Enski boltinn

Enski boltinn snýr aftur heim

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Erling Haaland og félagar í Manchester City eru væntanlegir á Stöð 2 Sport.
Erling Haaland og félagar í Manchester City eru væntanlegir á Stöð 2 Sport. vísir/getty

Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni frá keppnistímabilinu 2025/26 til 2027/28.

Samstarf Sýnar og Premier League á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1997 og það er sérstaklega mikið ánægjuefni að enska úrvalsdeildin er að koma aftur heim á Stöð 2 Sport.

Íslenskir neytendur munu geta nálgast allt vinsælasta íþróttaefni sem boðið er upp á í íslensku sjónvarpi á einum stað.

„Með því að tryggja okkur réttinn að enska boltanum er mikilvægum áfanga náð og við ætlum okkur að sinna þessu verkefni af þeim mikla metnaði og ástríðu sem einkennir Stöð 2 Sport. Með kaupunum sjáum við mikil tækifæri fyrir félagið Sýn í heild,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar.

„Við á Stöð 2 Sport erum himinlifandi með að hafa endurheimt enska boltann. Við hlökkum til að gera sterkustu deild heims eins góð skil og mögulegt er með okkar hæfileikaríka fólki og leyfa landsmönnum öllum að njóta þess að sitja í besta sætinu með okkur á Stöð 2 Sport,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþróttadeildar Sýnar.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag sjónvarpsáskrifta og vöruframboð verða veittar þegar nær dregur.

Vísir er í eigu Sýnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×