Innlent

Út­lendinga­frum­varpið hefur verið sam­þykkt

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm

Útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra hefur verið samþykkt á Alþingi. Atkvæðagreiðslunni lauk fyrir skemmstu.

Þingmenn ríkisstjórnarinnar greiddu allir atkvæði með frumvarpinu ásamt þingmönnum Miðflokksins og Flokks fólksins. Þingmenn Samfylkingarinnar og þingmenn Viðreisnar sátu hjá en þingmenn Pírata greiddu atkvæði gegn frumvarpinu.

„Markmið frumvarpsins eru skýr í þessum mikilvæga málaflokki. Þau eru eins og hér hefur komið fram að samræma okkar löggjöf löggjöf Norðurlandanna en einnig að taka hér út úr okkar löggjöf séríslenskar málsmeðferðarreglur,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fyrir atkvæðagreiðsluna.

„Ég fagna því einnig að það sé komin fram heildstæð sýn og stefna í málaflokknum sem ríkisstjórnin sammæltist um hér fyrr í vetur og þetta frumvarp er mikilvægur liður í þeirri stefnu,“ sagði Guðrún.

Alls greiddu 42 þingmenn atkvæði með frumvarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×