Segist tilbúinn að deyja á vellinum en fær líklega ekki að spila Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júní 2024 14:01 Kristaps Porziņģis lék á sínum tíma með Dallas og Kyrie Irving lék á sínum tíma með Boston. EPA-EFE/CJ GUNTHER Kristaps Porziņģis meiddist á fæti í sigri Boston Celtics á sínum gömlu félögum í Dallas Mavericks í öðrum leik úrslita NBA-deildarinnar í körfubolta. Óvíst er hvort hann geti verið með það sem eftir lifir úrslitaeinvígisins. Það eru tæplega tvö og hálft ár síðan Mavericks skipti Porziņģis út og síðan þá hefur hann ekki enn náð að spila í Dallas. Nú er alls óvíst hvort þessi hávaxni Letti geti spilað á sínum gamla heimavelli þegar Celtics mætir til Dallas með það að markmiði að ganga frá einvíginu eftir tvo sigra í röð á heimavelli. Hinn fjölhæfi Porziņģis var lengi vel meiddur á kálfa og gat því lítið spilað í úrslitakeppninni, það er þangað til í úrslitum. Nú er hann að glíma við meiðsli á vinstri fæti (e. torn medial retinaculum allowing dislocation of the posterior tibialis tendon) og sem stendur er heldur ólíklegt að hann geti spilað í kvöld, aðfaranótt fimmtudags. „Það er í höndum læknateymisins hvort ég megi spila eða ekki. Það eina sem getur stöðvað mig er að mér verði einfaldlega bannað að stíga á völlinn og spila, það er það eina sem getur hindrað að ég spili leikinn,“ sagði Porziņģis um meiðslin en hann hefur glímt við ýmis meiðsli á ferli sínum. Eftir leik tvö sagðist hann tilbúinn að deyja á vellinum en það stefnir í að hann fái ekki tækifæri til þess. #NEBHInjuryReport for tomorrow vs. Dallas:Kristaps Porzingis (left posterior tibialis dislocation) - QUESTIONABLE— Boston Celtics (@celtics) June 11, 2024 Joe Mazzulla, þjálfari Boston Celtics, sagði meiðslin slæm og að liðið vildi ekki setja Porziņģis í stöðu sem gæti gert þau verri. Þriðji leikur NBA-úrslitanna hefst klukkan 00.30 í kvöld, upphitun Stöðvar 2 Sport 2 hefst hálftíma fyrr eða á miðnætti. Boston leiðir 2-0 en vinna þarf fjóra leiki til að vera krýndur meistari NBA-deildarinnar árið 2024. Körfubolti NBA Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sjá meira
Það eru tæplega tvö og hálft ár síðan Mavericks skipti Porziņģis út og síðan þá hefur hann ekki enn náð að spila í Dallas. Nú er alls óvíst hvort þessi hávaxni Letti geti spilað á sínum gamla heimavelli þegar Celtics mætir til Dallas með það að markmiði að ganga frá einvíginu eftir tvo sigra í röð á heimavelli. Hinn fjölhæfi Porziņģis var lengi vel meiddur á kálfa og gat því lítið spilað í úrslitakeppninni, það er þangað til í úrslitum. Nú er hann að glíma við meiðsli á vinstri fæti (e. torn medial retinaculum allowing dislocation of the posterior tibialis tendon) og sem stendur er heldur ólíklegt að hann geti spilað í kvöld, aðfaranótt fimmtudags. „Það er í höndum læknateymisins hvort ég megi spila eða ekki. Það eina sem getur stöðvað mig er að mér verði einfaldlega bannað að stíga á völlinn og spila, það er það eina sem getur hindrað að ég spili leikinn,“ sagði Porziņģis um meiðslin en hann hefur glímt við ýmis meiðsli á ferli sínum. Eftir leik tvö sagðist hann tilbúinn að deyja á vellinum en það stefnir í að hann fái ekki tækifæri til þess. #NEBHInjuryReport for tomorrow vs. Dallas:Kristaps Porzingis (left posterior tibialis dislocation) - QUESTIONABLE— Boston Celtics (@celtics) June 11, 2024 Joe Mazzulla, þjálfari Boston Celtics, sagði meiðslin slæm og að liðið vildi ekki setja Porziņģis í stöðu sem gæti gert þau verri. Þriðji leikur NBA-úrslitanna hefst klukkan 00.30 í kvöld, upphitun Stöðvar 2 Sport 2 hefst hálftíma fyrr eða á miðnætti. Boston leiðir 2-0 en vinna þarf fjóra leiki til að vera krýndur meistari NBA-deildarinnar árið 2024.
Körfubolti NBA Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum