Markahæstur í sögu KA með hundrað mörk: „ Vonandi fer ég í 150” Árni Gísli Magnússon skrifar 13. júní 2024 21:04 Hallgrímur Mar Steingrímsson skráði sig í sögubækur KA í kvöld. vísir / vilhelm Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði sitt hundraðasta mark fyrir KA og varð í leiðinni markahæsti leikmaður í sögu félagsins þegar hann gulltryggði KA sigur gegn Fram í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í leik sem fram fór á Akureyri. Bjarni Aðalsteinsson skoraði fyrstu tvö mörk leiksins áður en Hallgrímur setti þriðja markið og lokatölur því 3-0. „Bara heiður. Ég er búinn stefna að þessu síðan í fyrra allavega og ég hef verið nálægt þessu. Það var bara mjög góð tilfinning að vera búinn að brjóta þennan múr þannig vonandi verða bara enn fleiri mörk. Vonandi fer ég í 150.” Varstu meðvitaður um að þetta væri þitt hundraðasta mark þegar vallarþulurinn tilkynnti það strax eftir markið? „Nei, án djóks þá ég hélt ég að ég ætti tvö mörk eftir í þetta en það var illa gott að heyra þetta svona óvænt, þá fékk ég svona smá gæsahúð.” KA hefur farið illa af stað í Bestu deildinni og situr í næðstneðsta sæti deildarinnar en frammistaðan í dag var jafnvel sú besta hjá liðinu í sumar. „Jú, eða eins og ég sagði í öðru viðtali þá hefur alveg frammistaðan verið góð í mörgum leikjum þó að úrslitin hafi verið ömurleg en svona heilt yfir vorum við alvöru lið í dag og sýndum af hverju við erum í þessu, þannig jú heildar frammistaðan í dag var örugglega sú langbesta með varnarleik og öllu.” KA hefur lekið inn mörkum í Bestu deildinni og hafa fengið á sig flest mörk allra liða en liðið hélt hreinu í dag sem boðar gott. „Það var virkilega ljúft, ég veit ekki hvort við höfum haldið hreinu í sumar, kannski einu sinni eða eitthvað, en já það var kominn tími á þetta.” „Ég ætla að vona að menn noti þetta í næstu leikjum og við loksins sýndum frammistöðu sem við höfum verið að sýna síðustu ár. Við erum með sama lið og síðustu tvö til þrjú ár þannig að við höfum gæðin, við þurfum bara að spila sem lið og nenna að hafa fyrir þessu því það er miklu skemmtilegra að vinna fótboltaleiki heldur en að tapa þeim.” KA hefur verið heppið með heimaleiki í bikardrættinum og Hallgrímur óskar sér að sjálfsögðu heimaleiks í undanúrslitum. „Já, eins og ég sagði áðan, þetta eru Stjarnan, Víkingur og Valur; allt frábært lið þannig lykilatriði að fá heimaleik, sérstaklega ef veðrið verður eins og í dag verður það frábært”, sagði stoltur Hallgrímur að endingu en leikurinn fór fram í glampandi sól og hita. Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Bjarni Aðalsteinsson skoraði fyrstu tvö mörk leiksins áður en Hallgrímur setti þriðja markið og lokatölur því 3-0. „Bara heiður. Ég er búinn stefna að þessu síðan í fyrra allavega og ég hef verið nálægt þessu. Það var bara mjög góð tilfinning að vera búinn að brjóta þennan múr þannig vonandi verða bara enn fleiri mörk. Vonandi fer ég í 150.” Varstu meðvitaður um að þetta væri þitt hundraðasta mark þegar vallarþulurinn tilkynnti það strax eftir markið? „Nei, án djóks þá ég hélt ég að ég ætti tvö mörk eftir í þetta en það var illa gott að heyra þetta svona óvænt, þá fékk ég svona smá gæsahúð.” KA hefur farið illa af stað í Bestu deildinni og situr í næðstneðsta sæti deildarinnar en frammistaðan í dag var jafnvel sú besta hjá liðinu í sumar. „Jú, eða eins og ég sagði í öðru viðtali þá hefur alveg frammistaðan verið góð í mörgum leikjum þó að úrslitin hafi verið ömurleg en svona heilt yfir vorum við alvöru lið í dag og sýndum af hverju við erum í þessu, þannig jú heildar frammistaðan í dag var örugglega sú langbesta með varnarleik og öllu.” KA hefur lekið inn mörkum í Bestu deildinni og hafa fengið á sig flest mörk allra liða en liðið hélt hreinu í dag sem boðar gott. „Það var virkilega ljúft, ég veit ekki hvort við höfum haldið hreinu í sumar, kannski einu sinni eða eitthvað, en já það var kominn tími á þetta.” „Ég ætla að vona að menn noti þetta í næstu leikjum og við loksins sýndum frammistöðu sem við höfum verið að sýna síðustu ár. Við erum með sama lið og síðustu tvö til þrjú ár þannig að við höfum gæðin, við þurfum bara að spila sem lið og nenna að hafa fyrir þessu því það er miklu skemmtilegra að vinna fótboltaleiki heldur en að tapa þeim.” KA hefur verið heppið með heimaleiki í bikardrættinum og Hallgrímur óskar sér að sjálfsögðu heimaleiks í undanúrslitum. „Já, eins og ég sagði áðan, þetta eru Stjarnan, Víkingur og Valur; allt frábært lið þannig lykilatriði að fá heimaleik, sérstaklega ef veðrið verður eins og í dag verður það frábært”, sagði stoltur Hallgrímur að endingu en leikurinn fór fram í glampandi sól og hita.
Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira