Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júní 2024 20:40 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Sigurjón Ólason Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. Eldgosið sem núna stendur yfir hófst með miklum látum fyrir fimmtán dögum. Í nýju yfirliti sem Veðurstofan birti í dag segir að hraunbreiðan í þessu gosi sé sú stærsta að flatar- og rúmmáli í þeim fimm eldgosum sem orðið hafa á svæðinu frá því í desember. En það er fleira sem Þorvaldur Þórðarson les úr nýjustu gögnum: Flæði kviku úr dýpra kvikuhólfinu undir Svartsengi, sem fæðir eldgosin, heldur áfram að minnka. Yfirstandandi eldgos hófst þann 29. maí síðastliðinn.Vilhelm Gunnarsson „Það er svona á bilinu fjórir til sex rúmmetrar á sekúndu. Og þetta er mun minna en var fyrir jól. Þá var þetta um það bil níu rúmmetrar á sekúndu. Þannig að þetta hefur eiginlega helmingast og virðist vera á niðurleið. Og halda áfram að vera á niðurleið. Og ef fer sem horfir þá náum við núllpunktinum í lok sumars,” segir eldfjallafræðingurinn í fréttum Stöðvar 2. Hann segir eldfjallafræðin miða við að gosum ljúki þegar kvikuflæðið sé komið niður í tvo til þrjá rúmmetra á sekúndu. En verður þetta þá hugsanlega síðasta gosið? „Umbrotin gætu stöðvast þá síðsumars. Þetta gæti orðið síðasta gosið í þessari hrinu.” -En telur hann þá að umbrotum á þessu svæði geti þar með verið lokið? „Já, það eru góðar líkur á því að þetta séu eiginlega andarslitrurnar á þessum umbrotum á Sundhnúkareininni. Svo er bara spurning hvað kemur næst.” Varnargarðar umlykja núna Grindavík að mestu.Arnar Halldórsson -Gætu menn þá jafnvel síðsumars farið að huga að því að byggja Grindavík aftur? „Ég mundi halda það, já. Og maður náttúrlega heldur í þá von að það verði hægt. En það er náttúrlega er ýmislegt sem þarf að huga að áður en menn geta farið að flytja í bæinn. Það er fullt af sprungum þarna sem eru ennþá opnar og það getur vel verið að það haldist einhver hreyfing á þessum sprungum áfram eftir sumarið. Þannig að það þarf að leyfa þessu svona að jafna sig. En maður er að halda í þá von að það sé hægt að fara að huga að því að byggja upp Grindavík aftur bara með haustinu,” segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Nokkuð mikil gasmengun frá gosinu heldur áfram næstu daga Gasmengun frá eldgosinu við Sundhnúk er nokkuð mikil og líklegt er að hún haldi áfram næstu daga. Hraunbreiðan í þessu gosi er orðin 9,2 km2 og rúmmál um 41 milljón m3 og þar með sú stærsta síðan í desember 2023. 13. júní 2024 16:20 Landris hafið að nýju og má gera ráð fyrir öðru gosi Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi en það þýðir að það muni líklegast gjósa aftur á Reykjanesi. Áttunda eldgosið sem stendur yfir um þessar mundir mun því líklegast ekki verða það síðasta á svæðinu. 11. júní 2024 10:41 Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Eldgosið sem núna stendur yfir hófst með miklum látum fyrir fimmtán dögum. Í nýju yfirliti sem Veðurstofan birti í dag segir að hraunbreiðan í þessu gosi sé sú stærsta að flatar- og rúmmáli í þeim fimm eldgosum sem orðið hafa á svæðinu frá því í desember. En það er fleira sem Þorvaldur Þórðarson les úr nýjustu gögnum: Flæði kviku úr dýpra kvikuhólfinu undir Svartsengi, sem fæðir eldgosin, heldur áfram að minnka. Yfirstandandi eldgos hófst þann 29. maí síðastliðinn.Vilhelm Gunnarsson „Það er svona á bilinu fjórir til sex rúmmetrar á sekúndu. Og þetta er mun minna en var fyrir jól. Þá var þetta um það bil níu rúmmetrar á sekúndu. Þannig að þetta hefur eiginlega helmingast og virðist vera á niðurleið. Og halda áfram að vera á niðurleið. Og ef fer sem horfir þá náum við núllpunktinum í lok sumars,” segir eldfjallafræðingurinn í fréttum Stöðvar 2. Hann segir eldfjallafræðin miða við að gosum ljúki þegar kvikuflæðið sé komið niður í tvo til þrjá rúmmetra á sekúndu. En verður þetta þá hugsanlega síðasta gosið? „Umbrotin gætu stöðvast þá síðsumars. Þetta gæti orðið síðasta gosið í þessari hrinu.” -En telur hann þá að umbrotum á þessu svæði geti þar með verið lokið? „Já, það eru góðar líkur á því að þetta séu eiginlega andarslitrurnar á þessum umbrotum á Sundhnúkareininni. Svo er bara spurning hvað kemur næst.” Varnargarðar umlykja núna Grindavík að mestu.Arnar Halldórsson -Gætu menn þá jafnvel síðsumars farið að huga að því að byggja Grindavík aftur? „Ég mundi halda það, já. Og maður náttúrlega heldur í þá von að það verði hægt. En það er náttúrlega er ýmislegt sem þarf að huga að áður en menn geta farið að flytja í bæinn. Það er fullt af sprungum þarna sem eru ennþá opnar og það getur vel verið að það haldist einhver hreyfing á þessum sprungum áfram eftir sumarið. Þannig að það þarf að leyfa þessu svona að jafna sig. En maður er að halda í þá von að það sé hægt að fara að huga að því að byggja upp Grindavík aftur bara með haustinu,” segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Nokkuð mikil gasmengun frá gosinu heldur áfram næstu daga Gasmengun frá eldgosinu við Sundhnúk er nokkuð mikil og líklegt er að hún haldi áfram næstu daga. Hraunbreiðan í þessu gosi er orðin 9,2 km2 og rúmmál um 41 milljón m3 og þar með sú stærsta síðan í desember 2023. 13. júní 2024 16:20 Landris hafið að nýju og má gera ráð fyrir öðru gosi Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi en það þýðir að það muni líklegast gjósa aftur á Reykjanesi. Áttunda eldgosið sem stendur yfir um þessar mundir mun því líklegast ekki verða það síðasta á svæðinu. 11. júní 2024 10:41 Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Nokkuð mikil gasmengun frá gosinu heldur áfram næstu daga Gasmengun frá eldgosinu við Sundhnúk er nokkuð mikil og líklegt er að hún haldi áfram næstu daga. Hraunbreiðan í þessu gosi er orðin 9,2 km2 og rúmmál um 41 milljón m3 og þar með sú stærsta síðan í desember 2023. 13. júní 2024 16:20
Landris hafið að nýju og má gera ráð fyrir öðru gosi Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi en það þýðir að það muni líklegast gjósa aftur á Reykjanesi. Áttunda eldgosið sem stendur yfir um þessar mundir mun því líklegast ekki verða það síðasta á svæðinu. 11. júní 2024 10:41
Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44