Hamas samþykkir vopnahléstillöguna Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2024 11:13 Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði með ísraelskum ráðamönnum í Tel Aviv í morgun. Hann segir viðbrögð fulltrua Hamas vekja vonir. AP/Jack Guez Fulltrúi Hamas-samtakanna utan Gasa segir að þau samþykki vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lagði blessun sína yfir í gær. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir viðbrögð samtakanna góðs viti. Öryggisráðið samþykkti tillögu Ísraelsmanna að vopnahléi í þremur áföngum sem Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti í síðustu viku. Hún felur meðal annars í sér að Ísraelar dragi herlið sitt frá Gasa og að gíslum Hamas verði skilað í skiptum fyrir palestínska fanga í ísraelskum fangelsum. Sami Abu Zuhri, háttsettur embættismaður Hamas utan Gasa, segir samtökin fallast á tillöguna og að þau sé tilbúin til viðræðna um frekari útfærslu á henni. Það sé upp á stjórnvöld í Washington komið að tryggja að Ísraelar fari eftir tillögunni hefur Reuters-fréttastofan eftir honum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir yfirlýsingu Zuhri vekja vonir um framhaldið en lokaorðið hafi þó leiðtogar Hamas á Gasaströndinni sjálfri. „Það er það sem skiptir máli og það er það sem við höfum ekki í hendi ennþá,“ sagði ráðherrann sem fundaði með ísraelskum ráðamönnum til þess að þrýsta á um vopnahlé í dag. Aðeins eitt vopnahlé til þessa Vopnahléstillagan hefur valdið nokkrum usla innan ísraelsku ríkisstjórnarinnar en hún fellur harðlínumönnum þar ekki í geð. Ísraelar segja að vopnahlé verði aðeins tímabundin á meðan Hamas-samtökin eru enn ósigruð. Hamas-samtökin hafa á móti sagt að þau taki engum friðarumleitunum sem tryggi ekki lok stríðsins sem hefur geisað í rúma átta mánuði. Aðeins eitt vopnahlé hefur verið gert í átökunum. Það var í nóvember og þá voru um hundrað gíslar, sem Hamas-liðar tóku höndum í hryðjuverkaárás sinni á Ísrael 7. október, frelsaðir í skiptum fyrir um 240 palestínska fanga. Átökin halda áfram. Palestínumenn segja að 274 manns hafi fallið í rassíu sem Ísraelsher gerði í Nuseiret-flóttamannabúðunum á Gasa þar sem fjórir gíslar voru frelsaðir á laugardag. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að aðgerir beggja aðila þar kunni að teljast sem stríðsglæpir. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Tengdar fréttir Merki um stríðsglæpi beggja fylkinga þegar gíslar voru frelsaðir Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að gjörðir bæði Ísraelshers og Hamas-samtakanna þegar Ísraelar frelsuðu fjóra gísla úr haldi um helgina gætu talist stríðsglæpir. Á þriðja hundrað manna féll í hernaðaraðgerðinni. 11. júní 2024 10:11 Öryggisráðið styður friðartillögu Biden Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að styðja við þriggja fasa vopnahlésáætlun á milli Hamas og Ísrael á Gasa. Áætlunin var lögð fram af forseta Bandaríkjanna, Joe Biden, við lok síðasta mánaðar.Fjórtán af fimmtán meðlimum ráðsins samþykktu að styðja tillöguna. Rússar sátu hjá. 10. júní 2024 21:12 Benny Gantz hættur í þjóðstjórn Netanjahús Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur tilkynnt afsögn sína úr þjóðstjórn Benjamíns Netanjahús. Hann er leiðtogi Þjóðareiningarbandalagsins og pólitískur andstæðingur Netanjahús. 9. júní 2024 18:14 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Öryggisráðið samþykkti tillögu Ísraelsmanna að vopnahléi í þremur áföngum sem Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti í síðustu viku. Hún felur meðal annars í sér að Ísraelar dragi herlið sitt frá Gasa og að gíslum Hamas verði skilað í skiptum fyrir palestínska fanga í ísraelskum fangelsum. Sami Abu Zuhri, háttsettur embættismaður Hamas utan Gasa, segir samtökin fallast á tillöguna og að þau sé tilbúin til viðræðna um frekari útfærslu á henni. Það sé upp á stjórnvöld í Washington komið að tryggja að Ísraelar fari eftir tillögunni hefur Reuters-fréttastofan eftir honum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir yfirlýsingu Zuhri vekja vonir um framhaldið en lokaorðið hafi þó leiðtogar Hamas á Gasaströndinni sjálfri. „Það er það sem skiptir máli og það er það sem við höfum ekki í hendi ennþá,“ sagði ráðherrann sem fundaði með ísraelskum ráðamönnum til þess að þrýsta á um vopnahlé í dag. Aðeins eitt vopnahlé til þessa Vopnahléstillagan hefur valdið nokkrum usla innan ísraelsku ríkisstjórnarinnar en hún fellur harðlínumönnum þar ekki í geð. Ísraelar segja að vopnahlé verði aðeins tímabundin á meðan Hamas-samtökin eru enn ósigruð. Hamas-samtökin hafa á móti sagt að þau taki engum friðarumleitunum sem tryggi ekki lok stríðsins sem hefur geisað í rúma átta mánuði. Aðeins eitt vopnahlé hefur verið gert í átökunum. Það var í nóvember og þá voru um hundrað gíslar, sem Hamas-liðar tóku höndum í hryðjuverkaárás sinni á Ísrael 7. október, frelsaðir í skiptum fyrir um 240 palestínska fanga. Átökin halda áfram. Palestínumenn segja að 274 manns hafi fallið í rassíu sem Ísraelsher gerði í Nuseiret-flóttamannabúðunum á Gasa þar sem fjórir gíslar voru frelsaðir á laugardag. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að aðgerir beggja aðila þar kunni að teljast sem stríðsglæpir.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Tengdar fréttir Merki um stríðsglæpi beggja fylkinga þegar gíslar voru frelsaðir Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að gjörðir bæði Ísraelshers og Hamas-samtakanna þegar Ísraelar frelsuðu fjóra gísla úr haldi um helgina gætu talist stríðsglæpir. Á þriðja hundrað manna féll í hernaðaraðgerðinni. 11. júní 2024 10:11 Öryggisráðið styður friðartillögu Biden Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að styðja við þriggja fasa vopnahlésáætlun á milli Hamas og Ísrael á Gasa. Áætlunin var lögð fram af forseta Bandaríkjanna, Joe Biden, við lok síðasta mánaðar.Fjórtán af fimmtán meðlimum ráðsins samþykktu að styðja tillöguna. Rússar sátu hjá. 10. júní 2024 21:12 Benny Gantz hættur í þjóðstjórn Netanjahús Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur tilkynnt afsögn sína úr þjóðstjórn Benjamíns Netanjahús. Hann er leiðtogi Þjóðareiningarbandalagsins og pólitískur andstæðingur Netanjahús. 9. júní 2024 18:14 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Merki um stríðsglæpi beggja fylkinga þegar gíslar voru frelsaðir Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að gjörðir bæði Ísraelshers og Hamas-samtakanna þegar Ísraelar frelsuðu fjóra gísla úr haldi um helgina gætu talist stríðsglæpir. Á þriðja hundrað manna féll í hernaðaraðgerðinni. 11. júní 2024 10:11
Öryggisráðið styður friðartillögu Biden Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að styðja við þriggja fasa vopnahlésáætlun á milli Hamas og Ísrael á Gasa. Áætlunin var lögð fram af forseta Bandaríkjanna, Joe Biden, við lok síðasta mánaðar.Fjórtán af fimmtán meðlimum ráðsins samþykktu að styðja tillöguna. Rússar sátu hjá. 10. júní 2024 21:12
Benny Gantz hættur í þjóðstjórn Netanjahús Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur tilkynnt afsögn sína úr þjóðstjórn Benjamíns Netanjahús. Hann er leiðtogi Þjóðareiningarbandalagsins og pólitískur andstæðingur Netanjahús. 9. júní 2024 18:14