Skotar úr leik en Ung­verjar halda í vonina

Siggeir Ævarsson skrifar
Kevin Csoboth fagnar sigurmarkinu af mikilli innlifun
Kevin Csoboth fagnar sigurmarkinu af mikilli innlifun vísir/Getty

Skotland er úr leik á EM eftir dramatískt tap gegn Ungverjum í kvöld en sigurmarkið kom þegar 99 mínútur voru komnar á leikklukkuna. Skömmu áður höfðu Ungverjar átt skot í stöng.

Alls var tíu mínútum bætt við en gera þurfti langt hlé á leiknum þegar Barnabás Varga meiddist eftir samstuð við Angus Gunn. Varga virtist rotast við höggið og var að lokum borinn af velli á sjúkrabörum en tjald var sett upp í kringum hann um stundarsakir og myndavélunum beint annað.

Skotar voru töluvert meira með boltann í leiknum en sköpuðu sér nákvæmlega ekki neitt og uppskáru í takt við það.

Skotar enda því neðstir í A-riðli með eitt stig og eru úr leik en Ungverjar halda enn í vonina um að verða eitt af liðunum í 3. sæti sem kemst áfram í 16-liða úrslit.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira