Reiður, æstur, dapur, viðkunnalegur, glaður og elskulegur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júní 2024 15:00 Birta ber stórleikaranum vel söguna. Birta Björnsdóttir fréttakona Ríkisútvarpsins segir Donald Sutherland án efa hafa verið einn hennar eftirminnilegasta viðmælanda. Hún hitti leikarann í London og tók við hann viðtal fyrir Morgunblaðið árið 2008. Birta rifjar viðtalið upp á samfélagsmiðlinum Facebook í tilefni af fregnum af andláti stórleikarans sem lést í gær 88 ára gamall. Um risatíðindi að ræða enda spannaði ferill leikarans hátt í sex áratugi og vann leikarinn til fjölmargra verðlauna, meðal annars Emmy verðlauna og Golden Globe verðlauna fyrir leik sinn. „Þegar Donald Sutherland dó“ Viðtal Birtu við leikarann birtist í Morgunblaðinu 30. mars árið 2008. Tilefnið var að fyrsti þáttur sjónvarpsþáttaraðarinnar Dirty Sexy Money hafði nýverið verið frumsýndur í sjónvarpinu. Líkt og Birta lætur getið á Facebook á fyrirsögnin vel við nú: „Þegar Donald Sutherland dó.“ Ástæðan er sú að í viðtalinu rifjar leikarinn það upp fyrir Birtu að læknir hafi beðið hann um að framlengja frí sitt þegar í ljós kom þykkildi í öðru lunga hans. Var leikarinn sannfærður um að hann væri með lungnakrabbamein, en hafði engan áhuga á því að taka sér frí, líkt og hann lýsti fyrir Birtu í Morgunblaðinu: „Ég hafði engan tíma þá til að fara að leggjast inn á spítala. Læknirinn kallaði því út sérfræðing sem féllst á að koma samdægurs og skoða mig og þá kom í ljós að þetta var blóðköggull sem mér var sagt að gæti myndast hjá fólki yfir fimmtugt sem tekur upp á því að fara að kafa,“ sagði leikarinn sem þá var 72 ára og nýkominn heim frá Ástralíu þar sem hann hafði kafað. Birta spurði leikarann hvort hann óttaðist ekki að missa heilsuna. „Nei alls ekki, ég dó einu sinni og sá ljósið og eftir það óttast ég ekkert slíkt þó það sé auðvitað betra að hafa heilsuna í lagi,“ svaraði leikarinn. Vísaði hann til þess þegar hann var vakinn úpp frá dauðum þegar hann þjáðist af heilahimnubólgu árið 1970. Tilfinningalitróf alvöru stórleikara „Þegar ég mætti inn á hótelherbergið hans til að taka við hann viðtal stikaði hann um gólf og óð elginn um hvað George W. Bush væri ömurlegur forseti. Þarna átti Bush bara nokkra mánuði eftir af átta ára stjórnartíð sinni þar sem gekk á ýmsu eins og flestum er kunnugt,“ skrifar Birta á Facebook um viðtalið góða. „Á þessari stuttu stund sem við Sutherland áttum saman náði hann að verða reiður, æstur, dapur, viðkunnalegur, glaður og elskulegur, eins og sönnum stórleikara sæmir. Þótti alltaf mikið til Sutherland koma á skjánum, bæði fyrir og eftir þennan stutta fund okkar á hótelherberginu í London árið 2008.“ Hollywood Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Birta rifjar viðtalið upp á samfélagsmiðlinum Facebook í tilefni af fregnum af andláti stórleikarans sem lést í gær 88 ára gamall. Um risatíðindi að ræða enda spannaði ferill leikarans hátt í sex áratugi og vann leikarinn til fjölmargra verðlauna, meðal annars Emmy verðlauna og Golden Globe verðlauna fyrir leik sinn. „Þegar Donald Sutherland dó“ Viðtal Birtu við leikarann birtist í Morgunblaðinu 30. mars árið 2008. Tilefnið var að fyrsti þáttur sjónvarpsþáttaraðarinnar Dirty Sexy Money hafði nýverið verið frumsýndur í sjónvarpinu. Líkt og Birta lætur getið á Facebook á fyrirsögnin vel við nú: „Þegar Donald Sutherland dó.“ Ástæðan er sú að í viðtalinu rifjar leikarinn það upp fyrir Birtu að læknir hafi beðið hann um að framlengja frí sitt þegar í ljós kom þykkildi í öðru lunga hans. Var leikarinn sannfærður um að hann væri með lungnakrabbamein, en hafði engan áhuga á því að taka sér frí, líkt og hann lýsti fyrir Birtu í Morgunblaðinu: „Ég hafði engan tíma þá til að fara að leggjast inn á spítala. Læknirinn kallaði því út sérfræðing sem féllst á að koma samdægurs og skoða mig og þá kom í ljós að þetta var blóðköggull sem mér var sagt að gæti myndast hjá fólki yfir fimmtugt sem tekur upp á því að fara að kafa,“ sagði leikarinn sem þá var 72 ára og nýkominn heim frá Ástralíu þar sem hann hafði kafað. Birta spurði leikarann hvort hann óttaðist ekki að missa heilsuna. „Nei alls ekki, ég dó einu sinni og sá ljósið og eftir það óttast ég ekkert slíkt þó það sé auðvitað betra að hafa heilsuna í lagi,“ svaraði leikarinn. Vísaði hann til þess þegar hann var vakinn úpp frá dauðum þegar hann þjáðist af heilahimnubólgu árið 1970. Tilfinningalitróf alvöru stórleikara „Þegar ég mætti inn á hótelherbergið hans til að taka við hann viðtal stikaði hann um gólf og óð elginn um hvað George W. Bush væri ömurlegur forseti. Þarna átti Bush bara nokkra mánuði eftir af átta ára stjórnartíð sinni þar sem gekk á ýmsu eins og flestum er kunnugt,“ skrifar Birta á Facebook um viðtalið góða. „Á þessari stuttu stund sem við Sutherland áttum saman náði hann að verða reiður, æstur, dapur, viðkunnalegur, glaður og elskulegur, eins og sönnum stórleikara sæmir. Þótti alltaf mikið til Sutherland koma á skjánum, bæði fyrir og eftir þennan stutta fund okkar á hótelherberginu í London árið 2008.“
Hollywood Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira