Innlent

Er­lendum ríkis­borgurum fjölgaði sex sinnum meira en ís­lenskum

Árni Sæberg skrifar
Þjóðskrá heldur utan um helstu tölur um mannfjölda á Íslandi.
Þjóðskrá heldur utan um helstu tölur um mannfjölda á Íslandi. Vísir/Vilhelm

Alls voru 78.259 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. júní síðastliðinn og þeim fjölgaði um 3.836 frá 1. desember 2023 eða um 5,2 prósent. Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 659 eða um 0,2 prósent. Þannig fjölgaði erlendum ríkisborgurum um tæplega sex fyrir hvern íslenskan.

Þetta kemur fram í nýrri samantekt Þjóðskrár yfir fjölda erlendra ríkisborgara búsettra á Íslandi. 

Þar segir að ríkisborgurum frá Úkraínu og Palestínu haldi áfram að fjölga. Úkraínskum ríkisborgurum hafi fjölgað um 586 eða 14,9 prósent og ríkisborgurum frá Palestínu fjölgað um 166 eða 30,9 prósent. Pólskum ríkisborgurum hafi fjölgað um 546 og sé nú 26.158 pólskir ríkisborgarar með lögheimili á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×