Frábær mörk og óvæntur stórsigur Rúmena á Úkraínumönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2024 14:55 Rúmenar fagna hér þriðja marki sínu í leiknum. Þeir komu mörgum á óvart með frammistöðu sinni í dag. Getty/Shaun Botterill/ Þessi úrslit eru mikið áfall fyrir Íslandsbanana í Úkraínu en fyrir leikinn var búist við miklu meira af liðinu. Rúmenar voru bara mun orkumeiri og skipulagðari í þessum leik á meðan leikplan Úkraínu fær falleinkunn. Stuðningsmenn Rúmeníu gáfu tóninn með frábærum stuðningi og leikmennirnir svöruðu með frábærri frammistöðu inn á vellinum. Úkraínumenn voru vissulega mun meira með boltann framan af leik en þeir voru algjörlega bitlausir á síðasta þriðjungnum. Þeir voru síðan slegnir út af laginu með laglegum langskotum mótherjanna. Frábært mark Nicolae Stanciu, fyrirliða Rúmena, skilaði Rúmenum eins marks forystu í hálfleik og þeir byrjuðu síðan seinni hálfleikinn frábærlega. Markið sitt skoraði Stanciu með stórglæsilegu langskoti eftir að Andriy Lunin, markvörður Úkraínu, átti skelfilega sendingu frá markinu sínu. Rúmenar unnu boltann og Stanciu átti frábært skot upp í fjærhornið. Stanciu var stuttu seinna næstum því búinn að skora beint úr hornspyrnu. Það bjuggust eflaust flestir við ákveðnum Úkraínumönnum í seinni hálfleiknum en raunin var önnur. Tvö mörk Rúmena á fjögurra mínútna kafla gerðu út um leikinn. Fyrra markið skoraði Razvan Marin með öðru skoti af löngu færi en hitt skoraði Denis Dragusaf stuttu færi eftir að Rúmenar komu Úkraínumönnum á óvart með því að taka hornspyrnu stutt og hratt. Klukkutími liðinn og Rúmenar komnir þremur mörkum yfir. Úkraínumenn reyndu að laga stöðuna á síðasta hálftíma leiksins og fengu færi til þess. Þeir náðu þó ekki að skora og eru komnir í slæma stöðu í riðlinum eftir aðeins einn leik. EM 2024 í Þýskalandi
Þessi úrslit eru mikið áfall fyrir Íslandsbanana í Úkraínu en fyrir leikinn var búist við miklu meira af liðinu. Rúmenar voru bara mun orkumeiri og skipulagðari í þessum leik á meðan leikplan Úkraínu fær falleinkunn. Stuðningsmenn Rúmeníu gáfu tóninn með frábærum stuðningi og leikmennirnir svöruðu með frábærri frammistöðu inn á vellinum. Úkraínumenn voru vissulega mun meira með boltann framan af leik en þeir voru algjörlega bitlausir á síðasta þriðjungnum. Þeir voru síðan slegnir út af laginu með laglegum langskotum mótherjanna. Frábært mark Nicolae Stanciu, fyrirliða Rúmena, skilaði Rúmenum eins marks forystu í hálfleik og þeir byrjuðu síðan seinni hálfleikinn frábærlega. Markið sitt skoraði Stanciu með stórglæsilegu langskoti eftir að Andriy Lunin, markvörður Úkraínu, átti skelfilega sendingu frá markinu sínu. Rúmenar unnu boltann og Stanciu átti frábært skot upp í fjærhornið. Stanciu var stuttu seinna næstum því búinn að skora beint úr hornspyrnu. Það bjuggust eflaust flestir við ákveðnum Úkraínumönnum í seinni hálfleiknum en raunin var önnur. Tvö mörk Rúmena á fjögurra mínútna kafla gerðu út um leikinn. Fyrra markið skoraði Razvan Marin með öðru skoti af löngu færi en hitt skoraði Denis Dragusaf stuttu færi eftir að Rúmenar komu Úkraínumönnum á óvart með því að taka hornspyrnu stutt og hratt. Klukkutími liðinn og Rúmenar komnir þremur mörkum yfir. Úkraínumenn reyndu að laga stöðuna á síðasta hálftíma leiksins og fengu færi til þess. Þeir náðu þó ekki að skora og eru komnir í slæma stöðu í riðlinum eftir aðeins einn leik.