Lífið

Tignar­leg miðbæjaríbúð Helgu Ólafs til sölu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Helga Ólafsdóttir
Helga Ólafsdóttir Hönnunarmiðstöð

Helga Ólafsdóttir fata­hönnuður og stjórnandi HönnunarMars hefur sett bjarta og tignarlega íbúð við Njálsgötu í Reykjavík á sölu. Húsið var byggt árið 1927. Ásett verð er 79,9 milljónir.

Um er að ræða vel skipulagða íbúð í reisulegu þríbýli á horni Barónstígs og Njálsgötu. Íbúðin var mikið endurnýjuð árið 2021 og er útkoman afar glæsileg. 

Fasteignaljósmyndun

Stofa, borðstofa og eldhús eru í samliggjandi og rúmgóðu rými sem einkennist af miklum sjarma. Gluggar í frönskum stíl, bogadregnir veggir og mínímalískur stíll einkenna eignina.

Í eldhúsi má sjá ljósfjólubláan lit á veggjum sem kemur einstaklega vel út við hvíta eldhúsinnréttingu og viðarborðplötu. 

Hjónaherbergi var gert úr hluta af stofu, það er rúmgott og bjart og með aðgengi út á svalir til suðurs. Auk þess eru eitt barnaherbergi og eitt baðherbergi.

Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun

Helga, sem hefur oft verið kennd við barnafatamerkið Igló og Indí, tók við starfi stjórnanda Hönnunarmars í desember árið 2022. Hún er með BA gráðu í fatahönnun og vöruþróun frá Hellerup Textile College í Kaupmannahöfn og fatahönnun frá Kent Institute of Art and Design á Englandi.

Nánári upplýsingar á fasteignavef Vísis.


Tengdar fréttir

„Stundum finnst mér ég getað sigrað heiminn“

Helga Ólafsdóttir, hönnuður og stjórnandi Hönnunarmars, hefur alla tíð verið mikið borgarbarn og ævintýragjörn. Helga var aðeins sautján ára gömul þegar hún flutti að heiman frá Akureyri og fór í Menntaskólann í Reykjavík. Hún segist verða óróleg þegar hún er á Íslandi og verði því að fara reglulega erlendis, eða einu sinni í mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.