Lífið

Skvísurnar skelltu sér á ströndina

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Vinkonurnar hafa verið duglegar að sækja ströndina.
Vinkonurnar hafa verið duglegar að sækja ströndina.

Samfélagsmiðlastjörnurnar Sunneva Einarsdóttir, Birta Líf Ólafsdóttir, Magnea Björg Jónsdóttir og Eva Einarsdóttir eru staddar saman ásamt kærustunum í fríi í Króatíu. Þar hafa þær haft nóg fyrir stafni, líkt og sést á samfélagsmiðlum.

Vinkonuhópurinn mætti meðal annars á Midsommar viðburð tískuhúsanna Gina Tricot og Essie á miðvikudagskvöldið. Vinkonurnar hafa verið duglegar að birta myndir á samfélagsmiðlum, meðal annars af strandarferðum sínum.

Birta Líf og Sunneva hafa slegið í gegn með hlaðvarpsþáttunum sínum sem þær kenna við Teboð. Þar taka þær fyrir það helsta í dægurmenningunni. Vinkonur þeirra Magnea og Eva hafa verið álíka duglegar, komið víða við.

Veðrið hefur leikið við vinkonurnar í Króatíu. 37 gráður og sól og ávextir á ströndinni. 

Ef Instagram færslurnar sjást ekki er ráð að endurhlaða síðuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×