Lífið

Daði keypti hús Jóns Jóns­sonar með mömmu sinni á yfirverði

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Daði var atvinnumaður í handbolta um árabil.
Daði var atvinnumaður í handbolta um árabil.

Daði Laxdal Gautason, fyrrverandi handboltamaður og framkvæmdarstjóri viðskiptaþróunar hjá Sisu Group, festi kaup á húsi tónlistarmannsins Jóns Jónssonar og eiginkonu hans Hafdísar Bjarkar Jónsdóttur tannlæknis. Móðir Daða, Hildigunnur Hilmarsdóttir, á rúmlega tuttugu prósent í húsinu með honum. Uppsett verð var 182 milljónir en mæðginin borguðu 185 millónir fyrir húsið.

Um er að ræða 231 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum við Lindarbraut 19 á Seltjarnarnesi. Við húsið er  59 fermetra sérstæður bílskúr og fallegur og skjólsæll garður með verönd, heitum potti og leiksvæði fyrir börn. 

Fasteignaljósmyndun

Húsið er afar sjarmerandi og hlýlega innréttað og hafa húsráðendur í gegnum tíðina nostrað við eiginina á vandaðan og smekklegan máta.

Þess má geta að Jón er ekki eini skemmtikrafturinn sem átt hefur heima í þessu húsi en Íþróttaálfurinn sjálfur, Magnús Scheving, átti þarna heima um árabil.

Ætla má að það eigi eftir að fara vel um Daða, kærustuna Þuríði Björgu Björgvinsdóttur, og dóttur þeirra Míu sem er eins árs. 

Daði og fjölskylda bjuggu áður við Grandaveg en þá eign átti Daði einnig með móður sinni.

Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun

Tengdar fréttir

Jón Jónsson selur glæsihús á Seltjarnarnesi

Söngvarinn og raunveruleikaþáttastjarnan Jón Jónsson hefur sett húsið sitt að Lindarbraut 19 á Seltjarnarnesi á sölu. Um er að ræða einstaklega fallegt einbýlishús á tveimur hæðum með bílskúr, verönd, heitum potti og góðri grillaðstöðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×