Sport

Hefur safnað kærum síðustu mánuði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rice í Super Bowl.
Rice í Super Bowl. vísir/getty

Rashee Rice, leikmaður NFL-meistara Kansas City Chiefs, átti magnað tímabil í NFL-deildinni og hefur svo misstigið sig ítrekað frá því hann komst í frí.

Fyrst var hann handtekinn fyrir að eiga þátt í árekstri og flýja af vettvangi. Um mánuði síðar var hann handtekinn fyrir slagsmál á næturklúbbi.

Ekki beint besta leiðin til þess að fagna Super Bowl-titli eftir aðeins eitt ár í NFL-deildinni. Á þessari stundu er óljóst hvað verður um hann en í millitíðinni æfir hann með Chiefs.

„Ég hef lært ótrúlega mikið af þessu. Eina sem ég get gert er að reyna að þroskast og læra af þessu,“ sagði Rice í sínu fyrsta viðtali eftir allan hasarinn.

„Maður lendir í ýmsu en mikilvægast er að halda áfram með lífið og reyna að bæta sig sem persóna.“

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×