Reiður, æstur, dapur, viðkunnalegur, glaður og elskulegur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júní 2024 15:00 Birta ber stórleikaranum vel söguna. Birta Björnsdóttir fréttakona Ríkisútvarpsins segir Donald Sutherland án efa hafa verið einn hennar eftirminnilegasta viðmælanda. Hún hitti leikarann í London og tók við hann viðtal fyrir Morgunblaðið árið 2008. Birta rifjar viðtalið upp á samfélagsmiðlinum Facebook í tilefni af fregnum af andláti stórleikarans sem lést í gær 88 ára gamall. Um risatíðindi að ræða enda spannaði ferill leikarans hátt í sex áratugi og vann leikarinn til fjölmargra verðlauna, meðal annars Emmy verðlauna og Golden Globe verðlauna fyrir leik sinn. „Þegar Donald Sutherland dó“ Viðtal Birtu við leikarann birtist í Morgunblaðinu 30. mars árið 2008. Tilefnið var að fyrsti þáttur sjónvarpsþáttaraðarinnar Dirty Sexy Money hafði nýverið verið frumsýndur í sjónvarpinu. Líkt og Birta lætur getið á Facebook á fyrirsögnin vel við nú: „Þegar Donald Sutherland dó.“ Ástæðan er sú að í viðtalinu rifjar leikarinn það upp fyrir Birtu að læknir hafi beðið hann um að framlengja frí sitt þegar í ljós kom þykkildi í öðru lunga hans. Var leikarinn sannfærður um að hann væri með lungnakrabbamein, en hafði engan áhuga á því að taka sér frí, líkt og hann lýsti fyrir Birtu í Morgunblaðinu: „Ég hafði engan tíma þá til að fara að leggjast inn á spítala. Læknirinn kallaði því út sérfræðing sem féllst á að koma samdægurs og skoða mig og þá kom í ljós að þetta var blóðköggull sem mér var sagt að gæti myndast hjá fólki yfir fimmtugt sem tekur upp á því að fara að kafa,“ sagði leikarinn sem þá var 72 ára og nýkominn heim frá Ástralíu þar sem hann hafði kafað. Birta spurði leikarann hvort hann óttaðist ekki að missa heilsuna. „Nei alls ekki, ég dó einu sinni og sá ljósið og eftir það óttast ég ekkert slíkt þó það sé auðvitað betra að hafa heilsuna í lagi,“ svaraði leikarinn. Vísaði hann til þess þegar hann var vakinn úpp frá dauðum þegar hann þjáðist af heilahimnubólgu árið 1970. Tilfinningalitróf alvöru stórleikara „Þegar ég mætti inn á hótelherbergið hans til að taka við hann viðtal stikaði hann um gólf og óð elginn um hvað George W. Bush væri ömurlegur forseti. Þarna átti Bush bara nokkra mánuði eftir af átta ára stjórnartíð sinni þar sem gekk á ýmsu eins og flestum er kunnugt,“ skrifar Birta á Facebook um viðtalið góða. „Á þessari stuttu stund sem við Sutherland áttum saman náði hann að verða reiður, æstur, dapur, viðkunnalegur, glaður og elskulegur, eins og sönnum stórleikara sæmir. Þótti alltaf mikið til Sutherland koma á skjánum, bæði fyrir og eftir þennan stutta fund okkar á hótelherberginu í London árið 2008.“ Hollywood Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Birta rifjar viðtalið upp á samfélagsmiðlinum Facebook í tilefni af fregnum af andláti stórleikarans sem lést í gær 88 ára gamall. Um risatíðindi að ræða enda spannaði ferill leikarans hátt í sex áratugi og vann leikarinn til fjölmargra verðlauna, meðal annars Emmy verðlauna og Golden Globe verðlauna fyrir leik sinn. „Þegar Donald Sutherland dó“ Viðtal Birtu við leikarann birtist í Morgunblaðinu 30. mars árið 2008. Tilefnið var að fyrsti þáttur sjónvarpsþáttaraðarinnar Dirty Sexy Money hafði nýverið verið frumsýndur í sjónvarpinu. Líkt og Birta lætur getið á Facebook á fyrirsögnin vel við nú: „Þegar Donald Sutherland dó.“ Ástæðan er sú að í viðtalinu rifjar leikarinn það upp fyrir Birtu að læknir hafi beðið hann um að framlengja frí sitt þegar í ljós kom þykkildi í öðru lunga hans. Var leikarinn sannfærður um að hann væri með lungnakrabbamein, en hafði engan áhuga á því að taka sér frí, líkt og hann lýsti fyrir Birtu í Morgunblaðinu: „Ég hafði engan tíma þá til að fara að leggjast inn á spítala. Læknirinn kallaði því út sérfræðing sem féllst á að koma samdægurs og skoða mig og þá kom í ljós að þetta var blóðköggull sem mér var sagt að gæti myndast hjá fólki yfir fimmtugt sem tekur upp á því að fara að kafa,“ sagði leikarinn sem þá var 72 ára og nýkominn heim frá Ástralíu þar sem hann hafði kafað. Birta spurði leikarann hvort hann óttaðist ekki að missa heilsuna. „Nei alls ekki, ég dó einu sinni og sá ljósið og eftir það óttast ég ekkert slíkt þó það sé auðvitað betra að hafa heilsuna í lagi,“ svaraði leikarinn. Vísaði hann til þess þegar hann var vakinn úpp frá dauðum þegar hann þjáðist af heilahimnubólgu árið 1970. Tilfinningalitróf alvöru stórleikara „Þegar ég mætti inn á hótelherbergið hans til að taka við hann viðtal stikaði hann um gólf og óð elginn um hvað George W. Bush væri ömurlegur forseti. Þarna átti Bush bara nokkra mánuði eftir af átta ára stjórnartíð sinni þar sem gekk á ýmsu eins og flestum er kunnugt,“ skrifar Birta á Facebook um viðtalið góða. „Á þessari stuttu stund sem við Sutherland áttum saman náði hann að verða reiður, æstur, dapur, viðkunnalegur, glaður og elskulegur, eins og sönnum stórleikara sæmir. Þótti alltaf mikið til Sutherland koma á skjánum, bæði fyrir og eftir þennan stutta fund okkar á hótelherberginu í London árið 2008.“
Hollywood Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið