Íslensk lopapeysa flutt milli heimsálfa vegna mestu eftirsjár ævinnar Jón Þór Stefánsson skrifar 14. júní 2024 10:47 Celia Robbins var himinlifandi með íslensku lundapeysuna. X/Celia Robbins Stærsta eftirsjá hinnar bandarísku Celiu Robbins var að kaupa ekki lopapeysu með lundamyndum þegar hún var á Íslandi árið 2021. Það var að minnsta kosti það sem hún svaraði fjórtán ára gamalli dóttur hennar þegar hún spurði hana út í hvað það væri sem hún iðraðist mest í lífi sínu. Ekki löngu seinna var Celia komin með slíka lopapeysu í hendurnar. Það var fyrir tilstilli tísts Celiu á samfélagsmiðlinum X þar sem hún greindi frá spurningu dótturinnar í byrjun mánaðarins. „Dóttir mín spurði: Sérðu eftir einhverju mamma? Ég áttaði mig á því að hún vildi dýpra svar, en hugur minn reikaði alltaf aftur að þessari lundapeysu sem ég sá á Íslandi,“ skrifaði hún og birti mynd af peysunni. „Nú eru þrjú ár liðin síðan ég sá hana í búðinni þar og ég sé enn eftir því að hafa ekki keypt hana.“ Dave nokkur Wiskus, forstjóri bandarísku streymissíðunnar Nebula, brást við tísti Celiu. Hann sagði sína eftirsjá vera að hann hefði einmitt keypt samskonar peysu á Íslandi árið 2022. „Ég sé eftir því að hafa keypt einmitt svona peysu handa eiginkonu minni fyrir tveimur árum. Hún hefur aldrei notað hana. Ég er í New York-borg. Ef þú sérð um flutningskostnað þá er hún þín.“ My regret is that I bought this exact sweater for my wife two years ago. She has worn it zero times. I’m in NYC. Cover shipping and it’s yours.— Dave Wiskus (@dwiskus) June 3, 2024 Tíu dögum eftir tíst Celiu var peysan komin frá New York í hendur hennar í Berlín, þar sem hún er búsett. „Auðvitað hljómar það eins og minni háttar eftirsjá, en ég er viss um að margir geti tengt við þetta!“ skrifaði hún á X og birti mynd af sér í peysunni. „En Dave Wiskus lét ósk mína raungerast. Peysan kom frá New York til Berlínar á mettíma.“ People are amazing! Just 10 days ago, I shared a thought about one of my regrets in life. Of course, not buying a sweater sounds like a minor regret, but SO MANY could relate!And then @dwiskus made my wish a reality. This sweater made it from NYC to Berlin in record time! 🐧 https://t.co/cWArXbQnxu pic.twitter.com/hgf0yl9tgC— Celia (@CeliaBedelia) June 12, 2024 Bandaríkin Þýskaland Tíska og hönnun Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Ekki löngu seinna var Celia komin með slíka lopapeysu í hendurnar. Það var fyrir tilstilli tísts Celiu á samfélagsmiðlinum X þar sem hún greindi frá spurningu dótturinnar í byrjun mánaðarins. „Dóttir mín spurði: Sérðu eftir einhverju mamma? Ég áttaði mig á því að hún vildi dýpra svar, en hugur minn reikaði alltaf aftur að þessari lundapeysu sem ég sá á Íslandi,“ skrifaði hún og birti mynd af peysunni. „Nú eru þrjú ár liðin síðan ég sá hana í búðinni þar og ég sé enn eftir því að hafa ekki keypt hana.“ Dave nokkur Wiskus, forstjóri bandarísku streymissíðunnar Nebula, brást við tísti Celiu. Hann sagði sína eftirsjá vera að hann hefði einmitt keypt samskonar peysu á Íslandi árið 2022. „Ég sé eftir því að hafa keypt einmitt svona peysu handa eiginkonu minni fyrir tveimur árum. Hún hefur aldrei notað hana. Ég er í New York-borg. Ef þú sérð um flutningskostnað þá er hún þín.“ My regret is that I bought this exact sweater for my wife two years ago. She has worn it zero times. I’m in NYC. Cover shipping and it’s yours.— Dave Wiskus (@dwiskus) June 3, 2024 Tíu dögum eftir tíst Celiu var peysan komin frá New York í hendur hennar í Berlín, þar sem hún er búsett. „Auðvitað hljómar það eins og minni háttar eftirsjá, en ég er viss um að margir geti tengt við þetta!“ skrifaði hún á X og birti mynd af sér í peysunni. „En Dave Wiskus lét ósk mína raungerast. Peysan kom frá New York til Berlínar á mettíma.“ People are amazing! Just 10 days ago, I shared a thought about one of my regrets in life. Of course, not buying a sweater sounds like a minor regret, but SO MANY could relate!And then @dwiskus made my wish a reality. This sweater made it from NYC to Berlin in record time! 🐧 https://t.co/cWArXbQnxu pic.twitter.com/hgf0yl9tgC— Celia (@CeliaBedelia) June 12, 2024
Bandaríkin Þýskaland Tíska og hönnun Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira