Innlent

Segja á­rásina á Moggann eins al­var­lega og mögu­legt er

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Árvakur og allir hans miðlar eru til húsa í Hádegismóum.
Árvakur og allir hans miðlar eru til húsa í Hádegismóum. Vísir/Vilhelm

Netárás sem Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins varð fyrir í gær, er með alvarlegasta móti. Rússneskir hakkarar eru sagðir standa að baki árásinni og hafa tekið gögn félagsins í gíslingu.

Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, lá niðri frá fimmta tímanum síðdegis í gær og til um átta. Þá gátu starfsmenn ekki unnið í ritstjórnarkerfi félagsins og útsendingar útvarpsstöðvarinnar K100 lágu niðri. 

Í frétt mbl.is er haft eftir Úlfari Ragnarssyni, forstöðumanni upplýsingatæknisviðs Árvakurs, að árásin sé mjög alvarleg. Öll gögn hafi verið tekin og dulkóðuð.

„Staðan er grafal­var­leg og eig­in­lega eins slæm og hún get­ur orðið,“ er haft eftir Úlfari. 

Samkvæmt Úlfari stendur rússneski tölvuþrjótahópurinn Akira að baki árásinni, en hann er sagður hafa staðið að baki sambærilegum árásum á Háskólann í Reykjavík og Brimborg. Útlit sé fyrir að hakkararnir hafi komist inn í kerfi Árvakurs fyrr í mánuðinum og látið til skarar skríða í gær. 


Tengdar fréttir

Ekki alltaf hægt að endurheimta öll gögn

Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, lá niðri í dag í um þrjá klukkutíma í kjölfar stórfelldrar netárásar á tækniinnviði Árvakurs. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, stjórnandi viðskiptaþróunar og meðstofnandi Defend Iceland, fyrirtækis sem sérhæfir sig í forvirku netöryggi, segir blasa við að árásin hafi verið háalvarleg og að það sé ekki alltaf hægt að endurheimta töpuð gögn.

Vefurinn kominn í loftið en óvíst með blað morgundagsins

Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, er kominn aftur upp eftir að hafa legið niðri frá um fimmleytið í dag eftir stórfellda netárás sem gerð var á tölvukerfi Árvakurs. Útsendingar hafa einnig legið niðri á K100. Karl Blöndal aðstoðarritstjóri segir ekki til um hvort Morgunblaðið komi út á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×