Ferðamaður fannst látinn og þriggja saknað á eyjum Grikklands Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júní 2024 08:33 Ferðamaður fannst látinn á strönd á eyjunni Mathraki, sem staðsett er nærri eyjunni Corfu. Getty Bandarískur ferðamaður sem leitað var að síðan á fimmtudaginn fannst látinn á grískri eyju nærri eyjunni Corfu í gær. Tikynnt hefur verið um hvörf þriggja ferðamanna á grískum ferðamannaeyjum síðastliðna viku. Lík mannsins fannst á strönd á eyjunni Mathraki, sem er hundrað íbúa eyja vestan eyjunnar Corfu. Ferðafélagi mannsins tilkynnti um hvarf hans á fimmtudag en þá hafði ekki sést til hans í tvo daga. Nánari upplýsingar um manninn liggja ekki fyrir. Bylgja mannshvarfa og dauðsfalla ferðamanna virðist nú herja á grísku eyjarnar. Flestir, ef ekki allir ferðamennirnir sem leitað hefur verið að eiga það sameiginlegt að hafa haldið af stað í göngu eða hjólatúr í miklum hita og ekki snúið aftur. Á laugardag fannst lík 74 ára gamals hollensks ferðamanns í gili á eyjunni Samos. Hann hafði verið týndur í tæpa viku en fannst um þrjú hundruð metrum frá því svæði sem síðast hafði sést til hans. Sjónvarpslæknirinn Michael Mosley fannst látinn á Eyjunni Symi síðasta sunnudag. Talið er að hann hafi verið látinn í fjóra daga þegar hann fannst og hann hafi látist af náttúrulegum orsökum. Á eyjunni Sikinos á eyjaklasanum Hringeyjum í Eyjahafi var á föstudaginn tilkynnt um hvarf tveggja franskra kvenna, 64 og 73 ára. Þeirra er enn leitað. Þá var tilkynnt um hvarf 59 ára gamals bandarísks ferðamanns á þriðjudaginn og stendur leit að honum enn yfir. Grikkland Tengdar fréttir Lést af náttúrulegum orsökum Breski sjónvarpslæknirinn, Michael Mosley, sem fannst látinn í gær á grísku eyjunni Symi lést af náttúrulegum orsökum samkvæmt fyrstu krufningu sem var framkvæmd á líki hans í dag. 10. júní 2024 13:34 Talið að lík Mosley sé fundið Lík af manni hefur fundist í helli við grísku eyjuna Symi. Talið er að þar sé um að ræða breska sjónvarpsmanninn Michael Mosley sem hefur verið saknað síðan á miðvikudag. 9. júní 2024 08:23 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Lík mannsins fannst á strönd á eyjunni Mathraki, sem er hundrað íbúa eyja vestan eyjunnar Corfu. Ferðafélagi mannsins tilkynnti um hvarf hans á fimmtudag en þá hafði ekki sést til hans í tvo daga. Nánari upplýsingar um manninn liggja ekki fyrir. Bylgja mannshvarfa og dauðsfalla ferðamanna virðist nú herja á grísku eyjarnar. Flestir, ef ekki allir ferðamennirnir sem leitað hefur verið að eiga það sameiginlegt að hafa haldið af stað í göngu eða hjólatúr í miklum hita og ekki snúið aftur. Á laugardag fannst lík 74 ára gamals hollensks ferðamanns í gili á eyjunni Samos. Hann hafði verið týndur í tæpa viku en fannst um þrjú hundruð metrum frá því svæði sem síðast hafði sést til hans. Sjónvarpslæknirinn Michael Mosley fannst látinn á Eyjunni Symi síðasta sunnudag. Talið er að hann hafi verið látinn í fjóra daga þegar hann fannst og hann hafi látist af náttúrulegum orsökum. Á eyjunni Sikinos á eyjaklasanum Hringeyjum í Eyjahafi var á föstudaginn tilkynnt um hvarf tveggja franskra kvenna, 64 og 73 ára. Þeirra er enn leitað. Þá var tilkynnt um hvarf 59 ára gamals bandarísks ferðamanns á þriðjudaginn og stendur leit að honum enn yfir.
Grikkland Tengdar fréttir Lést af náttúrulegum orsökum Breski sjónvarpslæknirinn, Michael Mosley, sem fannst látinn í gær á grísku eyjunni Symi lést af náttúrulegum orsökum samkvæmt fyrstu krufningu sem var framkvæmd á líki hans í dag. 10. júní 2024 13:34 Talið að lík Mosley sé fundið Lík af manni hefur fundist í helli við grísku eyjuna Symi. Talið er að þar sé um að ræða breska sjónvarpsmanninn Michael Mosley sem hefur verið saknað síðan á miðvikudag. 9. júní 2024 08:23 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Lést af náttúrulegum orsökum Breski sjónvarpslæknirinn, Michael Mosley, sem fannst látinn í gær á grísku eyjunni Symi lést af náttúrulegum orsökum samkvæmt fyrstu krufningu sem var framkvæmd á líki hans í dag. 10. júní 2024 13:34
Talið að lík Mosley sé fundið Lík af manni hefur fundist í helli við grísku eyjuna Symi. Talið er að þar sé um að ræða breska sjónvarpsmanninn Michael Mosley sem hefur verið saknað síðan á miðvikudag. 9. júní 2024 08:23