, en þá var hann bara búinn að gleyma hvað hann ætlaði að segja mér,” segir Gulli. Feginn að þurfa ekki að fylgjast eins grannt með fréttum Hann segist feginn því að þurfa ekki að fylgjast með fréttum daginn út og daginn inn. „Ég er ofboðslega feginn að þurfa ekki lengur að liggja yfir fréttamiðlunum alla daga. Það er oft mikil neikvæðni og allir að kvarta og það gerir manni ekki gott að liggja yfir fréttamiðlum. En maður verður háður því þegar maður vinnur þessa tegund af vinnu og það tók mig nokkra mánuði að ná að kúpla mig meira í burtu frá hringiðu umræðunnar. En þegar það tókst loksins fann ég hvað það hafði góð áhrif á mig.“ Árið 2022 var erfitt í lífi Gulla Helga. Hann var farinn að halda of mörgum boltum á lofti og tók of mikið að mér. „Ég var að gera sjónvarpsseríu, gera upp íbúð, móðir mín veiktist og ég var að hjálpa henni að finna hjúkrunarheimili og fleira. Ofan á það var ég í fullri vinnu í Bítinu og ég klessti bara á vegg og vissi að ég yrði að draga úr einhverju. Ég var hættur að ná fullum svefni og lá oft andvaka og það lá því kannski beinast við að ég hætti í Bítinu eftir öll þessi ár.” Gulli segir að hann hafi á löngu tímabili talað oftar við Heimi í síma en konuna sína.vísir/vilhelm Gulli ræðir í þættinum um feril sinn í fjölmiðlum sem er langur og merkilegur. Allt frá þeim tíma þegar rétt var verið að byrja að útvarpa einhverju öðru en bara frá RÚV: „Það var miklu minna framboð á efni á þessum tíma. Þegar Bylgjan fór í loftið breyttist mjög mikið. Hlustunartölurnar voru eitthvað sem þekkist ekki í dag – það voru eiginlega bara allir að hlusta. Sem var auðvitað virkilega gaman, af því að það að vera í fjölmiðlum gengur auðvitað út á að ná eyrum og augum fólks.“ Stjarnan reis hátt en flaug of nálægt sólu Árið 1987 fór Stjarnan í loftið og hefst þá annar kafli í lífi Gulla. „Ég hafði verið á RÁS 2 fram að því og fór svo í starfsþjálfun á þrjár útvarpsstöðvar í Bandaríkjunum, meðal annars Kiss FM sem er og var stærsta útvarpsstöðin þar. Það opnaðist fyrir mér alveg nýr heimur þarna úti, bæði hvað varðar dagskrárgerðina, en ekki síður þegar kom að tæknihliðinni. Ég yfirheyrði alla á tæknideildinni og vildi drekka þetta allt í mig. Ég hef alltaf verið græjufíkill og þarna fékk ég útrás fyrir það. Þarna var ég í stúdíói með mönnum sem voru með 9-10 milljónir manna að hlusta á sig á hverjum morgni,” segir Gulli, sem nýtti þessa reynslu meðal annars til að koma útvarpsstöðinni Stjörnunni á dagskrá: „Svo kom ég heim og fljótlega eftir það var allt sett á fullt. Þetta var mest keyrt á gleðinni og ákafanum sem fylgdi henni. Við kunnum að reka útvarp, en ekki að reka fyrirtæki. Það var unnið myrkranna á milli og ég myndi aldrei gera þetta í dag. Stjarnan pakkaði Bylgjunni saman í hlustun fyrst um sinn, en svo fór Bylgjan að sækja aftur í sig veðrið og við sáum fyrir okkur að þessar tvær einkareknu stöðvar yrðu í alvöru samkeppni.“ Miklar þagnir í viðtali um Klausturmál En það kom fljótlega í ljós að rekstrarstaðan var verri en þeir sem að Stjörnunni stóðu höfðum talið og á endanum blasti ekkert annað en gjaldþrot við. „En skiptastjórinn samþykkti að halda stöðinni opinni af því að það væri auðveldara að selja útvarpsstöð sem var í gangi. En þá voru bara örfáir eftir til að fylla dagskránna og þarna varð til dúettinn Jón og Gulli eða „Tveir með Öllu“ til, sem vorum ég og Jón Axel. Þarna vorum við bara algjörlega við sjálfir og gerðum það sem okkur sýndist og það sló algjörlega í gegn. Fljótlega eftir þetta verður svo Aðalstöðin til og ævintýrið hélt áfram.“ Gulli segir ýmislegt minnisstætt frá ferlinum, eins og til dæmis þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, nú formaður Miðflokksins, mætti til hans í viðtal eftir að Klaustursmálið svokallaða hafði komið upp: ,,Við fengum viðtal við Sigmund Davíð strax eftir að þetta mál kom. Hann hafði ekki tjáð sig fyrr. Þau komu til okkar tvö og það var eftirminnilegt viðtal, af því að það var mikil þögn. Við spurðum bara einfaldra spurninga eins og hvort þeim þætti þetta til fyrirmyndar og svo bara hlustuðum við. Enda er ég á því að maður fái meira út úr viðtölum með því að kunna að hlusta og láta viðmælandann tala. Ég hef alltaf verið hrifnari af þeim stíl heldur en að finnast maður verða að grilla viðmælandann til þess að virka harður. Oftast kemur mjög lítið út úr þeirri tegund af viðtölum. Ef ég man rétt var Hugrún Halldórsdóttir með mér í þessu viðtali, enda gerðist alltaf eitthvað stórt og merkilegt þegar Heimir Karls fór í frí.” Skammdegið farið að taka verulega í Gulli segist á frábærum stað í dag, glaður með lífið og tilveruna og ánægður með þau verkefni sem hann sinnir í dag. Hann segist þó vel geta hugsað sér að búa annars staðar en á Íslandi, að minnsta kosti hluta af árinu: ,,Mig langar mikið að gera upp hús í Suður-Evrópu og vera hluta af árinu á hlýrri stað. Ég sé fyrir mér Frakkland, Ítalíu eða Spán. Skammdegið er orðið mun erfiðara fyrir mig en áður og ég janúar, febrúar og mars eru bara orðnir verulega erfiðir mánuðir. Ég væri til í að fara út í október, koma yfir jólin og fara svo aftur út í janúar og vera fram á vor. Ég er búinn að kynnast þessum löndum í gegnum þættina mína og það hefur fengið mig til að hugsa þetta enn meira.” Podcast með Sölva Tryggva Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Bítið Tengdar fréttir Gulli lenti í kulnun: „Allt sem var skemmtilegt var orðið leiðinlegt“ Fjölmiðlamaðurinn Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli Helga, áttaði sig á því að hann hafði lent í kulnun þegar hann stóð sig að því að finnast allt leiðinlegt, allt erfitt og allir í kringum hann vitlausir. Í Íslandi í dag spjallaði Sindri við Gulla sem er hættur í Bítinu eftir tíu ár og vinnur nú bæði í sér en einnig í nýjum þætti af Gulla sem byggir. 10. ágúst 2023 07:49 Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Sjá meira
„Fólk fattar ekki hvað það er mikil vinna á bakvið það að halda úti útvarpsþætti í nokkra klukkutíma á hverjum einasta degi. Það þarf að fylla mörg hólf af viðmælendum alla daga og það hættir aldrei,“ segir Gulli um hinn sívinsæla útvarpsþátt Bítið sem hann stýrði ásamt Heimi Karlssyni. Gulli segir meira en segja það að í svona litlu samfélagi að vera ætíð með eitthvað nýtt á boðstólum. „Þetta geta verið allt að 1700-2000 viðtöl á ári, sem er engin smá tala! Maður er með einn frídag í viku og það var samkomulag á milli mín og Heimis að láta hvorn annan í friði á laugardögum. En hina daga vikunnar hringdi ég oftar í hann en konuna mína. En ég tek það fram að það hefur verið stórkostlegt að vinna með Heimi, jafnvel þó að það hafi stundum verið 7 „missed calls“ á símanum ef ég var að gera eitthvað og ekki nálægt símanum. Svo hringdi ég til baka og hélt að eitthvað stórkostlegt væri að gerast, en þá var hann bara búinn að gleyma hvað hann ætlaði að segja mér,” segir Gulli. Feginn að þurfa ekki að fylgjast eins grannt með fréttum Hann segist feginn því að þurfa ekki að fylgjast með fréttum daginn út og daginn inn. „Ég er ofboðslega feginn að þurfa ekki lengur að liggja yfir fréttamiðlunum alla daga. Það er oft mikil neikvæðni og allir að kvarta og það gerir manni ekki gott að liggja yfir fréttamiðlum. En maður verður háður því þegar maður vinnur þessa tegund af vinnu og það tók mig nokkra mánuði að ná að kúpla mig meira í burtu frá hringiðu umræðunnar. En þegar það tókst loksins fann ég hvað það hafði góð áhrif á mig.“ Árið 2022 var erfitt í lífi Gulla Helga. Hann var farinn að halda of mörgum boltum á lofti og tók of mikið að mér. „Ég var að gera sjónvarpsseríu, gera upp íbúð, móðir mín veiktist og ég var að hjálpa henni að finna hjúkrunarheimili og fleira. Ofan á það var ég í fullri vinnu í Bítinu og ég klessti bara á vegg og vissi að ég yrði að draga úr einhverju. Ég var hættur að ná fullum svefni og lá oft andvaka og það lá því kannski beinast við að ég hætti í Bítinu eftir öll þessi ár.” Gulli segir að hann hafi á löngu tímabili talað oftar við Heimi í síma en konuna sína.vísir/vilhelm Gulli ræðir í þættinum um feril sinn í fjölmiðlum sem er langur og merkilegur. Allt frá þeim tíma þegar rétt var verið að byrja að útvarpa einhverju öðru en bara frá RÚV: „Það var miklu minna framboð á efni á þessum tíma. Þegar Bylgjan fór í loftið breyttist mjög mikið. Hlustunartölurnar voru eitthvað sem þekkist ekki í dag – það voru eiginlega bara allir að hlusta. Sem var auðvitað virkilega gaman, af því að það að vera í fjölmiðlum gengur auðvitað út á að ná eyrum og augum fólks.“ Stjarnan reis hátt en flaug of nálægt sólu Árið 1987 fór Stjarnan í loftið og hefst þá annar kafli í lífi Gulla. „Ég hafði verið á RÁS 2 fram að því og fór svo í starfsþjálfun á þrjár útvarpsstöðvar í Bandaríkjunum, meðal annars Kiss FM sem er og var stærsta útvarpsstöðin þar. Það opnaðist fyrir mér alveg nýr heimur þarna úti, bæði hvað varðar dagskrárgerðina, en ekki síður þegar kom að tæknihliðinni. Ég yfirheyrði alla á tæknideildinni og vildi drekka þetta allt í mig. Ég hef alltaf verið græjufíkill og þarna fékk ég útrás fyrir það. Þarna var ég í stúdíói með mönnum sem voru með 9-10 milljónir manna að hlusta á sig á hverjum morgni,” segir Gulli, sem nýtti þessa reynslu meðal annars til að koma útvarpsstöðinni Stjörnunni á dagskrá: „Svo kom ég heim og fljótlega eftir það var allt sett á fullt. Þetta var mest keyrt á gleðinni og ákafanum sem fylgdi henni. Við kunnum að reka útvarp, en ekki að reka fyrirtæki. Það var unnið myrkranna á milli og ég myndi aldrei gera þetta í dag. Stjarnan pakkaði Bylgjunni saman í hlustun fyrst um sinn, en svo fór Bylgjan að sækja aftur í sig veðrið og við sáum fyrir okkur að þessar tvær einkareknu stöðvar yrðu í alvöru samkeppni.“ Miklar þagnir í viðtali um Klausturmál En það kom fljótlega í ljós að rekstrarstaðan var verri en þeir sem að Stjörnunni stóðu höfðum talið og á endanum blasti ekkert annað en gjaldþrot við. „En skiptastjórinn samþykkti að halda stöðinni opinni af því að það væri auðveldara að selja útvarpsstöð sem var í gangi. En þá voru bara örfáir eftir til að fylla dagskránna og þarna varð til dúettinn Jón og Gulli eða „Tveir með Öllu“ til, sem vorum ég og Jón Axel. Þarna vorum við bara algjörlega við sjálfir og gerðum það sem okkur sýndist og það sló algjörlega í gegn. Fljótlega eftir þetta verður svo Aðalstöðin til og ævintýrið hélt áfram.“ Gulli segir ýmislegt minnisstætt frá ferlinum, eins og til dæmis þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, nú formaður Miðflokksins, mætti til hans í viðtal eftir að Klaustursmálið svokallaða hafði komið upp: ,,Við fengum viðtal við Sigmund Davíð strax eftir að þetta mál kom. Hann hafði ekki tjáð sig fyrr. Þau komu til okkar tvö og það var eftirminnilegt viðtal, af því að það var mikil þögn. Við spurðum bara einfaldra spurninga eins og hvort þeim þætti þetta til fyrirmyndar og svo bara hlustuðum við. Enda er ég á því að maður fái meira út úr viðtölum með því að kunna að hlusta og láta viðmælandann tala. Ég hef alltaf verið hrifnari af þeim stíl heldur en að finnast maður verða að grilla viðmælandann til þess að virka harður. Oftast kemur mjög lítið út úr þeirri tegund af viðtölum. Ef ég man rétt var Hugrún Halldórsdóttir með mér í þessu viðtali, enda gerðist alltaf eitthvað stórt og merkilegt þegar Heimir Karls fór í frí.” Skammdegið farið að taka verulega í Gulli segist á frábærum stað í dag, glaður með lífið og tilveruna og ánægður með þau verkefni sem hann sinnir í dag. Hann segist þó vel geta hugsað sér að búa annars staðar en á Íslandi, að minnsta kosti hluta af árinu: ,,Mig langar mikið að gera upp hús í Suður-Evrópu og vera hluta af árinu á hlýrri stað. Ég sé fyrir mér Frakkland, Ítalíu eða Spán. Skammdegið er orðið mun erfiðara fyrir mig en áður og ég janúar, febrúar og mars eru bara orðnir verulega erfiðir mánuðir. Ég væri til í að fara út í október, koma yfir jólin og fara svo aftur út í janúar og vera fram á vor. Ég er búinn að kynnast þessum löndum í gegnum þættina mína og það hefur fengið mig til að hugsa þetta enn meira.”
Podcast með Sölva Tryggva Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Bítið Tengdar fréttir Gulli lenti í kulnun: „Allt sem var skemmtilegt var orðið leiðinlegt“ Fjölmiðlamaðurinn Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli Helga, áttaði sig á því að hann hafði lent í kulnun þegar hann stóð sig að því að finnast allt leiðinlegt, allt erfitt og allir í kringum hann vitlausir. Í Íslandi í dag spjallaði Sindri við Gulla sem er hættur í Bítinu eftir tíu ár og vinnur nú bæði í sér en einnig í nýjum þætti af Gulla sem byggir. 10. ágúst 2023 07:49 Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Sjá meira
Gulli lenti í kulnun: „Allt sem var skemmtilegt var orðið leiðinlegt“ Fjölmiðlamaðurinn Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli Helga, áttaði sig á því að hann hafði lent í kulnun þegar hann stóð sig að því að finnast allt leiðinlegt, allt erfitt og allir í kringum hann vitlausir. Í Íslandi í dag spjallaði Sindri við Gulla sem er hættur í Bítinu eftir tíu ár og vinnur nú bæði í sér en einnig í nýjum þætti af Gulla sem byggir. 10. ágúst 2023 07:49