McIlroy tekur sér í frí frá golfi eftir „erfiðasta daginn“ á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 09:31 Rory McIlroy missti frá sér sigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu. Getty/Jared C. Tilton Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy klúðraði dauðafæri að vinna langþráðan risatitil á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi um helgina. Hinn 35 ára gamli McIlroy var með tveggja högga forskot undir lok mótsins en tapaði þremur höggum á síðustu fjórum holunum. Rory McIlroy has commented for the first time since his US Open heartbreak 💬 pic.twitter.com/WGNAxGLpdL— Sky Sports Golf (@SkySportsGolf) June 18, 2024 Hann hefur unnið fimm risatitla á ferlinum en engan frá árinu 2014. Klúður hans gaf Bandaríkjamanninum Bryson DeChambeau tækifæri til að tryggja sér sigur á mótinu sem og hann nýtti. McIlroy óskaði Bryson til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlum sínum en Norður-Írinn talaði einnig um klúðrið sitt. Honum tókst ekki að nýta pútt af stuttu færi á bæði sextándu og átjándu holunni. „Sunnudagurinn var erfiður dagur. Líklega erfiðasti dagurinn á sautján ára ferli mínum sem atvinnukylfingur,“ skrifaði Rory McIlroy. „Þegar ég horfi til baka yfir mótið þá sé ég eftir nokkrum hlutum og þá sérstaklega púttunum á sextándu og átjándu á lokadeginum,“ skrifaði McIlroy. „Eins og alltaf þá reyni ég samt að horfa frekar á það jákvæða en það neikvæða og það voru miklu fleiri jákvæðir hlutir en neikvæðir á þessu móti. Ég sagði það fyrir mótið að mér finnst ég vera nær sigri á risasmóti en ég hef nokkurn tímann verið áður,“ skrifaði McIlroy. „Ég ætla núna að taka mér nokkra vikna frí frá golfi til að meta stöðuna og byggja mig aftur upp fyrir titilvörn mína á Opna skoska mótinu og svo fyrir Opna breska á Royal Troon,“ skrifaði McIlroy. Opna skoska meistaramótið efst 11. júlí og Opna breska meistaramótið hefst viku síðar. pic.twitter.com/fD9NvqFXav— Rory McIlroy (@McIlroyRory) June 17, 2024 Golf Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Hinn 35 ára gamli McIlroy var með tveggja högga forskot undir lok mótsins en tapaði þremur höggum á síðustu fjórum holunum. Rory McIlroy has commented for the first time since his US Open heartbreak 💬 pic.twitter.com/WGNAxGLpdL— Sky Sports Golf (@SkySportsGolf) June 18, 2024 Hann hefur unnið fimm risatitla á ferlinum en engan frá árinu 2014. Klúður hans gaf Bandaríkjamanninum Bryson DeChambeau tækifæri til að tryggja sér sigur á mótinu sem og hann nýtti. McIlroy óskaði Bryson til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlum sínum en Norður-Írinn talaði einnig um klúðrið sitt. Honum tókst ekki að nýta pútt af stuttu færi á bæði sextándu og átjándu holunni. „Sunnudagurinn var erfiður dagur. Líklega erfiðasti dagurinn á sautján ára ferli mínum sem atvinnukylfingur,“ skrifaði Rory McIlroy. „Þegar ég horfi til baka yfir mótið þá sé ég eftir nokkrum hlutum og þá sérstaklega púttunum á sextándu og átjándu á lokadeginum,“ skrifaði McIlroy. „Eins og alltaf þá reyni ég samt að horfa frekar á það jákvæða en það neikvæða og það voru miklu fleiri jákvæðir hlutir en neikvæðir á þessu móti. Ég sagði það fyrir mótið að mér finnst ég vera nær sigri á risasmóti en ég hef nokkurn tímann verið áður,“ skrifaði McIlroy. „Ég ætla núna að taka mér nokkra vikna frí frá golfi til að meta stöðuna og byggja mig aftur upp fyrir titilvörn mína á Opna skoska mótinu og svo fyrir Opna breska á Royal Troon,“ skrifaði McIlroy. Opna skoska meistaramótið efst 11. júlí og Opna breska meistaramótið hefst viku síðar. pic.twitter.com/fD9NvqFXav— Rory McIlroy (@McIlroyRory) June 17, 2024
Golf Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira