Flugfélagið býður hinum slösuðu minnst 1,4 milljónir í bætur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. júní 2024 23:27 Flugvélin var á leið frá London til Singapúr þegar hún varð fyrir ókyrrðinni. Vélinni var lent í Bangkok í Tælandi eftir atvikið. EPA Farþegum sem meiddust þegar farþegaþota Singapore Airlines lenti í mikilli ókyrrð í síðasta mánuði, verða boðnir tíu þúsund Bandaríkjadalir, tæplega 1,4 milljónir króna, í skaðabætur frá félaginu. Þetta kemur fram í Facebook færslu frá Singapore Airlines, þar sem félagið biður farþega afsökunar á atvikinu. Breti á áttræðisaldri lét lífið í ókyrrðinni og tugir slösuðust. Í færslunni segir að þeim sem hlutu minni háttar áverka í ókyrrðinni verða boðnir tíu þúsund Bandaríkjadalir í bætur. Þeim sem hlutu alvarlegri áverka verði hins vegar boðið að semja um bætur þegar þau eru tilbúin til þess. Félagið býður þeim sem lögðust inn á spítala vegna áverka og þurfa á fjárhagslegum stuðningi að halda við lækniskostnað 25 þúsund dala fyrirframgreiðslu til að mæta þörfum þeirra. Þá fá allir farþegar fargjaldið endurgreitt, hvort sem þeir slösuðust í ókyrrðinni eða ekki. Aron Matthíasson var einn farþegar flugvélinni. Hann var á leið til Nýja-Sjálands á vegum Marel þegar atvikið varð. Aron þríbrotnaði á einum hálshryggjarlið auk þess sem þrjú rifbein brotnuðu í ókyrrðinni. Hann lýsti tildrögum atviksins í samtali við fréttastofu á dögunum, en þá var hann nýútskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa dvalið þar í viku. Singapúr Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lýsa hrikalegum aðstæðum í flugi Singapore Airlines: „Það var svo mikið öskrað“ Farþegar í flugvél Singapore Airlines lýsa hrikalegum aðstæðum í mikilli ókyrrð í gær. Vélin var á leið frá London til Singapúr en lenti í Bangkok eftir að hafa lent í ókyrrð. Einn lést og eru tugir slasaðir. 229 voru um borð í vélinni sem er af gerð Boeing 777. Alls voru ríkisborgarar frá 56 löndum í vélinni, þar á meðal einn Íslendingur. 22. maí 2024 10:58 Ástæða fyrir því að spenna beltin í flugi Vanir flugfarþegar þekkja það að upplifa mikla ókyrrð um borð. Það getur valdið örum hæðabreytingum í flugi og veldur mörgum einnig miklum óþægindum. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir ástæðu fyrir því að mælst sé til þess að farþegar sitji með sætisólar spenntar á meðan flugi stendur. 21. maí 2024 19:54 Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11 Flugvélin féll um 54 metra á fimm sekúndum Fyrstu niðurstöður rannsóknar eftirlitsaðila á flugslysinu sem átti sér stað í flugi vélar Singapore Airlines frá Lundúnum til Singapore fyrir viku síðan benda til þess að vélin hafi fallið um 54 metra á fimm sekúndum. 29. maí 2024 13:09 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook færslu frá Singapore Airlines, þar sem félagið biður farþega afsökunar á atvikinu. Breti á áttræðisaldri lét lífið í ókyrrðinni og tugir slösuðust. Í færslunni segir að þeim sem hlutu minni háttar áverka í ókyrrðinni verða boðnir tíu þúsund Bandaríkjadalir í bætur. Þeim sem hlutu alvarlegri áverka verði hins vegar boðið að semja um bætur þegar þau eru tilbúin til þess. Félagið býður þeim sem lögðust inn á spítala vegna áverka og þurfa á fjárhagslegum stuðningi að halda við lækniskostnað 25 þúsund dala fyrirframgreiðslu til að mæta þörfum þeirra. Þá fá allir farþegar fargjaldið endurgreitt, hvort sem þeir slösuðust í ókyrrðinni eða ekki. Aron Matthíasson var einn farþegar flugvélinni. Hann var á leið til Nýja-Sjálands á vegum Marel þegar atvikið varð. Aron þríbrotnaði á einum hálshryggjarlið auk þess sem þrjú rifbein brotnuðu í ókyrrðinni. Hann lýsti tildrögum atviksins í samtali við fréttastofu á dögunum, en þá var hann nýútskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa dvalið þar í viku.
Singapúr Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lýsa hrikalegum aðstæðum í flugi Singapore Airlines: „Það var svo mikið öskrað“ Farþegar í flugvél Singapore Airlines lýsa hrikalegum aðstæðum í mikilli ókyrrð í gær. Vélin var á leið frá London til Singapúr en lenti í Bangkok eftir að hafa lent í ókyrrð. Einn lést og eru tugir slasaðir. 229 voru um borð í vélinni sem er af gerð Boeing 777. Alls voru ríkisborgarar frá 56 löndum í vélinni, þar á meðal einn Íslendingur. 22. maí 2024 10:58 Ástæða fyrir því að spenna beltin í flugi Vanir flugfarþegar þekkja það að upplifa mikla ókyrrð um borð. Það getur valdið örum hæðabreytingum í flugi og veldur mörgum einnig miklum óþægindum. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir ástæðu fyrir því að mælst sé til þess að farþegar sitji með sætisólar spenntar á meðan flugi stendur. 21. maí 2024 19:54 Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11 Flugvélin féll um 54 metra á fimm sekúndum Fyrstu niðurstöður rannsóknar eftirlitsaðila á flugslysinu sem átti sér stað í flugi vélar Singapore Airlines frá Lundúnum til Singapore fyrir viku síðan benda til þess að vélin hafi fallið um 54 metra á fimm sekúndum. 29. maí 2024 13:09 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Lýsa hrikalegum aðstæðum í flugi Singapore Airlines: „Það var svo mikið öskrað“ Farþegar í flugvél Singapore Airlines lýsa hrikalegum aðstæðum í mikilli ókyrrð í gær. Vélin var á leið frá London til Singapúr en lenti í Bangkok eftir að hafa lent í ókyrrð. Einn lést og eru tugir slasaðir. 229 voru um borð í vélinni sem er af gerð Boeing 777. Alls voru ríkisborgarar frá 56 löndum í vélinni, þar á meðal einn Íslendingur. 22. maí 2024 10:58
Ástæða fyrir því að spenna beltin í flugi Vanir flugfarþegar þekkja það að upplifa mikla ókyrrð um borð. Það getur valdið örum hæðabreytingum í flugi og veldur mörgum einnig miklum óþægindum. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir ástæðu fyrir því að mælst sé til þess að farþegar sitji með sætisólar spenntar á meðan flugi stendur. 21. maí 2024 19:54
Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11
Flugvélin féll um 54 metra á fimm sekúndum Fyrstu niðurstöður rannsóknar eftirlitsaðila á flugslysinu sem átti sér stað í flugi vélar Singapore Airlines frá Lundúnum til Singapore fyrir viku síðan benda til þess að vélin hafi fallið um 54 metra á fimm sekúndum. 29. maí 2024 13:09