Sport

Ætla ellefu sinnum upp Esjuna og safna á­heitum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hafdís og Elísa eru vanar því að vera á toppnum.
Hafdís og Elísa eru vanar því að vera á toppnum. mynd/aðsend

Ofurhlaupararnir Elísa Kristinsdóttir og Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir ætla sér að hlaupa mikið eftir tíu daga.

Þær ætla nefnilega að fara ellefu ferðir upp og niður Esjuna og það til styrktar góðu málefni.

Þær stöllur eru ekki óvanar því að hlaupa þessa leið og hafa sett stefnuna á 300 ferðir á þessu ári.

Elísa varð landsfræg á dögunum er hún hljóp 375,2 kílómetra í Bakgarðshlaupi á dögunum.

Stelpurnar eru að safna áheitum fyrir samtökin Ekki gefast upp sem er líkamsrækt fyrir ungt fólk sem glímir við kvíða eða þunglyndi. Þær vilja hjálpa ungmennum að sigra sitt fjall. Hægt er að styrkja verkefnið með því að með því að leggja inn á reikning 0133-26-013127, kt: 550917-0250.

Hlaupið fer fram 24. júni og eiga örugglega margir eftir að veita þeim félagsskap í hlaupinu.


Tengdar fréttir

„Grét rosa mikið út af öllu og engu“

Þrátt fyrir að hafa lent í öðru sæti kom Elísa Kristinsdóttir, sá og sigraði í Bakgarðshlaupinu um nýliðna helgi. Hún er einstæð móðir í fullu starfi sem nær engu að síður að hlaupa yfir 100 kílómetra á viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×