Með lygina að vopni Páll Hermannsson skrifar 12. júní 2024 16:00 Föstudaginn 22. mars síðast liðinn voru 137 manns drepnir á hljómleikum í Moskvu. Byggingin var eyðilögð. Pútín forseti Rússlands lýsti strax yfir að þarna hefðu verið á ferð hryðjuverkamenn með sterk tengsl við Úkraínu. Honum var ekki trúað utan Rússlands. Það voru afskaplega litlar líkur á samsekt Úkraínumanna. Þeir höfðu ekkert að græða á slíku athæfi og öllu að tapa, meðal annars almennri velvild í þeirra garð. Með innrás Rússa í Úkraínu voru alþjóðalög brotin að flestra dómi. Pútín er slétt sama um alþjóðalög. En sá hluti heims sem telst að einhverju leyti vestrænn, lagði upp í krossferð til varnar alþjóðalögum, og að koma í veg fyrir að Pútín tækist áætlunarverk sitt. Sami hópur vestrænna ríkja hefur haft allt aðra sýn á Ísrael og þá sem þar stjórna og stunda nú fjöldamorð á hernumdu landi, Gasa og landrán og morð á Vesturbakkanum. Ýmsir forystumanna þeirra líða ekki einungis, heldur hvetja til landráns og ofbeldis ribbalda sem halda því fram að guð hafi gefið þeim landið sem þeir ásælast. Bandaríkjamenn hafa lengst af varið Ísraelsstjórn í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, hvað sem á hefur gengið. Þeir hafa hamrað á að morðárás Hamas sé versti glæpur gegn gyðingum síðan í Helförinni. Sérstakur rannsakandi Sameinuðu Þjóðanna varðandi hernumdu svæðin í Palestínu, Francesca Albanese, bendir á í þessu sambandi á Twitter að fórnarlömb árásarinnar 7. október voru ekki drepin vegna gyðingaandúðar, heldur var árásin viðbrögð við áralangri kúgun Ísraela. Síonistar réðust umsvifalaust á hana og sökuðu hana um gyðingahatur. Hún svarar: „Ég harma að sumir skuli hafa túlkað tíst mitt sem „réttlætingu“ á glæpum Hamas, sem ég hef margsinnis fordæmt. Ég hafna hvers kyns kynþáttafordómum, þar á meðal gyðingahatri. Hins vegar: Með því að telja þessa glæpi stafa af „gyðingahatri“ er verið að hylja hina raunverulega ástæðu þess að þeir áttu sér stað.“ Alþjóðalög og reglur Eftir fyrri heimstyrjöldina var von manna að þjóðir heims gætu sameinast um stofnun eða stofnanir sem settu alþjóðalög samþykkt af stærstum hluta þjóða heims, sem viðmið um hvað sé rétt og hvað sé órétt. Að deilur yrðu leystar með úrskurðum byggðum á alþjóðalögum. Að það væri ekki bara vald hins sterka, hnefarétturinn sem ræður. Sameinuðu þjóðirnar, stofnanir þess og Alþjóðadómstóllinn og seinna Alþjóða glæpadómstóllinn eru skilgetin afkvæmi þessara hugsunar. Almennt, þá virðir Ísrael þessi lög og alþjóðasamfélagið að vettugi. Síonismi Síonismi er sú stefna að Ísrael komist upp með að leggja undir sig land sem var byggt öðrum, Palestínumönnum og í eigu þess fólks sem þar bjó. Í nútímanum gengur hún út frá kynþáttaraðskilnaðarstefnu, þar sem frumbyggjum er annars vegar haldið innan girðingar í Gasa þar sem íbúar búa við lágmarks efnaleg gæði, en ekkert öryggi og að þeir eygi enga von um betri framtíð. Á Vesturbakkanum og í Jerúsalem er sama þjóð í mörgum girðingum við stöðuga niðurlægingu og allt gert til að þar sé ekkert öryggi, hvorki varðandi líf heldur líka land. Í raun gengur síonismi í framkvæmd gegn flestu því sem ýmiss alþjóðleg ákvæði um mannréttindi kveða helst á um, sjálfsákvörðunarrétt og virðingu. Því er það, að margir gyðingar víða um heim vilja skilja á milli umræðu um mál gyðinga og mál síonista, því þar er fátt sameiginlegt nema uppruninn. Því má segja að allt það sem Ísrael tekur sér fyrir hendur til að hafa áhrif á alþjóðasamfélagið er til að komast upp með að brjóta alþjóðalög og samþykktir. Hlutverk meðsekra, sérstaklega Bandaríkjanna og þá Þjóðverja er að minnsta kosti að verja þessi brot og láta eins og þau hefðu ekki verið framin, eða að neita að taka þátt í að framfylgja lögum og koma í veg fyrir brot. Þannig hafa þeir meðseku vegna pólitískra hagsmuna, stundum vegna pólitísks þrýstings innanlands, gert brotin möguleg. Áður en haldið er lengra er rétt að huga að framferði síonista í vissu samhengi: „Við gyðingar stjórnum Bandaríkjunum“ „Hvert skipti sem við gerum eitthvað, þá segið þið að Bandaríkin bregðist við á þennan eða hinn háttinn. Við gyðingar stjórnum Bandaríkjunum og þeir vita það“ sagði Ariel Sharon forsætisráðherra Ísraels á ríkisstjórnarfundi í september 2001. Þetta var ekki bara karlagrobb yfirlýsingaglaðs og átakasækins manns. Þó að gyðingar séu einungis 2,4% af fólksfjölda Bandaríkjanna eru áhrif þeirra mikið meiri. Samtökin AIPAC, America Israel Political Action Comitee, sem vinnur að hagsmunum síonisma í Bandaríkjunum, auglýsa á vefsíðu sinni að 98% þeirra frambjóðenda sem þeir studdu með fjárframlögum í kosningum til þings 2022 unnu kosninguna, og að þeir lögðu meiri fjármagn beint til frambjóðenda en nokkur önnur slík samtök. Núna eru AIPAC á fullu við setja peninga í forval demókrata til að koma í veg fyrir að þeir sem ekki eru á sama báti og síonistar nái ekki kjöri og er það eini tilgangur þessa fjáraustur úr sjóðum auðugra einstaklinga að koma í veg fyrir að síonistar verði fyrir réttmætri gagnrýni, og að straumur fjár frá bandarískum skattgreiðendum til vopnakaupa fyrir Ísrael stöðvist ekki. Samkvæmt Open Secrets hafði Joe Biden, nú Bandaríkjaforseti fengið á árunum 1990-2024 5,8 milljóna dollara styrk frá „Pro-Israel“ styrkveitendum, rúmlega tvisvar sinnum meira en næsti stjórnmálamaður röðinni. Æ sér gjöf til gjalda? 7. október Laugardaginn 7. október brutust hermdarverkamenn frá hernumda svæðinu á Gasa út úr prísundinni og myrtu hundruð óbreyttra borgara, auk 256 hermanna sem í dagvinnu eru að drepa Palestínumenn eða gera þeim lífið djöfullegt, 52 lögreglumenn sem höfðu svipað hlutverk og 63 öryggisverði. Tala óbreyttra borgara sem létu lífið er talin 782, en þar af féllu nokkrir tugir, fyrir kúlum ísraelska hersins. Strax eftir árás Hamas á hermenn og saklausa borgara rétt utan við fangelsismúra Gasa, þegar síonistar voru alls óviðbúnir, bárust fréttir um alls konar illvirki, og heimurinn trúði. Ísrael hefur frá upphafi, rekið mikla áróðursmaskínu, sem meðal annars hefur útverði á Íslandi sem oft eru sjáanlegir í Morgunblaðinu, og taka þátt í atkvæðagreiðslum sönglagakeppninnar og Eurovision. Nasistar drápu á sínum tíma sex milljónir evrópskra gyðinga. Margir þeirra dóu vegna þess að ríki eins og Ísland, Bandaríkin og Bretland vildu ekki taka við flóttamönnum þrátt fyrir að stefna Hitlers væri ljós. Önnur lönd tóku á móti þeim, og nú er næsti forseti Mexíkó af gyðingaættum. 1948 Fyrsta lygaherferð Ísraels gekk út á að afneita NAKBA. Þegar Ísraelsríki var stofnað 14. maí 1948 höfðu síonistar drepið þúsundir (8−15 þúsund) Palestínumanna og hrakið 70% íbúa í Palestínu frá heimilum sínum, og stolið landi og eignum þeirra sem flúðu fyrir lífi sínu. Þann atburð kalla Palestínumenn NAKBA. Nemendum í skólum var kennt að íbúarnir hefðu flúið heimili sín vegna stríðsátaka, sem passar ekki, þar sem stór hluti árásanna áttu sér stað áður en til stríðs kom. Þeir hefðu varla logið, nema vegna þess að svona hryllilegar aðgerðir vekja óhug. Það var ekki talið gott til afspurnar að þessi „saklausa þjóð“ hreki fólk frá heimkynnum, steli landi og eignum og beiti fórnarlömb alls konar ofbeldi. Það var bannað að nefna NAKBA í Ísrael. Sumir þeirra sem voru hraktir alls lausir frá heimkynnum sínum, flúðu til Gasastrandar sem er 1,3% þess landsvæðis sem tilheyrði Palestínu fyrir 1948. 70% íbúa Gasa eru flóttamenn. Palestínumenn búa á einnig á Vesturbakkanum við mjög illan kost. Samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum eru Gasa, Vesturbakkinn og Austur-Jerúsalem hernumið land. Þessi landsvæði tilheyra ekki Ísrael. Gasa búar lifa innan aðskilnaðargirðingar og hafa síðan 2007 ekki haft rétt til að yfirgefa svæðið. Þeir hafa ekki rétt til rafmagns, vatns eða annarra aðfanga. Þetta eru allt gæði sem hernámsríkið Ísrael stjórnar, og eins og framkoma Ísraelsstjórnar undanfarið sýnir, þá er lokað fyrir aðgang að þessum gæðum þegar þeim sýnist. Núna telja margir að þarna sé um tilraun til þjóðarmorðs að ræða. Að svelta almenning, konur og börn, er hluti af þessu undarlegu stríði, sem virðist ekki síst hafa þann tilgang að seinka refsingu Netanyahu fyrir mútuþægni með því að halda honum í stóli forsætisráðherra, og gæla við drauma ofbeldisfullra landtökumanna á Vesturbakkanum sem segjast fá leyfi frá guði til allra vondra verka. Hversu grimmilegir sem okkur þykja þeir, þá voru atburðirnir 7. október hernaðaraðgerð manna sem tilheyra þjóð sem býr við hernám. Ísraelsmenn sváfu fast á verðinum, og þrátt fyrir að verðir hafi varað yfirstjórnina við og sagt að eitthvað væri í gangi á svæðinu, þá töldu valdamenn að Palestínumennirnir sköpuðu enga hættu, og héldu áfram að sofa. Friðsamleg mótmæli Palestínumenn á Gasa hafa reynt friðsamleg mótmæli. Á hverjum föstudegi frá 30. mars 2018 til 27. desember 2019 söfnuðust þeir saman við girðinguna og kröfðust þeir að þeim yrði leyft að snúa til fyrri heimkynna. Þau mótmæli eru kölluð „Great March of Return“. Mótmælin vöktu von í hjarta Palestínumanna. Þeir voru til. Það er hluti af ofbeldi síonista að koma í veg fyrir að Palestínumenn eygi von. Krafa þeirra var samhljóða ályktun Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna númer 194 frá árslokum 1948. Þar var kveðið á um að palestínskir flóttamenn sem vildu flytja til baka til heimalanda sinna, og lifa í sátt og samlyndi við nágrannana, skyldu hafa til þess rétt eins fljótt og hægt væri. Þá var mótmælt viðurkenningu Trump-stjórnarinnar á Jerúsalem sem höfuðborg landsins. Samkvæmt alþjóðalögum er Jerúsalem á hernámssvæði, og því ekki hægt að útnefna hana höfuðborg ríkis. Flest ríki virða alþjóðasamþykktir, halda sig frá Jerúsalem og hafa sendiráð sín eða sendiskrifstofur í Tel Avív. Þessum mótmælum á Gasa, sem voru að mestu friðsamleg, var mætt með skothríðum. Alls voru 189 Palestínumenn drepnir, þar af um 40 sem taldir eru Hamasliðar og 150 almennir borgarar. Um 13 þúsund Palestínumenn urðu fyrir skoti, margir illa. Um 1.400 manns fengu 3−5 skot í líkamann. Ísraelski herinn leggur áherslu á að skjóta mótmælendur í fæturna til að skaða viðkomandi til eilífrar örorku. Einn hermaður varð fyrir áverkum. Í Ísrael er herskylda. Allir ungir menn, líka þeir sem eru í blak- og fótbolta landsliðunum, koma hér og keppa fyrir lokuðum dyrum í boði manna sem halda því fram að íþróttir séu bara íþróttir, fá þjálfun væntanlega í að skjóta sérstakleg í fætur fórnalamba sinna, gætu eins verið í liðinu sem Ísland mætir. Ísraelsstjórn telur að þátttaka í hverri slíkri keppni/ atburði, þó fyrir lokuðum dyrum sé, sé merki um að viðkomandi þjóð sé með síonistum í kúgun þeirra á Palestínumönnum. 7. október – útrás og hermdarverk Fyrsti hluti aðgerða Hamasliða 7. október virtist vel skipulagður. Um 1.200 liðsmenn Al-Qassam-sveitanna – sem er hernaðararmur samtakanna – réðust yfir aðskilnaðargirðinguna, á landamærum Gasa og komust langt inn á svæði Ísraels. Skipuleggjendur munu hafa búist við að um 80% skæruliðanna yrðu felldir í átökum. Ísraelsher var hins vegar algerlega óviðbúinn. Hamasliðar tóku fjölda gísla og mikill fjöldi almennra borgara var myrtur – nálægt 800 manns. Í byggðunum sem ráðist var inn í, voru þar til 1948 ellefu blómleg palestínsk þorp. Síonistar hröktu íbúa þeirra frá heimilum sínum og inn fyrir núverandi girðingu. Og síðan 7. október er spurt hvað hafi valdið þessum ósköpum. Ef Hamas hefði ekki ráðist inn í Ísrael 7. október 2023, þá hefði enginn dáið í byggðunum við Gasasvæðið. Ef Ísrael hefði ekki í 75 ár staðið fyrir herferð þjóðernishreinsunar og aðskilnaðarstefnu og brotið gróflega á mannréttindum Palestínumanna, þá hefði ekki orðið innrás 7. október 2023. Skjáskot frá Al Jazeera, úr þættinum October 7. Þeir sem féllu 7. október: 782 almennir borgarar, 256 hermenn, 63 öryggisgæsluliðar, 53 lögreglumenn; samtals 1,154. Vaknaðir Viðbrögð Ísraelshers þegar innrásin loksins uppgötvaðist var að beita þyngstu vopnum sínum, þyrlum með eldsprengjum, skriðdrekum og fallbyssum. Áhöld eru um hversu marga Ísraelsher drap með þessum hætti. Hamasliðar tóku vel á þriðja hundrað manns í gíslingu. Hluti þeirra varð fyrir skotum Ísraelsmanna áður en skæruliðarnir komu þeim inn á Gasa. Um 70 farartæki urðu fyrir skotum Ísraelshers. Í sumum tilfellum voru allir um borð drepnir, þar á meðal gíslar. Það fór ekki á milli mála þegar bíll fannst brunninn til grunna og allir um borð óþekkjanlegir, að þar höfðu þyrlur verið að verki. 27 gíslar létu lífið á leiðinni inn fyrir Gasa-girðinguna. Glæpir framdir − og ekki framdir Her Ísraelsríkis og leyniþjónustur ríkisins (Mossad erlendis og Shin Bet innanlands) – munu hafa yfir að ráða heimsins besta njósna- og eftirlitsbúnaði, og bæði búnaður og þekking er seld til annarra landa og notuð meðal annars til að ráðast á háskólastúdenta í Bandaríkjunum sem mótmæla þjóðarmorði á Gasa. Þrátt fyrir það, tókst skæruher Hamas útrásin frá Gasa. Í Ísrael hafa viðbrögðin einkum verið tvenns konar. Annars vegar eru atburðirnir 7. október taldir bera vott um grófa vanrækslu hers og leyniþjónustu. Ef menn hefðu staðið sína plikt, hefði mannfall og gíslataka orðið miklum mun takmarkaðra. Eins og sagt er í þættinum October 7er ótvírætt að Hamasliðar frömdu glæpi 7. október – en fjölmiðlar beina athygli ekki að þeim, heldur þeim glæpum sem þeir frömdu ekki. Segja sögur sem hafa verið búnar til. Hér verður fjallað um nokkrar þeirra. Hins vegar felast viðbrögðin í áróðri þar sem atburðirnir eru settir upp sem framhald af gyðingaofsóknum fyrri tíma, –einkum af Helförinni, og Hamasliðum og Palestínumönnum almennt, er lýst sem skrímslum í mannsmynd (human animals), sem hafi brotið á fórnarlömbum sínum af ótrúlegri grimmd. Hluti af þessum boðskap er allir Palestínumenn eru gerðir samsekir með Hamas. Stór hluti Palestínumanna hafa alltaf verið á móti Hamas. Til að ná sem mestum áhrifum var lögð áhersla á tvenns konar glæpi, nauðgun kvenna á kerfisbundinn hátt og hryllileg dráp barna. Hvorugt er samkvæmt sannleikanum. Hryllingssögur selja þó þær séu ósannar Á myndinni sést Netanyahu forsætisráðherra Ísraels tala við Biden Bandaríkjaforseta Bandaríkjanna rétt eftir viðburðina á Gasa. Þegar Biden ávarpaði fréttamenn í Hvíta húsinu 11. október hafði hann lokið fjórða samtali sínu við Netanyahu á jafnmörgum dögum.„Þeir tóku tólf börn, bundu þau, brenndu og drápu,“ sagði Biden. Hann sagðist hafa séð myndir af börnum sem hefðu verið afhöfðuð og var auðvitað mikið niðri fyrir. Góður sögumaður, Netanyahu, enda engar slíkar myndir til. Hins vegar eru til myndir af illa brenndum höfuðlausum líkum barna sem Ísraelsher drap með árás sinni á tjaldbúðir palestínskra flóttamanna 26. maí á „öruggu svæði“. Þarna var að minnsta kosti 45 mannslífum fórnað og 200 særðust, sumir mjög illa, til að reyna drepa 2 yfirmenn Hamas. Ekki eru líkur á að Biden og Netanyahu hafi áhuga á myndum frá því fjöldamorði. Talsmenn Ísraelshers voru óhræddir við að skýra frá atvikum þar sem hermenn hefðu fundið brunnin lík. Ekki er þó skýrt frá því hvernig líkin höfðu brunnið. Hamasliðarnir 7. október voru búnir léttum vopnum, og aðgerðin einkenndist öll af lágtækni, sem beint er gegn hátækni Ísraelsmanna. Í vopnabúri Hamas er lítið um eldvörpur og sprengjur, sem eru líklegasti skaðvaldurinn. Líklegast er því að flest þessi ódæði séu af völdum vopna Ísraelshers. Einn af kibbútsunum eða samyrkjubúunum sem varð fyrir árás Hamasliða er Be’eri-búið. Þessi árás var ein hin mannskæðasta, og ýmis hermdarverk unnin. Ísraelsher sagði upphaflega frá því að átta börn hefðu verið brennd í tilteknu húsi í þorpinu. Síðar hefur komið í ljós að í húsinu voru aldrei nein börn− en tólf kibbútsliðar sem þar leituðu skjóls létust þar hins vegar þegar hersveit Ísraelshers réðst inn. Þá var farið með fréttamenn á, Kfar Aza samyrkjubúið. Hermenn tjáðu fréttamanni i24NEWS, ísraelskrar sjónvarpsstöðvar, að þar hefðu um 40 börn verið afhöfðuð. Opinberar tölur um fallna í Kfar Aza-kibbútsnum benda ekki til að nokkurt barn hafi látist þar. Sögurnar voru til heimabrúks, til að fylla almenning í Ísrael frekari hryllingi, og tryggja stuðning við hernaðaráform Netanyahu-stjórnarinnar á Gasa. En þær voru einnig nýttar til að hafa áhrif á almenning og valdamenn erlendis. Dómgreind utanríkisráðherra Bandaríkjanna Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna talar í öldungadeildinni 31. október 2023. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Anthony Blinken, kom á fund þingnefndar Öldungadeildar Bandaríkjaþings 31. október, 24 dögum eftir atburðinn, og gaf þessa lýsingu á afdrifum fjögurra manna fölskyldu við matarborðið á einu samyrkjubúanna þegar Hamas réðist inn til þeirra. „Auga var skorið úr föðurnum fyrir framan börnin, brjóst móðurinnar skorið af, fótur stúlkunnar höggvinn af og fingur drengsins skornir af, en síðan var öll fjölskyldan tekin af lífi. Þá settust böðlarnir niður til að fá sér að borða. Þetta er þjóðfélagið sem við erum að eiga við“ Ekkert bendir til að nokkurt sannleikskorn sé í þessari lýsingu Blinkens, og í rauninni má heita sorglegt að þetta stórveldi með alla sína „upplýsingastarfsemi“ hafi ekki betri upplýsingar eða metnað, að ljúga ekki. Hér áður fyrr var talið að það væri verið að gera lítið úr viðmælandanum þegar logið var upp í opið geðið á honum. Honum rennur væntanlega blóðið til skyldunnar. Gyðingur langt fram í báðar ættir. Fundurinn var í fjárlaganefnd öldungadeildarinnar fjallaði um tillögu forsetans um fjárveitingar til Ísraels til frekari vopnagjafa. Hryllingssögurnar voru til þess að fá þingmennina til að samþykkja meiri fjárveitingu til sjá Ísrael fyrir öflugustu vopnum sem til eru, sem þeir nota til að drepa fjölskyldur á Gasa. Öflugum lygurum hrósað Netanyahu með fulltrúum ZAKA dagana eftir 7. október: Þið hafið mikilvægu hlutverki að gegna við að hafa áhrif á almenningsálit, sem hefur líka áhrif á leiðtogana. Skjáskot: Al Jazeera, October 7. Einna duglegastir við að búa til og dreifa þessum hryllingssögum voru sjálfboðaliðar viðbragðssveitanna Zaka sem hafa það hlutverk að koma til hjálpar við fjöldaslys og átök og fjarlægja lík af vettvangi. Morgunblaðið greinir frá því 2. febrúar að Zaka-samtökin hafi skáldað upp sögur af grimmd Hamasliða og ástandi fórnarlamba í fjáröflunarskyni. Heimildin er úttekt ísraelska blaðsins Haaretz. Ein sagan, sennilega endurtekin margoft, var frásögn Zaka-liða „af líki þrítugrar konu sem fundist hafði í blóðpolli og hún verið með barni þegar hún lést. Hafi fóstrið verið stungið í móðurkviði og konan að lokum skotin í höfuðið“. Yfirmaður í Zaka-sveitunum hefur viðurkennt við Haaretz að framangreint atvik hafi aldrei gerst og sé samtökum hans kunnugt um það. Mun sami sjálfboðaliði hafa skáldað upp sögu um tuttugu börn limlest og myrt í innrásinni. Kynferðislegt ofbeldi Kynferðislegt ofbeldi vekur óhug. Utanríkisráðherra Ísraels, Eli Cohen, lagði línuna á fundi öryggisráðs SÞ 24. október: „Segið mér, hvaða viðbrögð eru makleg við að myrða börn, nauðga konum og brenna þær, við að afhöfða barn?“. Hann svaraði sjálfur: „Makleg viðbrögð við fjöldamorðunum 7. október eru algjör eyðilegging …, algjör eyðilegging Hamas.“[1] Í einum athugasemdum við myndbandið á Youtube var sagt „Hvernig veistu hvenær talsmenn Ísraels eru að ljúga? Jú, þegar varirnar hreyfast“ . Mikið var lagt upp úr þessum áróðri og opnuðu síonistar og fylgifiskar þeirra víða um heim varla munninn án þess að minnast á kerfisbundnar nauðganir í upphafi þeirra máls, löngu eftir að hætt var að tala var um börnin sem voru (ekki) skorin í sundur og brennd. Áróðursmaskína þeirra hefur haldið þessu áfram. Sheryl Sandberg, þekktust fyrir störf hennar í forystusveit Google og seinna Facebook, en minna þekkt fyrir að vera af öflugum gyðingaættum, og vera virk í síonista-áróðri, stóð fyrir gerð myndar, „Screams before silence“. Mynd Sheryl hefur verið rýnd af Electronic Intifada á myndbandi „Debunking "Screams Before Silence," Sheryl Sandberg‘s 7 October "mass rapes" film“. Sameinuðu Þjóðirnar gáfu út skýrslu 4. mars þar sem sagt er að sterkar líkur séu á að konur hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi þennan dag, en ekki hafi tekist að sanna einstök ódæði. Heimildir Sheryl eru ekki taldar áreiðanlegar, þekktir lygarar, og allt bullið um afskorin brjóst er endurtekið. Þarna er stuðst við liðsmann Zaka samtakanna sem minnst er á áður. Hann kannast aðeins við kynferðislegt ofbeldi, þar sem stofnandi og foringi Zaka í 30 ár Meshi-Zahav, var ákærður fyrir gróf og langvin kynferðisafbrot[2], sérstaklega gagnvart börnum. Viðmælandinn varði gerðir foringjans, sem framdi sjálfsmorð eftir ásakanirnar komust loks í hámæli. Niðurstaða gagnrýnanda er að hún innihaldi ekkert nýtt, búið er að afsanna flest þar sem þar kemur fram. Þetta sé ekki heimildaþáttur heldur áróður. Biden Bandaríkjaforseta finnst þessar sögur, þó ósannaðar séu, þægilegt umræðuefni. Í ræðu vegna árlegrar minnisstundar um Helförina 7. maí, sagði hann að gyðingahatur hefði verið ástæða árásarinnar 7. október og talaði eins og aðrir um kynferðislegt ofbeldi, nauðgað og limlest... „Það var Hamas sem beitti Ísraelsmenn harðræði“. Þá vitum við það! 26. mars birti New York Times grein um að Amit Soussana, ísraelskur lögfræðingur, ein þeirra kvenna sem teknar voru í gíslingu 7. október hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Samkvæmt samkomulagi milli blaðsins og konunnar er orðið ofbeldi ekki skýrt nánar. Hún var leyst úr haldi 30. nóvember eftir 55 daga í haldi Hamas. Hér er alls ekki gerð tilraun til að draga orð hennar í efa, en það vekur athygli að NYT birtir fréttina fyrst 100 dögum eftir að hún var leyst úr prísundunni. Og þá sérstaklega að fréttin er birt sama dag og frétt um samþykkt ályktunar Öryggisráðsins um tafarlaust vopnahlé á Gasa. Tímasetning ásakana Föstudaginn 26. janúar birti Alþjóðadómstóllinn fyrsta úrskurð sinn í máli sem stjórn Suður-Afríku stefndi Ísraelsstjórn fyrir meint þjóðarmorð á Palestínumönnum. Dómstóllinn hafnaði að vísa frá ásökunum um þjóðarmorð á Gaza og skipaði Ísraelum að forðast allar athafnir sem gætu fallið undir þjóðarmorðssáttmálann og tryggja að hermenn þeirra fremji engin þjóðarmorð á Gaza. „Að minnsta kosti sumar þeirra athafna og athafnaleysis sem Suður-Afríku segir að hafi verið framin af Ísrael á Gaza virðast geta fallið undir ákvæði (þjóðarmorðs)samningsins,“ sögðu dómararnir. Úrskurðurinn krafðist þess að Ísraelar skyldu koma í veg fyrir og refsa hvers kyns opinberri hvatningu til að fremja þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gaza og varðveita sönnunargögn sem tengjast öllum ásökunum um þjóðarmorð þar. Sama dag eru birtar ásakanir um að 12 starfsmenn UNWRA hafi tekið þátt í árásinni 7. október. Þarna eru slegnar tvær flugur í einu höggi, athygli dreift frá niðurstöðu dómstólsins og ásakanir settar fram sem varpa skugga á störf UNRWA, Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu. Ísrael hefur ekki veitt rannsakendum SÞ aðgang að þeim sönnunargögnum sem á ásakanirnar byggjast á. Bara lygi? Utanríkisráðherra Þýsklands í vondum málum Meðal almennings í Þýskalandi er umtalsverð óánægja vegna samstöðu ríkisstjórnarinnar með þjóð sem er að fremja þjóðarmorð, og að Þýskland sé næst stærsti vopnabirgir ísraelska hersins. Lögreglan hefur brugðist við mótmælum gegn þjóðarmorði á Gasa með mikilli hörku. Á fundi 28. maí reyndi utanríkisráðherrann, Annalena Baerbock að taka smá nauðgunarumræðu um 7. október og tók Biden á fjöldann í salnum og sagðist við litla aðdáun viðstaddra hafa séð myndskeið af Hamasliða að nauðga konu. Það kemur vel fram í skýrslu SÞ að farið hafði verið í gegnum 5 þúsund myndir og 50 klukkutíma af hljóð og myndefni án þess að nein sönnun fyndist um slíkt ofbeldi . Hasbara, að útskýra, sem er alls ekki það sama og að segja satt Innræting Ísraelsmanna gengur út frá, að þeir eru einir í heiminum gegn helling af óvinum sem margir hverjir að vilja leggja landið í eyði og drepa alla gyðinga. Því skulu allir verja landið og orðspor þess, þannig að hvað sem kemur fyrir, sé hægt að setja fram frásögn um að allt sem þeir gera, sé rétt og hinir séu lygarar og gyðingahatarar. Þetta kallast á heimamálinu Hasbara. Meðan unnið var að því að svelta íbúa Gasa þá skömmuðust menn sín ekkert fyrir að halda því fram að það væru nægar birgðir matar sem kæmu í gegnum landamærastöðvar voru í raun lokaðar. Þá hafa menn haldið því fram að hermenn leggi sig fram um að drepa aðeins Hamasliða, þó þeir drepa hvern sem fyrir verður, hvar sem er, og til er mikið myndefni sem sýnir það. Á tímum samfélagsmiðla og „pósta“ þá hjálpar það ekki síonistum þegar hermenn þeirra taka og dreifa myndskeiðum þegar þeir eru við voðaverka á hernumdu landi. Slíkar myndir komast í dreifingu og segja ófagra sögu, ekkert Hasbara. Foringi stjórnarandstöðunnar sagði að Ísraelsmenn geti verið stoltir af því hversu fáa óbreytta borgara þeir dræpu. „Jú, helmingur þeirra sem voru myrtir voru hryðjuverkamenn.“ Staðreyndin er önnur. 70% fallinna á Gasa eru konur og börn. Middle East Eye hefur eftir Politico að þrátt fyrir 7 mánaða hernað hafi Ísraelska hernum einungis tekist að bana 30-35% Hamas liða og að vel gangi að ráða í stað þeirra sem féllu. Sem sagt fullyrðingin var Hasbara = lygi. Netanyahu heldur því fram að Ísrael virði alþjóðalög. Trúi því hver sem vill. Enginn er dómari í eigin sök, nema Ísrael Það þykir góður siður til að koma í veg fyrir vantraust á yfirvöldum að bjóða inn eða leyfa til þess að gera óheftan aðgang utanaðkomandi og eða erlendra rannsakenda til að staðfesta staðhæfingar yfirvalda. Má bera saman við að ársuppgjör fyrirtækja þurfa að vera skoðuð og staðfest af utanaðkomandi endurskoðendum. Ísraelsstjórn vill ráða umræðunni og segist framkvæma rannsóknir sem hvergi eru sjáanlegar og neitar aðgang óháðra aðila að rannsóknum umdeildra aðgerða. Því er ekki óeðlilegt að leggja lítinn eða engan trúnað á fullyrðingar þeirra. Þeim virðist tamara að ljúga en segja satt, þegar um eru að ræða mál sem ástæða er til að vantreysta staðhæfingum þeirra. Eurovision Það að Ísrael lenti í fimmta sæti í Eurovision þótti í byrjun vera mikil viðurkenning á hvað þeir eru flottir og að nær allir standi með þeim. Gamanið kárnar þegar það kemur í ljós að framlag Ísraels hlaut 52 stig dómnefnda, voru í 12 sæti. En þeir fengu næst flest atkvæði almennings. Flott, eða hvað? Utanríkisráðuneyti Ísraels var á fullu við að virkja þá sem eru á þeirra bandi og þeir hvattir til, að allir sem einn greiði 20 atkvæði í símakosningum, sem er hámark. Sumir þeirra lýstu því yfir að þeir hafi aldrei greitt atkvæði í keppninni áður. Margir aðspurðir sögðu að með því að velja lagið þá væri þeir að styðja Ísrael og hvað það stendur fyrir. Svo er haft eftir einhverju fólki á Íslandi að keppnin sé ekki pólitísk, og því engin ástæða fyrir að sniðganga keppnina. Þeir sem búa annars staðar í heiminum gátu greitt atkvæði á sama hátt sem „Rest of the world“. Kemur ekki á óvart að þaðan fengu Ísraelsmenn 12 stig, enda búið að kaupa pláss á auglýsingaskilti á Times Square á Manhattan og auglýsingar keyptar á YouTube. Meira að segja síonistar viðurkenna að þeir hafi ekki haft árangur sem erfiði. Það er mjög líklegt að síonistum hafi ekkert verið gefið um að Ísland sendi Palestínumann til að flytja framlag Íslands í Eurovision. Heldur ekki líklegt að þeir hafi ekki beitt sér eins og þeir gátu til að lagið sem einhver þeirra hafði mælt með, færi til Malmö, í stað Bashar Murad. Mikið hefði verið gaman ef Bashar hefði farið til Malmö og hefði hlotið fleiri atkvæði en fulltrúi Ísraelshers. Það hefði verið kjaftshögg ársins! Það er ánægjulegt að deild faggreinakennslu við Háskóla Íslands hefur slitið samstafi við háskóla í Ísrael. Megi það verið fyrsta skref af mögrum. Háskólar í Ísrael taka virkan þátt í að djöflast á Palestínumönnum og leggja sitt af mörkum til að þróa vopn sem valda hvað mestu skaða á fólki í árásarstríðinu . Guð gyðinga Síonistar, sem eru gyðingar sem styðja flest það sem Ísraelstjórn tekur sér fyrir hendur, telja að þeir séu á vegum guðs, geti gert nánast hvað sem er og hann sé með þeim í öllum þeirra ódæðum. Ísraelski fræðimaðurinn Avi Shlaim telur þrjár stoðir gyðingdóms vera: Sannleikur, Réttlæti, Friður Þetta hljómar ekki eins og stefna Ísraelstjórnar, enda segir Avi að stjórn Netanyahu sé andstæða gilda gyðinga: „Þetta er árásargjarnasta, útþenslusinnaðasta, augljóslega kynþáttafordómaríkasta ríkisstjórnin í sögu Ísraels. Sem gyðingur og Ísraelsmaður finnst mér því siðferðileg skylda mín að fordæma nýlendustefnu síonískra landnema og bandaríska heimsvaldastefnu, og standa með Palestínumönnum í réttlátri baráttu gegn nýlendustefnu til að lifa í friði og reisn í eigin landi.“ Avi Shlaim er ekki einn á báti. Mjög margir gyðingar taka trú sína alvarlega og boðskap um sannleika, réttlæti og frið. Stór hluti þeirra sem mótmæla ofbeldi síonista gagnvart Palestínumönnum í Bandaríkjunum bæði í fjölda háskóla og við önnur tækifæri eru gyðingar. Gyðingar í New York sem margir tilheyra samtökunum Jewish Voice for Peace (Rödd gyðinga með friði) mótmæla vopnasendingum til Ísraels 23. apríl.Skjáskot: Democracy Now Gyðingahatur Hluti af ofbeldisstefnu síonista er að úthrópa þá sem eru á móti stefnu Ísraels hvort sem það er varðandi Gasa eða almennt kynþáttamismunun og brot á mannréttindum Palestínumanna, sem gyðingahatara. Þeir fjöldamörgu gyðingar sem eru á móti þessu framferði eru einfaldlega kallaðir sjálfhatandi gyðingar (Selfhating Jews). „Sjálfhatandi gyðingar“ taka þátt í ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna 17. maí 2018 til að minnast þess að 70 ár voru frá og fordæmdu þeir gerðir Ísraels og styðja Palestínumenn Þessi áróðursflétta hefur verið árangursrík. Helförin gerði síonistum auðvelt að fá samúð með Ísraelsríki og öll gagnrýni er bara gyðingahatur að þeirra dómi. Margir þeirra gyðinga í Bandaríkjunum sem taka þátt í mótmælum gegn þjóðarmorði á Gasa eru ungir og vinstri sinnaðir, meðan jafnaldrar þeirra í Ísrael eru margir mjög hægri sinnaðir. Afstaða opinberra fjölmiðla hefur verið að leggja áherslu á átök. Þáttur skólayfirvalda er oft vafasamur, að kalla inn lögreglu vegna tjaldbúða mótmælanda (svona Austurvallarstemning). Fyrstu samtökin sem voru sett á svarta listann Columbia háskólans voru Jewish Voice for Peace! Merkilegt er að margir lögreglumenn sem koma til að berja niður mótmæli í bandarískum háskólum, hafa verið sendir til Ísrael til þjálfunar. Þjálfun í ofbeldi gagnvart varnarlausum er ný útflutningsbúgrein í Ísrael. Lögreglumenn gerðu ekkert til að bregðast við grófum árásum síonista á friðsöm mótmæli við háskólann í Los Angeles, fyrr en allt var komið í uppnám. Því var haldið fram að mótmæli hefði skapað ófrið sem lögregla varð að bregðast við, en ekki að ofbeldisseggir síonista réðust á friðsamt fólk að mótmæla þjóðarmorði. Í þætti CNN sem sýndi það sem fram fór, var hægt að þekkja ofbeldisseggina sem hleyptu upp mótmælunum án afskipta lögreglu. Einn drengur á menntaskólaaldri sást vel þegar hann réðist á friðsama mótmælendur. Var móðir hans leituð uppi og sýnt myndskeiðið. Hún var stolt af drengnum og sagði í byrjun að hann væri að verja sig (þekktur frasi síonista sem beita ofbeldi) og að hann var jú á leið til Ísrael til að ganga í herinn þar. Líkindi með Þýskalandi Hitlers og Ísraels Netanyahu Ísraelar brugðust illa við þegar saksóknari alþjóðaglæpadómstólsins fór fram á handtökuskipun Netanyahu og hermálaráðherra hans fyrir valda hungursneyð á Gasa. Ein rökin voru að ríkisstjórnin var lýðræðislega kjörin. Þá var bent á að Adolf Hitler hefði líka verið kosinn. Þó að Ísraelsmenn viðurkenni ekki Alþjóða glæpadómstólinn, þá hafa þeir lagt rannsóknarfólk dómstólsins í einelti, hótað þeim og reynt á allan hátt að koma í veg fyrir að dómstóllinn tæki ákæru um framferði þeirra til dóms. Mörg ríki fagna að dómstóllinn tekur fyrir aðgerðir málsaðila á Gasa. Það kom gleðileg á óvart að Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra sagði að íslensk stjórnvöld styðja dómstólinn í að sporna gegn refsileysi fyrir alþjóðaglæpi. Ef slíkir dómstólar hefðu komið fyrr að, og hefðu til þess stuðning, hefði ástandið í Palestínu væntanlega ekki verið í fréttunum á nær hverjum degi í á áttunda áratug. Nú ræður hnefaréttur stjórnenda Bandaríkjanna. +972 Magazine er fjölmiðill sem vitnað er til Á tímum þar sem peningar og stjórnmál hafa áhrif á fjölmiðla, sérstaklega þá sem ná til heimsálfa, þá er bjart ljós í myrkrinu að frjálsir fjölmiðlar sem vandaðir fréttamenn standa að, ná að varpa óritskoðuðu ljósi á þróun mála. Vefrit rekið af Ísraels- og Palestínumönnum, +972 Magazine, hefur skýrt frá með vaxandi nákvæmni hvernig Ísraelsher hagar loftárásum sínum á Gasa. Útgefendur halda því fram að þeir hafi upplýsingar frá 6 mismunandi heimildarmönnum innan Ísraelshers. Ef einn Hamasliði sem talin er hafa mannaforráð er takmarkið, þá má fórna ansi mörgum. Grunur um einn Hamasliða í Jabalía-flóttamannabúðunum, leiddi til að mikill fjöldi óbreyttra voru drepnir og fleiri slasaðir í árásinni. 26. maí voru minnsta kosti 45 mannslífum fórnað og 200 særðust, til að reyna drepa 2 yfirmenn Hamas í Tel al-Sultan fjöldamorðunum. Þá fylgist herinn vel með skotmörkum sínum, þó mikið sé kvartað yfir að þeir haldi sig í neðanjarðargöngum. Ef einn slíkur sést, er fylgst með honum þar til hann skilar sér heim til fjölskyldu sinnar. Beðið er þangað til fólk er gengið til náða og þá sprengjur látnar falla sem oftast drepa alla í húsinu, venjulega fjölda manns. Facebook Peningar krefjast virðingar. Facebook hefur meiri tekjur frá Ísrael en öllu nálægum löndum Araba. Samt segjast þeir gæta hlutleysis, þannig að hver umfjöllun sem kærð er, er rannsökuð. Glöggir menn gerðu könnun; settu tvenns konar frásagnir sem voru berorðar, ítrekað á miðilinn. Það sem skrifað var á arabísku og ekki endilega hliðholt síonistum var mikið oftar stoppað, en samsvarandi texti Ísraela sem var kannski ekki mjög kurteis í garð nágranna slapp í gegn. Í óháðu nefndinni sem lagði mat var einstaklingur sem hafði barist fyrir því að talað yrði um Vesturbakkan sem umdeilt svæði, í stað alþjóðlegrar stöðu sem hernumið svæði. Sheryl Sandberg var einn af æðstu yfirmönnum Facebook . Útrýming ekki átök Ef einarðar aðgerðir til að svelta íbúa Gasa og neita þeim um læknishjálp eins og í gettóum nasista í helförinni er bætt við myndina, þá virðist ætlunin augljósari, útrýming Palestínumanna . Sú fullyrðing er studd með sérstöku mannfalli hjálparstarfsmanna, 224 drepnir[1], sem ekki er talin tilviljun. Fjölmiðlar skýra frá að hundruðir lækna hafi verið færðir frá Gaza í fangelsi í Ísrael þar sem þeir búa við slæmar aðstæður. Þá ítrekaðar aðgerðir til að koma í veg fyrir að matvæli berist inn á Gasa, þar með að drepa 7 alþjóðlega starfsmenn hjálparsamtaka sem voru að flytja matvæli. Aldrei þessu vant, viðurkenndu Ísraelsmenn glæpinn báðust afsökunar og sögðu að viðkomandi hermenn hefðu verið reknir. Hasbara. Ísraelsmenn hafa haldið áfram að myrða og bætt í ef eitthvað. Francesca Albanese, sem var á árinu 2022 skipuð sérstakur rannsakandi Sameinuðu Þjóðanna varðandi hernuminn svæði í Palestínu lagði í fyrstu skýrslu sinni til að ríki SÞ komi fram með áætlun um lok stefnu hernáms og aðskilnaðar stjórnunar[2]. Skýrslunni lauk með: Brotin sem lýst er í þessari skýrslu afhjúpa eðli hernáms Ísraels, að aðskilnaðar- og kúgunarstjórn sem ætlað er að koma í veg fyrir að sjálfsákvörðunarréttur palestínsku þjóðarinnar verði að veruleika[3]. Hún og aðrir mannréttindalögfræðingar hafa bent á að hernámsríki hefur skyldu til að umgangast hernumið fólk af virðingu. Ísrael hefur ekki rétt til að nota skotvopn gegn óvopnuðum borgurum. Francesca skilaði af sér áliti í lok mars þar sem hún segir meðal annars „Samhengið, staðreyndirnar og greiningin sem sett eru fram í þessari skýrslu leiða til þeirrar niðurstöðu, að sanngjörn ástæða sé til að ætla að þröskuldurinn sem gefur til kynna að Ísrael hafi framið þjóðarmorð sé náð.[4] Síonistar eru búnir að tapa almenningsálinu Á næstu dögum munu 5 Evrópuríki viðurkenna Palestínu sem ríki og líklegt að fleiri fylgi á eftir, því að almenningsálitið sem hefur hingað til af sögulegum ástæðum verið hallt undir Ísrael, hefur snúist með hverjum deginum, sérstaklega þar sem almennt er betra aðgengi að fréttum bæði í samskiptamiðla og núna er BBC og fleiri stöðvar opnari fyrir að skýra rétt frá. Við Íslendingar, hver og einn, samfélög og ríkistjórn eigum að gera okkar ítrasta til að koma í veg fyrir að ofbeldi þeirra geti haldið áfram, meðal annars með að kaupa ekki vörur þaðan, forðast viðskipti við þá og ekki taka þátt í atburðum sem þeir eru með í. Hafna þeim opinberlega, flytja fréttir um höfnun á RAPYD og fylgja því eftir að peningar okkar þurfi ekki að fara í gegnum hendur á stríðsæsingamönnum. Í dag fréttist að DAS er að flytja sín viðskipti frá RAPYD. Ríkistjórnin er hvött til leggja áherslu á alþjóðalög og mannréttindi og styðja öll öfl sem vinna að réttlátari heimi. Höfundur bjó og starfaði í Miðausturlöndum í tvo áratugi. [1]Upplýsingar frá 220524 [2] Israeli settler-colonial occupation and apartheid regime [3] . The violations described in the present report expose the nature of the Israeli occupation, that of an intentionally acquisitive, segregationist, and repressive regime designed to prevent the realization of the Palestinian people's right to self-determination. [4] https://reliefweb.int/report/occupied-palestinian-territory/anatomy-genocide-report-special-rapporteur-situation-human-rights-palestinian-territories-occupied-1967-francesca-albanese-ahrc5573-advance-unedited-version [1] Tími á upptöku 1:08:50 [2] https://apnews.com/article/middle-east-jerusalem-israel-sexual-abuse-b3dc104a0de10cb655b32e1d813fd833 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Föstudaginn 22. mars síðast liðinn voru 137 manns drepnir á hljómleikum í Moskvu. Byggingin var eyðilögð. Pútín forseti Rússlands lýsti strax yfir að þarna hefðu verið á ferð hryðjuverkamenn með sterk tengsl við Úkraínu. Honum var ekki trúað utan Rússlands. Það voru afskaplega litlar líkur á samsekt Úkraínumanna. Þeir höfðu ekkert að græða á slíku athæfi og öllu að tapa, meðal annars almennri velvild í þeirra garð. Með innrás Rússa í Úkraínu voru alþjóðalög brotin að flestra dómi. Pútín er slétt sama um alþjóðalög. En sá hluti heims sem telst að einhverju leyti vestrænn, lagði upp í krossferð til varnar alþjóðalögum, og að koma í veg fyrir að Pútín tækist áætlunarverk sitt. Sami hópur vestrænna ríkja hefur haft allt aðra sýn á Ísrael og þá sem þar stjórna og stunda nú fjöldamorð á hernumdu landi, Gasa og landrán og morð á Vesturbakkanum. Ýmsir forystumanna þeirra líða ekki einungis, heldur hvetja til landráns og ofbeldis ribbalda sem halda því fram að guð hafi gefið þeim landið sem þeir ásælast. Bandaríkjamenn hafa lengst af varið Ísraelsstjórn í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, hvað sem á hefur gengið. Þeir hafa hamrað á að morðárás Hamas sé versti glæpur gegn gyðingum síðan í Helförinni. Sérstakur rannsakandi Sameinuðu Þjóðanna varðandi hernumdu svæðin í Palestínu, Francesca Albanese, bendir á í þessu sambandi á Twitter að fórnarlömb árásarinnar 7. október voru ekki drepin vegna gyðingaandúðar, heldur var árásin viðbrögð við áralangri kúgun Ísraela. Síonistar réðust umsvifalaust á hana og sökuðu hana um gyðingahatur. Hún svarar: „Ég harma að sumir skuli hafa túlkað tíst mitt sem „réttlætingu“ á glæpum Hamas, sem ég hef margsinnis fordæmt. Ég hafna hvers kyns kynþáttafordómum, þar á meðal gyðingahatri. Hins vegar: Með því að telja þessa glæpi stafa af „gyðingahatri“ er verið að hylja hina raunverulega ástæðu þess að þeir áttu sér stað.“ Alþjóðalög og reglur Eftir fyrri heimstyrjöldina var von manna að þjóðir heims gætu sameinast um stofnun eða stofnanir sem settu alþjóðalög samþykkt af stærstum hluta þjóða heims, sem viðmið um hvað sé rétt og hvað sé órétt. Að deilur yrðu leystar með úrskurðum byggðum á alþjóðalögum. Að það væri ekki bara vald hins sterka, hnefarétturinn sem ræður. Sameinuðu þjóðirnar, stofnanir þess og Alþjóðadómstóllinn og seinna Alþjóða glæpadómstóllinn eru skilgetin afkvæmi þessara hugsunar. Almennt, þá virðir Ísrael þessi lög og alþjóðasamfélagið að vettugi. Síonismi Síonismi er sú stefna að Ísrael komist upp með að leggja undir sig land sem var byggt öðrum, Palestínumönnum og í eigu þess fólks sem þar bjó. Í nútímanum gengur hún út frá kynþáttaraðskilnaðarstefnu, þar sem frumbyggjum er annars vegar haldið innan girðingar í Gasa þar sem íbúar búa við lágmarks efnaleg gæði, en ekkert öryggi og að þeir eygi enga von um betri framtíð. Á Vesturbakkanum og í Jerúsalem er sama þjóð í mörgum girðingum við stöðuga niðurlægingu og allt gert til að þar sé ekkert öryggi, hvorki varðandi líf heldur líka land. Í raun gengur síonismi í framkvæmd gegn flestu því sem ýmiss alþjóðleg ákvæði um mannréttindi kveða helst á um, sjálfsákvörðunarrétt og virðingu. Því er það, að margir gyðingar víða um heim vilja skilja á milli umræðu um mál gyðinga og mál síonista, því þar er fátt sameiginlegt nema uppruninn. Því má segja að allt það sem Ísrael tekur sér fyrir hendur til að hafa áhrif á alþjóðasamfélagið er til að komast upp með að brjóta alþjóðalög og samþykktir. Hlutverk meðsekra, sérstaklega Bandaríkjanna og þá Þjóðverja er að minnsta kosti að verja þessi brot og láta eins og þau hefðu ekki verið framin, eða að neita að taka þátt í að framfylgja lögum og koma í veg fyrir brot. Þannig hafa þeir meðseku vegna pólitískra hagsmuna, stundum vegna pólitísks þrýstings innanlands, gert brotin möguleg. Áður en haldið er lengra er rétt að huga að framferði síonista í vissu samhengi: „Við gyðingar stjórnum Bandaríkjunum“ „Hvert skipti sem við gerum eitthvað, þá segið þið að Bandaríkin bregðist við á þennan eða hinn háttinn. Við gyðingar stjórnum Bandaríkjunum og þeir vita það“ sagði Ariel Sharon forsætisráðherra Ísraels á ríkisstjórnarfundi í september 2001. Þetta var ekki bara karlagrobb yfirlýsingaglaðs og átakasækins manns. Þó að gyðingar séu einungis 2,4% af fólksfjölda Bandaríkjanna eru áhrif þeirra mikið meiri. Samtökin AIPAC, America Israel Political Action Comitee, sem vinnur að hagsmunum síonisma í Bandaríkjunum, auglýsa á vefsíðu sinni að 98% þeirra frambjóðenda sem þeir studdu með fjárframlögum í kosningum til þings 2022 unnu kosninguna, og að þeir lögðu meiri fjármagn beint til frambjóðenda en nokkur önnur slík samtök. Núna eru AIPAC á fullu við setja peninga í forval demókrata til að koma í veg fyrir að þeir sem ekki eru á sama báti og síonistar nái ekki kjöri og er það eini tilgangur þessa fjáraustur úr sjóðum auðugra einstaklinga að koma í veg fyrir að síonistar verði fyrir réttmætri gagnrýni, og að straumur fjár frá bandarískum skattgreiðendum til vopnakaupa fyrir Ísrael stöðvist ekki. Samkvæmt Open Secrets hafði Joe Biden, nú Bandaríkjaforseti fengið á árunum 1990-2024 5,8 milljóna dollara styrk frá „Pro-Israel“ styrkveitendum, rúmlega tvisvar sinnum meira en næsti stjórnmálamaður röðinni. Æ sér gjöf til gjalda? 7. október Laugardaginn 7. október brutust hermdarverkamenn frá hernumda svæðinu á Gasa út úr prísundinni og myrtu hundruð óbreyttra borgara, auk 256 hermanna sem í dagvinnu eru að drepa Palestínumenn eða gera þeim lífið djöfullegt, 52 lögreglumenn sem höfðu svipað hlutverk og 63 öryggisverði. Tala óbreyttra borgara sem létu lífið er talin 782, en þar af féllu nokkrir tugir, fyrir kúlum ísraelska hersins. Strax eftir árás Hamas á hermenn og saklausa borgara rétt utan við fangelsismúra Gasa, þegar síonistar voru alls óviðbúnir, bárust fréttir um alls konar illvirki, og heimurinn trúði. Ísrael hefur frá upphafi, rekið mikla áróðursmaskínu, sem meðal annars hefur útverði á Íslandi sem oft eru sjáanlegir í Morgunblaðinu, og taka þátt í atkvæðagreiðslum sönglagakeppninnar og Eurovision. Nasistar drápu á sínum tíma sex milljónir evrópskra gyðinga. Margir þeirra dóu vegna þess að ríki eins og Ísland, Bandaríkin og Bretland vildu ekki taka við flóttamönnum þrátt fyrir að stefna Hitlers væri ljós. Önnur lönd tóku á móti þeim, og nú er næsti forseti Mexíkó af gyðingaættum. 1948 Fyrsta lygaherferð Ísraels gekk út á að afneita NAKBA. Þegar Ísraelsríki var stofnað 14. maí 1948 höfðu síonistar drepið þúsundir (8−15 þúsund) Palestínumanna og hrakið 70% íbúa í Palestínu frá heimilum sínum, og stolið landi og eignum þeirra sem flúðu fyrir lífi sínu. Þann atburð kalla Palestínumenn NAKBA. Nemendum í skólum var kennt að íbúarnir hefðu flúið heimili sín vegna stríðsátaka, sem passar ekki, þar sem stór hluti árásanna áttu sér stað áður en til stríðs kom. Þeir hefðu varla logið, nema vegna þess að svona hryllilegar aðgerðir vekja óhug. Það var ekki talið gott til afspurnar að þessi „saklausa þjóð“ hreki fólk frá heimkynnum, steli landi og eignum og beiti fórnarlömb alls konar ofbeldi. Það var bannað að nefna NAKBA í Ísrael. Sumir þeirra sem voru hraktir alls lausir frá heimkynnum sínum, flúðu til Gasastrandar sem er 1,3% þess landsvæðis sem tilheyrði Palestínu fyrir 1948. 70% íbúa Gasa eru flóttamenn. Palestínumenn búa á einnig á Vesturbakkanum við mjög illan kost. Samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum eru Gasa, Vesturbakkinn og Austur-Jerúsalem hernumið land. Þessi landsvæði tilheyra ekki Ísrael. Gasa búar lifa innan aðskilnaðargirðingar og hafa síðan 2007 ekki haft rétt til að yfirgefa svæðið. Þeir hafa ekki rétt til rafmagns, vatns eða annarra aðfanga. Þetta eru allt gæði sem hernámsríkið Ísrael stjórnar, og eins og framkoma Ísraelsstjórnar undanfarið sýnir, þá er lokað fyrir aðgang að þessum gæðum þegar þeim sýnist. Núna telja margir að þarna sé um tilraun til þjóðarmorðs að ræða. Að svelta almenning, konur og börn, er hluti af þessu undarlegu stríði, sem virðist ekki síst hafa þann tilgang að seinka refsingu Netanyahu fyrir mútuþægni með því að halda honum í stóli forsætisráðherra, og gæla við drauma ofbeldisfullra landtökumanna á Vesturbakkanum sem segjast fá leyfi frá guði til allra vondra verka. Hversu grimmilegir sem okkur þykja þeir, þá voru atburðirnir 7. október hernaðaraðgerð manna sem tilheyra þjóð sem býr við hernám. Ísraelsmenn sváfu fast á verðinum, og þrátt fyrir að verðir hafi varað yfirstjórnina við og sagt að eitthvað væri í gangi á svæðinu, þá töldu valdamenn að Palestínumennirnir sköpuðu enga hættu, og héldu áfram að sofa. Friðsamleg mótmæli Palestínumenn á Gasa hafa reynt friðsamleg mótmæli. Á hverjum föstudegi frá 30. mars 2018 til 27. desember 2019 söfnuðust þeir saman við girðinguna og kröfðust þeir að þeim yrði leyft að snúa til fyrri heimkynna. Þau mótmæli eru kölluð „Great March of Return“. Mótmælin vöktu von í hjarta Palestínumanna. Þeir voru til. Það er hluti af ofbeldi síonista að koma í veg fyrir að Palestínumenn eygi von. Krafa þeirra var samhljóða ályktun Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna númer 194 frá árslokum 1948. Þar var kveðið á um að palestínskir flóttamenn sem vildu flytja til baka til heimalanda sinna, og lifa í sátt og samlyndi við nágrannana, skyldu hafa til þess rétt eins fljótt og hægt væri. Þá var mótmælt viðurkenningu Trump-stjórnarinnar á Jerúsalem sem höfuðborg landsins. Samkvæmt alþjóðalögum er Jerúsalem á hernámssvæði, og því ekki hægt að útnefna hana höfuðborg ríkis. Flest ríki virða alþjóðasamþykktir, halda sig frá Jerúsalem og hafa sendiráð sín eða sendiskrifstofur í Tel Avív. Þessum mótmælum á Gasa, sem voru að mestu friðsamleg, var mætt með skothríðum. Alls voru 189 Palestínumenn drepnir, þar af um 40 sem taldir eru Hamasliðar og 150 almennir borgarar. Um 13 þúsund Palestínumenn urðu fyrir skoti, margir illa. Um 1.400 manns fengu 3−5 skot í líkamann. Ísraelski herinn leggur áherslu á að skjóta mótmælendur í fæturna til að skaða viðkomandi til eilífrar örorku. Einn hermaður varð fyrir áverkum. Í Ísrael er herskylda. Allir ungir menn, líka þeir sem eru í blak- og fótbolta landsliðunum, koma hér og keppa fyrir lokuðum dyrum í boði manna sem halda því fram að íþróttir séu bara íþróttir, fá þjálfun væntanlega í að skjóta sérstakleg í fætur fórnalamba sinna, gætu eins verið í liðinu sem Ísland mætir. Ísraelsstjórn telur að þátttaka í hverri slíkri keppni/ atburði, þó fyrir lokuðum dyrum sé, sé merki um að viðkomandi þjóð sé með síonistum í kúgun þeirra á Palestínumönnum. 7. október – útrás og hermdarverk Fyrsti hluti aðgerða Hamasliða 7. október virtist vel skipulagður. Um 1.200 liðsmenn Al-Qassam-sveitanna – sem er hernaðararmur samtakanna – réðust yfir aðskilnaðargirðinguna, á landamærum Gasa og komust langt inn á svæði Ísraels. Skipuleggjendur munu hafa búist við að um 80% skæruliðanna yrðu felldir í átökum. Ísraelsher var hins vegar algerlega óviðbúinn. Hamasliðar tóku fjölda gísla og mikill fjöldi almennra borgara var myrtur – nálægt 800 manns. Í byggðunum sem ráðist var inn í, voru þar til 1948 ellefu blómleg palestínsk þorp. Síonistar hröktu íbúa þeirra frá heimilum sínum og inn fyrir núverandi girðingu. Og síðan 7. október er spurt hvað hafi valdið þessum ósköpum. Ef Hamas hefði ekki ráðist inn í Ísrael 7. október 2023, þá hefði enginn dáið í byggðunum við Gasasvæðið. Ef Ísrael hefði ekki í 75 ár staðið fyrir herferð þjóðernishreinsunar og aðskilnaðarstefnu og brotið gróflega á mannréttindum Palestínumanna, þá hefði ekki orðið innrás 7. október 2023. Skjáskot frá Al Jazeera, úr þættinum October 7. Þeir sem féllu 7. október: 782 almennir borgarar, 256 hermenn, 63 öryggisgæsluliðar, 53 lögreglumenn; samtals 1,154. Vaknaðir Viðbrögð Ísraelshers þegar innrásin loksins uppgötvaðist var að beita þyngstu vopnum sínum, þyrlum með eldsprengjum, skriðdrekum og fallbyssum. Áhöld eru um hversu marga Ísraelsher drap með þessum hætti. Hamasliðar tóku vel á þriðja hundrað manns í gíslingu. Hluti þeirra varð fyrir skotum Ísraelsmanna áður en skæruliðarnir komu þeim inn á Gasa. Um 70 farartæki urðu fyrir skotum Ísraelshers. Í sumum tilfellum voru allir um borð drepnir, þar á meðal gíslar. Það fór ekki á milli mála þegar bíll fannst brunninn til grunna og allir um borð óþekkjanlegir, að þar höfðu þyrlur verið að verki. 27 gíslar létu lífið á leiðinni inn fyrir Gasa-girðinguna. Glæpir framdir − og ekki framdir Her Ísraelsríkis og leyniþjónustur ríkisins (Mossad erlendis og Shin Bet innanlands) – munu hafa yfir að ráða heimsins besta njósna- og eftirlitsbúnaði, og bæði búnaður og þekking er seld til annarra landa og notuð meðal annars til að ráðast á háskólastúdenta í Bandaríkjunum sem mótmæla þjóðarmorði á Gasa. Þrátt fyrir það, tókst skæruher Hamas útrásin frá Gasa. Í Ísrael hafa viðbrögðin einkum verið tvenns konar. Annars vegar eru atburðirnir 7. október taldir bera vott um grófa vanrækslu hers og leyniþjónustu. Ef menn hefðu staðið sína plikt, hefði mannfall og gíslataka orðið miklum mun takmarkaðra. Eins og sagt er í þættinum October 7er ótvírætt að Hamasliðar frömdu glæpi 7. október – en fjölmiðlar beina athygli ekki að þeim, heldur þeim glæpum sem þeir frömdu ekki. Segja sögur sem hafa verið búnar til. Hér verður fjallað um nokkrar þeirra. Hins vegar felast viðbrögðin í áróðri þar sem atburðirnir eru settir upp sem framhald af gyðingaofsóknum fyrri tíma, –einkum af Helförinni, og Hamasliðum og Palestínumönnum almennt, er lýst sem skrímslum í mannsmynd (human animals), sem hafi brotið á fórnarlömbum sínum af ótrúlegri grimmd. Hluti af þessum boðskap er allir Palestínumenn eru gerðir samsekir með Hamas. Stór hluti Palestínumanna hafa alltaf verið á móti Hamas. Til að ná sem mestum áhrifum var lögð áhersla á tvenns konar glæpi, nauðgun kvenna á kerfisbundinn hátt og hryllileg dráp barna. Hvorugt er samkvæmt sannleikanum. Hryllingssögur selja þó þær séu ósannar Á myndinni sést Netanyahu forsætisráðherra Ísraels tala við Biden Bandaríkjaforseta Bandaríkjanna rétt eftir viðburðina á Gasa. Þegar Biden ávarpaði fréttamenn í Hvíta húsinu 11. október hafði hann lokið fjórða samtali sínu við Netanyahu á jafnmörgum dögum.„Þeir tóku tólf börn, bundu þau, brenndu og drápu,“ sagði Biden. Hann sagðist hafa séð myndir af börnum sem hefðu verið afhöfðuð og var auðvitað mikið niðri fyrir. Góður sögumaður, Netanyahu, enda engar slíkar myndir til. Hins vegar eru til myndir af illa brenndum höfuðlausum líkum barna sem Ísraelsher drap með árás sinni á tjaldbúðir palestínskra flóttamanna 26. maí á „öruggu svæði“. Þarna var að minnsta kosti 45 mannslífum fórnað og 200 særðust, sumir mjög illa, til að reyna drepa 2 yfirmenn Hamas. Ekki eru líkur á að Biden og Netanyahu hafi áhuga á myndum frá því fjöldamorði. Talsmenn Ísraelshers voru óhræddir við að skýra frá atvikum þar sem hermenn hefðu fundið brunnin lík. Ekki er þó skýrt frá því hvernig líkin höfðu brunnið. Hamasliðarnir 7. október voru búnir léttum vopnum, og aðgerðin einkenndist öll af lágtækni, sem beint er gegn hátækni Ísraelsmanna. Í vopnabúri Hamas er lítið um eldvörpur og sprengjur, sem eru líklegasti skaðvaldurinn. Líklegast er því að flest þessi ódæði séu af völdum vopna Ísraelshers. Einn af kibbútsunum eða samyrkjubúunum sem varð fyrir árás Hamasliða er Be’eri-búið. Þessi árás var ein hin mannskæðasta, og ýmis hermdarverk unnin. Ísraelsher sagði upphaflega frá því að átta börn hefðu verið brennd í tilteknu húsi í þorpinu. Síðar hefur komið í ljós að í húsinu voru aldrei nein börn− en tólf kibbútsliðar sem þar leituðu skjóls létust þar hins vegar þegar hersveit Ísraelshers réðst inn. Þá var farið með fréttamenn á, Kfar Aza samyrkjubúið. Hermenn tjáðu fréttamanni i24NEWS, ísraelskrar sjónvarpsstöðvar, að þar hefðu um 40 börn verið afhöfðuð. Opinberar tölur um fallna í Kfar Aza-kibbútsnum benda ekki til að nokkurt barn hafi látist þar. Sögurnar voru til heimabrúks, til að fylla almenning í Ísrael frekari hryllingi, og tryggja stuðning við hernaðaráform Netanyahu-stjórnarinnar á Gasa. En þær voru einnig nýttar til að hafa áhrif á almenning og valdamenn erlendis. Dómgreind utanríkisráðherra Bandaríkjanna Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna talar í öldungadeildinni 31. október 2023. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Anthony Blinken, kom á fund þingnefndar Öldungadeildar Bandaríkjaþings 31. október, 24 dögum eftir atburðinn, og gaf þessa lýsingu á afdrifum fjögurra manna fölskyldu við matarborðið á einu samyrkjubúanna þegar Hamas réðist inn til þeirra. „Auga var skorið úr föðurnum fyrir framan börnin, brjóst móðurinnar skorið af, fótur stúlkunnar höggvinn af og fingur drengsins skornir af, en síðan var öll fjölskyldan tekin af lífi. Þá settust böðlarnir niður til að fá sér að borða. Þetta er þjóðfélagið sem við erum að eiga við“ Ekkert bendir til að nokkurt sannleikskorn sé í þessari lýsingu Blinkens, og í rauninni má heita sorglegt að þetta stórveldi með alla sína „upplýsingastarfsemi“ hafi ekki betri upplýsingar eða metnað, að ljúga ekki. Hér áður fyrr var talið að það væri verið að gera lítið úr viðmælandanum þegar logið var upp í opið geðið á honum. Honum rennur væntanlega blóðið til skyldunnar. Gyðingur langt fram í báðar ættir. Fundurinn var í fjárlaganefnd öldungadeildarinnar fjallaði um tillögu forsetans um fjárveitingar til Ísraels til frekari vopnagjafa. Hryllingssögurnar voru til þess að fá þingmennina til að samþykkja meiri fjárveitingu til sjá Ísrael fyrir öflugustu vopnum sem til eru, sem þeir nota til að drepa fjölskyldur á Gasa. Öflugum lygurum hrósað Netanyahu með fulltrúum ZAKA dagana eftir 7. október: Þið hafið mikilvægu hlutverki að gegna við að hafa áhrif á almenningsálit, sem hefur líka áhrif á leiðtogana. Skjáskot: Al Jazeera, October 7. Einna duglegastir við að búa til og dreifa þessum hryllingssögum voru sjálfboðaliðar viðbragðssveitanna Zaka sem hafa það hlutverk að koma til hjálpar við fjöldaslys og átök og fjarlægja lík af vettvangi. Morgunblaðið greinir frá því 2. febrúar að Zaka-samtökin hafi skáldað upp sögur af grimmd Hamasliða og ástandi fórnarlamba í fjáröflunarskyni. Heimildin er úttekt ísraelska blaðsins Haaretz. Ein sagan, sennilega endurtekin margoft, var frásögn Zaka-liða „af líki þrítugrar konu sem fundist hafði í blóðpolli og hún verið með barni þegar hún lést. Hafi fóstrið verið stungið í móðurkviði og konan að lokum skotin í höfuðið“. Yfirmaður í Zaka-sveitunum hefur viðurkennt við Haaretz að framangreint atvik hafi aldrei gerst og sé samtökum hans kunnugt um það. Mun sami sjálfboðaliði hafa skáldað upp sögu um tuttugu börn limlest og myrt í innrásinni. Kynferðislegt ofbeldi Kynferðislegt ofbeldi vekur óhug. Utanríkisráðherra Ísraels, Eli Cohen, lagði línuna á fundi öryggisráðs SÞ 24. október: „Segið mér, hvaða viðbrögð eru makleg við að myrða börn, nauðga konum og brenna þær, við að afhöfða barn?“. Hann svaraði sjálfur: „Makleg viðbrögð við fjöldamorðunum 7. október eru algjör eyðilegging …, algjör eyðilegging Hamas.“[1] Í einum athugasemdum við myndbandið á Youtube var sagt „Hvernig veistu hvenær talsmenn Ísraels eru að ljúga? Jú, þegar varirnar hreyfast“ . Mikið var lagt upp úr þessum áróðri og opnuðu síonistar og fylgifiskar þeirra víða um heim varla munninn án þess að minnast á kerfisbundnar nauðganir í upphafi þeirra máls, löngu eftir að hætt var að tala var um börnin sem voru (ekki) skorin í sundur og brennd. Áróðursmaskína þeirra hefur haldið þessu áfram. Sheryl Sandberg, þekktust fyrir störf hennar í forystusveit Google og seinna Facebook, en minna þekkt fyrir að vera af öflugum gyðingaættum, og vera virk í síonista-áróðri, stóð fyrir gerð myndar, „Screams before silence“. Mynd Sheryl hefur verið rýnd af Electronic Intifada á myndbandi „Debunking "Screams Before Silence," Sheryl Sandberg‘s 7 October "mass rapes" film“. Sameinuðu Þjóðirnar gáfu út skýrslu 4. mars þar sem sagt er að sterkar líkur séu á að konur hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi þennan dag, en ekki hafi tekist að sanna einstök ódæði. Heimildir Sheryl eru ekki taldar áreiðanlegar, þekktir lygarar, og allt bullið um afskorin brjóst er endurtekið. Þarna er stuðst við liðsmann Zaka samtakanna sem minnst er á áður. Hann kannast aðeins við kynferðislegt ofbeldi, þar sem stofnandi og foringi Zaka í 30 ár Meshi-Zahav, var ákærður fyrir gróf og langvin kynferðisafbrot[2], sérstaklega gagnvart börnum. Viðmælandinn varði gerðir foringjans, sem framdi sjálfsmorð eftir ásakanirnar komust loks í hámæli. Niðurstaða gagnrýnanda er að hún innihaldi ekkert nýtt, búið er að afsanna flest þar sem þar kemur fram. Þetta sé ekki heimildaþáttur heldur áróður. Biden Bandaríkjaforseta finnst þessar sögur, þó ósannaðar séu, þægilegt umræðuefni. Í ræðu vegna árlegrar minnisstundar um Helförina 7. maí, sagði hann að gyðingahatur hefði verið ástæða árásarinnar 7. október og talaði eins og aðrir um kynferðislegt ofbeldi, nauðgað og limlest... „Það var Hamas sem beitti Ísraelsmenn harðræði“. Þá vitum við það! 26. mars birti New York Times grein um að Amit Soussana, ísraelskur lögfræðingur, ein þeirra kvenna sem teknar voru í gíslingu 7. október hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Samkvæmt samkomulagi milli blaðsins og konunnar er orðið ofbeldi ekki skýrt nánar. Hún var leyst úr haldi 30. nóvember eftir 55 daga í haldi Hamas. Hér er alls ekki gerð tilraun til að draga orð hennar í efa, en það vekur athygli að NYT birtir fréttina fyrst 100 dögum eftir að hún var leyst úr prísundunni. Og þá sérstaklega að fréttin er birt sama dag og frétt um samþykkt ályktunar Öryggisráðsins um tafarlaust vopnahlé á Gasa. Tímasetning ásakana Föstudaginn 26. janúar birti Alþjóðadómstóllinn fyrsta úrskurð sinn í máli sem stjórn Suður-Afríku stefndi Ísraelsstjórn fyrir meint þjóðarmorð á Palestínumönnum. Dómstóllinn hafnaði að vísa frá ásökunum um þjóðarmorð á Gaza og skipaði Ísraelum að forðast allar athafnir sem gætu fallið undir þjóðarmorðssáttmálann og tryggja að hermenn þeirra fremji engin þjóðarmorð á Gaza. „Að minnsta kosti sumar þeirra athafna og athafnaleysis sem Suður-Afríku segir að hafi verið framin af Ísrael á Gaza virðast geta fallið undir ákvæði (þjóðarmorðs)samningsins,“ sögðu dómararnir. Úrskurðurinn krafðist þess að Ísraelar skyldu koma í veg fyrir og refsa hvers kyns opinberri hvatningu til að fremja þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gaza og varðveita sönnunargögn sem tengjast öllum ásökunum um þjóðarmorð þar. Sama dag eru birtar ásakanir um að 12 starfsmenn UNWRA hafi tekið þátt í árásinni 7. október. Þarna eru slegnar tvær flugur í einu höggi, athygli dreift frá niðurstöðu dómstólsins og ásakanir settar fram sem varpa skugga á störf UNRWA, Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu. Ísrael hefur ekki veitt rannsakendum SÞ aðgang að þeim sönnunargögnum sem á ásakanirnar byggjast á. Bara lygi? Utanríkisráðherra Þýsklands í vondum málum Meðal almennings í Þýskalandi er umtalsverð óánægja vegna samstöðu ríkisstjórnarinnar með þjóð sem er að fremja þjóðarmorð, og að Þýskland sé næst stærsti vopnabirgir ísraelska hersins. Lögreglan hefur brugðist við mótmælum gegn þjóðarmorði á Gasa með mikilli hörku. Á fundi 28. maí reyndi utanríkisráðherrann, Annalena Baerbock að taka smá nauðgunarumræðu um 7. október og tók Biden á fjöldann í salnum og sagðist við litla aðdáun viðstaddra hafa séð myndskeið af Hamasliða að nauðga konu. Það kemur vel fram í skýrslu SÞ að farið hafði verið í gegnum 5 þúsund myndir og 50 klukkutíma af hljóð og myndefni án þess að nein sönnun fyndist um slíkt ofbeldi . Hasbara, að útskýra, sem er alls ekki það sama og að segja satt Innræting Ísraelsmanna gengur út frá, að þeir eru einir í heiminum gegn helling af óvinum sem margir hverjir að vilja leggja landið í eyði og drepa alla gyðinga. Því skulu allir verja landið og orðspor þess, þannig að hvað sem kemur fyrir, sé hægt að setja fram frásögn um að allt sem þeir gera, sé rétt og hinir séu lygarar og gyðingahatarar. Þetta kallast á heimamálinu Hasbara. Meðan unnið var að því að svelta íbúa Gasa þá skömmuðust menn sín ekkert fyrir að halda því fram að það væru nægar birgðir matar sem kæmu í gegnum landamærastöðvar voru í raun lokaðar. Þá hafa menn haldið því fram að hermenn leggi sig fram um að drepa aðeins Hamasliða, þó þeir drepa hvern sem fyrir verður, hvar sem er, og til er mikið myndefni sem sýnir það. Á tímum samfélagsmiðla og „pósta“ þá hjálpar það ekki síonistum þegar hermenn þeirra taka og dreifa myndskeiðum þegar þeir eru við voðaverka á hernumdu landi. Slíkar myndir komast í dreifingu og segja ófagra sögu, ekkert Hasbara. Foringi stjórnarandstöðunnar sagði að Ísraelsmenn geti verið stoltir af því hversu fáa óbreytta borgara þeir dræpu. „Jú, helmingur þeirra sem voru myrtir voru hryðjuverkamenn.“ Staðreyndin er önnur. 70% fallinna á Gasa eru konur og börn. Middle East Eye hefur eftir Politico að þrátt fyrir 7 mánaða hernað hafi Ísraelska hernum einungis tekist að bana 30-35% Hamas liða og að vel gangi að ráða í stað þeirra sem féllu. Sem sagt fullyrðingin var Hasbara = lygi. Netanyahu heldur því fram að Ísrael virði alþjóðalög. Trúi því hver sem vill. Enginn er dómari í eigin sök, nema Ísrael Það þykir góður siður til að koma í veg fyrir vantraust á yfirvöldum að bjóða inn eða leyfa til þess að gera óheftan aðgang utanaðkomandi og eða erlendra rannsakenda til að staðfesta staðhæfingar yfirvalda. Má bera saman við að ársuppgjör fyrirtækja þurfa að vera skoðuð og staðfest af utanaðkomandi endurskoðendum. Ísraelsstjórn vill ráða umræðunni og segist framkvæma rannsóknir sem hvergi eru sjáanlegar og neitar aðgang óháðra aðila að rannsóknum umdeildra aðgerða. Því er ekki óeðlilegt að leggja lítinn eða engan trúnað á fullyrðingar þeirra. Þeim virðist tamara að ljúga en segja satt, þegar um eru að ræða mál sem ástæða er til að vantreysta staðhæfingum þeirra. Eurovision Það að Ísrael lenti í fimmta sæti í Eurovision þótti í byrjun vera mikil viðurkenning á hvað þeir eru flottir og að nær allir standi með þeim. Gamanið kárnar þegar það kemur í ljós að framlag Ísraels hlaut 52 stig dómnefnda, voru í 12 sæti. En þeir fengu næst flest atkvæði almennings. Flott, eða hvað? Utanríkisráðuneyti Ísraels var á fullu við að virkja þá sem eru á þeirra bandi og þeir hvattir til, að allir sem einn greiði 20 atkvæði í símakosningum, sem er hámark. Sumir þeirra lýstu því yfir að þeir hafi aldrei greitt atkvæði í keppninni áður. Margir aðspurðir sögðu að með því að velja lagið þá væri þeir að styðja Ísrael og hvað það stendur fyrir. Svo er haft eftir einhverju fólki á Íslandi að keppnin sé ekki pólitísk, og því engin ástæða fyrir að sniðganga keppnina. Þeir sem búa annars staðar í heiminum gátu greitt atkvæði á sama hátt sem „Rest of the world“. Kemur ekki á óvart að þaðan fengu Ísraelsmenn 12 stig, enda búið að kaupa pláss á auglýsingaskilti á Times Square á Manhattan og auglýsingar keyptar á YouTube. Meira að segja síonistar viðurkenna að þeir hafi ekki haft árangur sem erfiði. Það er mjög líklegt að síonistum hafi ekkert verið gefið um að Ísland sendi Palestínumann til að flytja framlag Íslands í Eurovision. Heldur ekki líklegt að þeir hafi ekki beitt sér eins og þeir gátu til að lagið sem einhver þeirra hafði mælt með, færi til Malmö, í stað Bashar Murad. Mikið hefði verið gaman ef Bashar hefði farið til Malmö og hefði hlotið fleiri atkvæði en fulltrúi Ísraelshers. Það hefði verið kjaftshögg ársins! Það er ánægjulegt að deild faggreinakennslu við Háskóla Íslands hefur slitið samstafi við háskóla í Ísrael. Megi það verið fyrsta skref af mögrum. Háskólar í Ísrael taka virkan þátt í að djöflast á Palestínumönnum og leggja sitt af mörkum til að þróa vopn sem valda hvað mestu skaða á fólki í árásarstríðinu . Guð gyðinga Síonistar, sem eru gyðingar sem styðja flest það sem Ísraelstjórn tekur sér fyrir hendur, telja að þeir séu á vegum guðs, geti gert nánast hvað sem er og hann sé með þeim í öllum þeirra ódæðum. Ísraelski fræðimaðurinn Avi Shlaim telur þrjár stoðir gyðingdóms vera: Sannleikur, Réttlæti, Friður Þetta hljómar ekki eins og stefna Ísraelstjórnar, enda segir Avi að stjórn Netanyahu sé andstæða gilda gyðinga: „Þetta er árásargjarnasta, útþenslusinnaðasta, augljóslega kynþáttafordómaríkasta ríkisstjórnin í sögu Ísraels. Sem gyðingur og Ísraelsmaður finnst mér því siðferðileg skylda mín að fordæma nýlendustefnu síonískra landnema og bandaríska heimsvaldastefnu, og standa með Palestínumönnum í réttlátri baráttu gegn nýlendustefnu til að lifa í friði og reisn í eigin landi.“ Avi Shlaim er ekki einn á báti. Mjög margir gyðingar taka trú sína alvarlega og boðskap um sannleika, réttlæti og frið. Stór hluti þeirra sem mótmæla ofbeldi síonista gagnvart Palestínumönnum í Bandaríkjunum bæði í fjölda háskóla og við önnur tækifæri eru gyðingar. Gyðingar í New York sem margir tilheyra samtökunum Jewish Voice for Peace (Rödd gyðinga með friði) mótmæla vopnasendingum til Ísraels 23. apríl.Skjáskot: Democracy Now Gyðingahatur Hluti af ofbeldisstefnu síonista er að úthrópa þá sem eru á móti stefnu Ísraels hvort sem það er varðandi Gasa eða almennt kynþáttamismunun og brot á mannréttindum Palestínumanna, sem gyðingahatara. Þeir fjöldamörgu gyðingar sem eru á móti þessu framferði eru einfaldlega kallaðir sjálfhatandi gyðingar (Selfhating Jews). „Sjálfhatandi gyðingar“ taka þátt í ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna 17. maí 2018 til að minnast þess að 70 ár voru frá og fordæmdu þeir gerðir Ísraels og styðja Palestínumenn Þessi áróðursflétta hefur verið árangursrík. Helförin gerði síonistum auðvelt að fá samúð með Ísraelsríki og öll gagnrýni er bara gyðingahatur að þeirra dómi. Margir þeirra gyðinga í Bandaríkjunum sem taka þátt í mótmælum gegn þjóðarmorði á Gasa eru ungir og vinstri sinnaðir, meðan jafnaldrar þeirra í Ísrael eru margir mjög hægri sinnaðir. Afstaða opinberra fjölmiðla hefur verið að leggja áherslu á átök. Þáttur skólayfirvalda er oft vafasamur, að kalla inn lögreglu vegna tjaldbúða mótmælanda (svona Austurvallarstemning). Fyrstu samtökin sem voru sett á svarta listann Columbia háskólans voru Jewish Voice for Peace! Merkilegt er að margir lögreglumenn sem koma til að berja niður mótmæli í bandarískum háskólum, hafa verið sendir til Ísrael til þjálfunar. Þjálfun í ofbeldi gagnvart varnarlausum er ný útflutningsbúgrein í Ísrael. Lögreglumenn gerðu ekkert til að bregðast við grófum árásum síonista á friðsöm mótmæli við háskólann í Los Angeles, fyrr en allt var komið í uppnám. Því var haldið fram að mótmæli hefði skapað ófrið sem lögregla varð að bregðast við, en ekki að ofbeldisseggir síonista réðust á friðsamt fólk að mótmæla þjóðarmorði. Í þætti CNN sem sýndi það sem fram fór, var hægt að þekkja ofbeldisseggina sem hleyptu upp mótmælunum án afskipta lögreglu. Einn drengur á menntaskólaaldri sást vel þegar hann réðist á friðsama mótmælendur. Var móðir hans leituð uppi og sýnt myndskeiðið. Hún var stolt af drengnum og sagði í byrjun að hann væri að verja sig (þekktur frasi síonista sem beita ofbeldi) og að hann var jú á leið til Ísrael til að ganga í herinn þar. Líkindi með Þýskalandi Hitlers og Ísraels Netanyahu Ísraelar brugðust illa við þegar saksóknari alþjóðaglæpadómstólsins fór fram á handtökuskipun Netanyahu og hermálaráðherra hans fyrir valda hungursneyð á Gasa. Ein rökin voru að ríkisstjórnin var lýðræðislega kjörin. Þá var bent á að Adolf Hitler hefði líka verið kosinn. Þó að Ísraelsmenn viðurkenni ekki Alþjóða glæpadómstólinn, þá hafa þeir lagt rannsóknarfólk dómstólsins í einelti, hótað þeim og reynt á allan hátt að koma í veg fyrir að dómstóllinn tæki ákæru um framferði þeirra til dóms. Mörg ríki fagna að dómstóllinn tekur fyrir aðgerðir málsaðila á Gasa. Það kom gleðileg á óvart að Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra sagði að íslensk stjórnvöld styðja dómstólinn í að sporna gegn refsileysi fyrir alþjóðaglæpi. Ef slíkir dómstólar hefðu komið fyrr að, og hefðu til þess stuðning, hefði ástandið í Palestínu væntanlega ekki verið í fréttunum á nær hverjum degi í á áttunda áratug. Nú ræður hnefaréttur stjórnenda Bandaríkjanna. +972 Magazine er fjölmiðill sem vitnað er til Á tímum þar sem peningar og stjórnmál hafa áhrif á fjölmiðla, sérstaklega þá sem ná til heimsálfa, þá er bjart ljós í myrkrinu að frjálsir fjölmiðlar sem vandaðir fréttamenn standa að, ná að varpa óritskoðuðu ljósi á þróun mála. Vefrit rekið af Ísraels- og Palestínumönnum, +972 Magazine, hefur skýrt frá með vaxandi nákvæmni hvernig Ísraelsher hagar loftárásum sínum á Gasa. Útgefendur halda því fram að þeir hafi upplýsingar frá 6 mismunandi heimildarmönnum innan Ísraelshers. Ef einn Hamasliði sem talin er hafa mannaforráð er takmarkið, þá má fórna ansi mörgum. Grunur um einn Hamasliða í Jabalía-flóttamannabúðunum, leiddi til að mikill fjöldi óbreyttra voru drepnir og fleiri slasaðir í árásinni. 26. maí voru minnsta kosti 45 mannslífum fórnað og 200 særðust, til að reyna drepa 2 yfirmenn Hamas í Tel al-Sultan fjöldamorðunum. Þá fylgist herinn vel með skotmörkum sínum, þó mikið sé kvartað yfir að þeir haldi sig í neðanjarðargöngum. Ef einn slíkur sést, er fylgst með honum þar til hann skilar sér heim til fjölskyldu sinnar. Beðið er þangað til fólk er gengið til náða og þá sprengjur látnar falla sem oftast drepa alla í húsinu, venjulega fjölda manns. Facebook Peningar krefjast virðingar. Facebook hefur meiri tekjur frá Ísrael en öllu nálægum löndum Araba. Samt segjast þeir gæta hlutleysis, þannig að hver umfjöllun sem kærð er, er rannsökuð. Glöggir menn gerðu könnun; settu tvenns konar frásagnir sem voru berorðar, ítrekað á miðilinn. Það sem skrifað var á arabísku og ekki endilega hliðholt síonistum var mikið oftar stoppað, en samsvarandi texti Ísraela sem var kannski ekki mjög kurteis í garð nágranna slapp í gegn. Í óháðu nefndinni sem lagði mat var einstaklingur sem hafði barist fyrir því að talað yrði um Vesturbakkan sem umdeilt svæði, í stað alþjóðlegrar stöðu sem hernumið svæði. Sheryl Sandberg var einn af æðstu yfirmönnum Facebook . Útrýming ekki átök Ef einarðar aðgerðir til að svelta íbúa Gasa og neita þeim um læknishjálp eins og í gettóum nasista í helförinni er bætt við myndina, þá virðist ætlunin augljósari, útrýming Palestínumanna . Sú fullyrðing er studd með sérstöku mannfalli hjálparstarfsmanna, 224 drepnir[1], sem ekki er talin tilviljun. Fjölmiðlar skýra frá að hundruðir lækna hafi verið færðir frá Gaza í fangelsi í Ísrael þar sem þeir búa við slæmar aðstæður. Þá ítrekaðar aðgerðir til að koma í veg fyrir að matvæli berist inn á Gasa, þar með að drepa 7 alþjóðlega starfsmenn hjálparsamtaka sem voru að flytja matvæli. Aldrei þessu vant, viðurkenndu Ísraelsmenn glæpinn báðust afsökunar og sögðu að viðkomandi hermenn hefðu verið reknir. Hasbara. Ísraelsmenn hafa haldið áfram að myrða og bætt í ef eitthvað. Francesca Albanese, sem var á árinu 2022 skipuð sérstakur rannsakandi Sameinuðu Þjóðanna varðandi hernuminn svæði í Palestínu lagði í fyrstu skýrslu sinni til að ríki SÞ komi fram með áætlun um lok stefnu hernáms og aðskilnaðar stjórnunar[2]. Skýrslunni lauk með: Brotin sem lýst er í þessari skýrslu afhjúpa eðli hernáms Ísraels, að aðskilnaðar- og kúgunarstjórn sem ætlað er að koma í veg fyrir að sjálfsákvörðunarréttur palestínsku þjóðarinnar verði að veruleika[3]. Hún og aðrir mannréttindalögfræðingar hafa bent á að hernámsríki hefur skyldu til að umgangast hernumið fólk af virðingu. Ísrael hefur ekki rétt til að nota skotvopn gegn óvopnuðum borgurum. Francesca skilaði af sér áliti í lok mars þar sem hún segir meðal annars „Samhengið, staðreyndirnar og greiningin sem sett eru fram í þessari skýrslu leiða til þeirrar niðurstöðu, að sanngjörn ástæða sé til að ætla að þröskuldurinn sem gefur til kynna að Ísrael hafi framið þjóðarmorð sé náð.[4] Síonistar eru búnir að tapa almenningsálinu Á næstu dögum munu 5 Evrópuríki viðurkenna Palestínu sem ríki og líklegt að fleiri fylgi á eftir, því að almenningsálitið sem hefur hingað til af sögulegum ástæðum verið hallt undir Ísrael, hefur snúist með hverjum deginum, sérstaklega þar sem almennt er betra aðgengi að fréttum bæði í samskiptamiðla og núna er BBC og fleiri stöðvar opnari fyrir að skýra rétt frá. Við Íslendingar, hver og einn, samfélög og ríkistjórn eigum að gera okkar ítrasta til að koma í veg fyrir að ofbeldi þeirra geti haldið áfram, meðal annars með að kaupa ekki vörur þaðan, forðast viðskipti við þá og ekki taka þátt í atburðum sem þeir eru með í. Hafna þeim opinberlega, flytja fréttir um höfnun á RAPYD og fylgja því eftir að peningar okkar þurfi ekki að fara í gegnum hendur á stríðsæsingamönnum. Í dag fréttist að DAS er að flytja sín viðskipti frá RAPYD. Ríkistjórnin er hvött til leggja áherslu á alþjóðalög og mannréttindi og styðja öll öfl sem vinna að réttlátari heimi. Höfundur bjó og starfaði í Miðausturlöndum í tvo áratugi. [1]Upplýsingar frá 220524 [2] Israeli settler-colonial occupation and apartheid regime [3] . The violations described in the present report expose the nature of the Israeli occupation, that of an intentionally acquisitive, segregationist, and repressive regime designed to prevent the realization of the Palestinian people's right to self-determination. [4] https://reliefweb.int/report/occupied-palestinian-territory/anatomy-genocide-report-special-rapporteur-situation-human-rights-palestinian-territories-occupied-1967-francesca-albanese-ahrc5573-advance-unedited-version [1] Tími á upptöku 1:08:50 [2] https://apnews.com/article/middle-east-jerusalem-israel-sexual-abuse-b3dc104a0de10cb655b32e1d813fd833
Síonismi er sú stefna að Ísrael komist upp með að leggja undir sig land sem var byggt öðrum, Palestínumönnum og í eigu þess fólks sem þar bjó. Í nútímanum gengur hún út frá kynþáttaraðskilnaðarstefnu, þar sem frumbyggjum er annars vegar haldið innan girðingar í Gasa þar sem íbúar búa við lágmarks efnaleg gæði, en ekkert öryggi og að þeir eygi enga von um betri framtíð. Á Vesturbakkanum og í Jerúsalem er sama þjóð í mörgum girðingum við stöðuga niðurlægingu og allt gert til að þar sé ekkert öryggi, hvorki varðandi líf heldur líka land. Í raun gengur síonismi í framkvæmd gegn flestu því sem ýmiss alþjóðleg ákvæði um mannréttindi kveða helst á um, sjálfsákvörðunarrétt og virðingu. Því er það, að margir gyðingar víða um heim vilja skilja á milli umræðu um mál gyðinga og mál síonista, því þar er fátt sameiginlegt nema uppruninn.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun