„Landrisið er hægara en það hefur verið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2024 21:37 Þorvaldur fór yfir málin í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir ólíklegt að gosið við Sundhnjúka nái sér upp aftur. Hann segir landris sem mælst hefur vera hægara en það hefur áður verið. Eldfjallafræðingurinn Þorvaldur Þórðarson mætti til Sindra Sindrasonar í Kvöldfréttatíma Stöðvar 2 til að ræða eldgosið við Sundhnjúka. Hann segir að gosið sem hófst 29. maí virðist vera að deyja út. „Það virðist vera að draga mjög mikið úr því. Seinni partinn í dag hefur í raun og veru verið mjög lítil virkni í gígnum. Ég held þetta sé í andarslitrunum og mér finnst ólíklegt að þetta nái sér upp aftur.“ „Landrisið núna er hægara en það hefur verið. Það er svona um 1,3-1,4 millimetrar á dag og til þess að ná þeirri hæð sem við teljum að það þurfi til að það verði gos þá þarf það svona rúma þrjá mánuði. Þá erum við komin inn í haustið.“ Þorvaldur segir að sömuleiðis sé að draga úr flæði úr svokallaðri neðri kvikugeymslu sem flytur kviku í annað hólf sem liggur grynnra í jarðskorpunni. „Svo er líka að draga úr flæðinu úr þessari neðri kvikugeymslu á 9-12 kílómetra dýpi, það hefur verið jafnt og þétt að draga úr flæðinu úr því og inn í þetta grynnra geymsluhólf sem er á 4-5 kílómetra dýpi.“ „Nú er bara eins og keppni, hvenær dettur flæðið úr neðra geymsluhólfinu nægilega langt niður þannig að þetta bara stoppi. Ef það gerist áður en við náum þessum mörkum sem við þurfum í grynnra hólfið til að kvikan komist út úr því, þá stoppar þetta allt saman.“ Hann segir það góðar fréttir fyrir Grindvíkinga að kvikuflæðið úr neðra geymsluhólfinu virðist vera að minnka. „Þetta á bara við um Sundhnjúkareinina sem hefur verið virk núna undanfarið. Ef hún stöðvast þá eru það góðar fréttir fyrir Grindvíkinga og í Svartsengi. Virknin mun færast yfir í einhverja aðra gosrein en hún er lengra í burtu.“ Allt viðtalið við Þorvald má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þar sem hann fer meðal annars yfir aðra staði sem gætu tekið við ef virkni dettur niður við Sundhnjúka. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Eldfjallafræðingurinn Þorvaldur Þórðarson mætti til Sindra Sindrasonar í Kvöldfréttatíma Stöðvar 2 til að ræða eldgosið við Sundhnjúka. Hann segir að gosið sem hófst 29. maí virðist vera að deyja út. „Það virðist vera að draga mjög mikið úr því. Seinni partinn í dag hefur í raun og veru verið mjög lítil virkni í gígnum. Ég held þetta sé í andarslitrunum og mér finnst ólíklegt að þetta nái sér upp aftur.“ „Landrisið núna er hægara en það hefur verið. Það er svona um 1,3-1,4 millimetrar á dag og til þess að ná þeirri hæð sem við teljum að það þurfi til að það verði gos þá þarf það svona rúma þrjá mánuði. Þá erum við komin inn í haustið.“ Þorvaldur segir að sömuleiðis sé að draga úr flæði úr svokallaðri neðri kvikugeymslu sem flytur kviku í annað hólf sem liggur grynnra í jarðskorpunni. „Svo er líka að draga úr flæðinu úr þessari neðri kvikugeymslu á 9-12 kílómetra dýpi, það hefur verið jafnt og þétt að draga úr flæðinu úr því og inn í þetta grynnra geymsluhólf sem er á 4-5 kílómetra dýpi.“ „Nú er bara eins og keppni, hvenær dettur flæðið úr neðra geymsluhólfinu nægilega langt niður þannig að þetta bara stoppi. Ef það gerist áður en við náum þessum mörkum sem við þurfum í grynnra hólfið til að kvikan komist út úr því, þá stoppar þetta allt saman.“ Hann segir það góðar fréttir fyrir Grindvíkinga að kvikuflæðið úr neðra geymsluhólfinu virðist vera að minnka. „Þetta á bara við um Sundhnjúkareinina sem hefur verið virk núna undanfarið. Ef hún stöðvast þá eru það góðar fréttir fyrir Grindvíkinga og í Svartsengi. Virknin mun færast yfir í einhverja aðra gosrein en hún er lengra í burtu.“ Allt viðtalið við Þorvald má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þar sem hann fer meðal annars yfir aðra staði sem gætu tekið við ef virkni dettur niður við Sundhnjúka.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira