Ronaldo hlustaði ekki á meðan aðrir vildu Ancelotti eða Zidane Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2024 09:30 Ronaldo hafði lítinn áhuga á því sem Ten Hag hafði að segja. Matthew Ashton/Getty Images Það hefur mikið gengið á hjá Manchester United síðan Erik Ten Hag tók við liðinu sumarið 2022. Hann verður áfram með liðið eftir en eftir slaka spilamennsku í bæði deild og Evrópu á nýafstaðinni leiktíð skoðaði félagið þjálfaramarkaðinn áður en það ákvað að halda Hollendingnum. The Athletic greinir nú frá því sem fram hefur gengið á hjá félaginu undanfarin misseri en Ten Hag hefur þurft að glíma við ótrúlega hluti bæði innan vallar sem utan. Það var snemma ljóst að Cristiano Ronaldo og leikstíll Ten Hag áttu ekki skap saman en upphaflega vildi sá hollenski spila af mikilli ákefð og pressa hátt, eitthvað sem leikmannahópur Man United var ófær um. Ten Hag var tilbúinn að gefa Ronaldo smá slaka og í stað þess að biðja hann um þrjú pressuhlaup, sem hann myndi biðja yngri leikmenn um, þá var þeim fækkað niður í tvö. Sem dæmi ef Ronaldo myndi pressa varnarmann þá ætti hann að pressa næstu sendingu eftir á og svo skila sér niður í stöðu ef það bæri ekki árangur. Þrátt fyrir að þjálfarateymið færi yfir þetta með Ronaldo og hafi ítrekað beðið Portúgalann um þetta þá sýndi hann engan vilja til þess á æfingum né í leikjum samkvæmt heimildum The Athletic. Á endanum var Ronaldo svo gefinn til Sádi-Arabíu þar sem hann nýtur sín í botn og skorar og skorar án þess þó að vinna þá titla sem skipta máli. ■ Ten Hag's principles, tensions with Casemiro & Varane■ Vegas night out & complaints of “bad cop, bad cop”■ Transfer letdowns & wait for doctor■ Brailsford and Rashford's one-on-oneInside the #MUFC season that put Erik ten Hag under review📝 @lauriewhitwell— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 14, 2024 Þá voru Casemiro og Raphael Varane ekki hrifnir af leikstíl eða æfingaálagi Ten Hag. Nefndu þeir Zinedine Zidane og Carlo Ancelotti, tvo af þeim mönnum sem þjálfuðu þá hjá Real Madríd, sem dæmi um þjálfara sem gæfu leikmönnum meira frjálsræði innan vallar sem utan. Ofan á þetta hefur Ten Hag þurft að glíma við Jadon Sancho sem fór í fýlu eftir að gagnrýna þjálfarann opinberlega, kynferðisofbeldismál Mason Greenwood og þar fram eftir götunum. Með nýju eignarhaldi virðist þó vera að rofa til og það verður forvitnilegt að sjá hvað Man United gerir á leikmannamarkaðnum í sumar. Liðið hefur nú þegar boðið í Jarrad Branthwaite, miðvörð Everton, og er orðað við Matthijs de Ligt, miðvörð Bayern München og fyrrum lærisvein Ten Hag hjá Ajax. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira
Hann verður áfram með liðið eftir en eftir slaka spilamennsku í bæði deild og Evrópu á nýafstaðinni leiktíð skoðaði félagið þjálfaramarkaðinn áður en það ákvað að halda Hollendingnum. The Athletic greinir nú frá því sem fram hefur gengið á hjá félaginu undanfarin misseri en Ten Hag hefur þurft að glíma við ótrúlega hluti bæði innan vallar sem utan. Það var snemma ljóst að Cristiano Ronaldo og leikstíll Ten Hag áttu ekki skap saman en upphaflega vildi sá hollenski spila af mikilli ákefð og pressa hátt, eitthvað sem leikmannahópur Man United var ófær um. Ten Hag var tilbúinn að gefa Ronaldo smá slaka og í stað þess að biðja hann um þrjú pressuhlaup, sem hann myndi biðja yngri leikmenn um, þá var þeim fækkað niður í tvö. Sem dæmi ef Ronaldo myndi pressa varnarmann þá ætti hann að pressa næstu sendingu eftir á og svo skila sér niður í stöðu ef það bæri ekki árangur. Þrátt fyrir að þjálfarateymið færi yfir þetta með Ronaldo og hafi ítrekað beðið Portúgalann um þetta þá sýndi hann engan vilja til þess á æfingum né í leikjum samkvæmt heimildum The Athletic. Á endanum var Ronaldo svo gefinn til Sádi-Arabíu þar sem hann nýtur sín í botn og skorar og skorar án þess þó að vinna þá titla sem skipta máli. ■ Ten Hag's principles, tensions with Casemiro & Varane■ Vegas night out & complaints of “bad cop, bad cop”■ Transfer letdowns & wait for doctor■ Brailsford and Rashford's one-on-oneInside the #MUFC season that put Erik ten Hag under review📝 @lauriewhitwell— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 14, 2024 Þá voru Casemiro og Raphael Varane ekki hrifnir af leikstíl eða æfingaálagi Ten Hag. Nefndu þeir Zinedine Zidane og Carlo Ancelotti, tvo af þeim mönnum sem þjálfuðu þá hjá Real Madríd, sem dæmi um þjálfara sem gæfu leikmönnum meira frjálsræði innan vallar sem utan. Ofan á þetta hefur Ten Hag þurft að glíma við Jadon Sancho sem fór í fýlu eftir að gagnrýna þjálfarann opinberlega, kynferðisofbeldismál Mason Greenwood og þar fram eftir götunum. Með nýju eignarhaldi virðist þó vera að rofa til og það verður forvitnilegt að sjá hvað Man United gerir á leikmannamarkaðnum í sumar. Liðið hefur nú þegar boðið í Jarrad Branthwaite, miðvörð Everton, og er orðað við Matthijs de Ligt, miðvörð Bayern München og fyrrum lærisvein Ten Hag hjá Ajax.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira