Vestmanneyjabær mótmælir efnisvinnslu Heidelberg við Landeyjahöfn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. júní 2024 06:40 Um er að ræða sama fyrirtæki og hyggur á rekstur mölunarverksmiðju í Ölfusi. Vísir/Egill Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum gera alvarlegar athugasemdir við áform HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. um efnisvinnslu í sjó úti fyrir Landeyjahöfn. Í umsögn Vestmannaeyjabæjar segir meðal annars að á svæðinu sem um ræðir sé að finna „líflínur“ samfélagsins í Vestmannaeyjum; neysluvatn, rafmagn og samgönguhöfn heimamanna. Skemmdir á þeim hefðu verulegar og kostnaðarsamar afleiðingar í för með sér. „Vestmannaeyjabær telur að hagsmunir samfélagsins og hagsmunir sjávarútvegs Íslands, sem óvissa og áhætta ríkir um vegna ófyrirséðra og óafturkræfra áhrifa fyrirhugaðrar framkvæmdar, hljóti að vega þyngra en ósk fyrirtækis um námugröft á einu mikilvægasta hryggningarsvæði Íslandsmiða,“ segir meðal annars í umsögn bæjaryfirvalda. Þar segir að umrætt framkvæmdasvæði sé afmarkað við netlögn sem sé 115 metrar frá stórstraumsfjöruborði og dýpi áætlað um 2,5 metrar og út á 40 metra dýpi. Það sé samtals um 96 ferkílómetrar að stærð og fyrirhugað sé að vinna allt að 80 milljónir rúmmetra ef efni á svæðinu á 30 árum, eða 2,67 milljón rúmmetra á ári. Óvissa, áhætta og óafturkræfi Vestmannaeyjabær gerir athugasemd við ófyrirsjáanlegar afleiðingar efnistökunnar og vísar til umsagna annarra aðila á borð við Vegagerðina, HS-Veitur, Landsnet og Hafrannsóknarstofnun. Segir meðal annars að efnisnám í nálægð við innviði gæti haft áhrif á set og þá sé svæðið innan mikilvægs hryggningarsvæðis margra fiskistofna, þar með talið loðnu og þorsks. „Áhrif efnistöku með dælingu á egg, lirfur og seiði margra fisktegunda eru að miklu leyti óþekkt. Að auki er um að ræða mikilvægt uppeldissvæði fyrir fjölmargar fisktegundir og er svæðið því verðmætt fyrir sjávarútveg á Íslandi,“ segir meðal annars í umsögninni. Það er niðurstaða bæjaryfirvalda að óvissa, áhætta og óafturkræfi framkvæmdanna sé slík að ekki sé ásættanlegt að veita heimild fyrir þeim eins og þær eru lagðar upp. Þá hefði verið eðlilegt að leita umsagnar mun breiðari hóps hagaðila, meðal annars aðila í sjávarútvegi. „Ekki eru ljós áhrif fyrirhugaðar efnisvinnslunnar á Landeyjarhöfn og sandflutninga í kringum hana eða áhrifin á öryggi innviða eins og vatnsleiðslur, rafstrengi, fjarskiptastrengi sem allir liggja í sjó og hluta til grafnir í sand. Einnig geti fyrirhuguð framkvæmd ógnað mikilvægum nytjastofnum. Vestmannaeyjabær ítrekar að sveitarfélagið getur aldrei veitt jákvæða umsögn á meðan ekki er hægt að tryggja að efnisvinnslan hafi engin áhrif á nytjastofna eða ógni lífæðum samfélagsins þegar um slíka gríðarlega mikilvæga innviði er að ræða sem eru forsenda byggðar í Vestmannaeyjum,“ segir að lokum. Vestmannaeyjar Deilur um iðnað í Ölfusi Stjórnsýsla Sjávarútvegur Landeyjahöfn Rangárþing eystra Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Í umsögn Vestmannaeyjabæjar segir meðal annars að á svæðinu sem um ræðir sé að finna „líflínur“ samfélagsins í Vestmannaeyjum; neysluvatn, rafmagn og samgönguhöfn heimamanna. Skemmdir á þeim hefðu verulegar og kostnaðarsamar afleiðingar í för með sér. „Vestmannaeyjabær telur að hagsmunir samfélagsins og hagsmunir sjávarútvegs Íslands, sem óvissa og áhætta ríkir um vegna ófyrirséðra og óafturkræfra áhrifa fyrirhugaðrar framkvæmdar, hljóti að vega þyngra en ósk fyrirtækis um námugröft á einu mikilvægasta hryggningarsvæði Íslandsmiða,“ segir meðal annars í umsögn bæjaryfirvalda. Þar segir að umrætt framkvæmdasvæði sé afmarkað við netlögn sem sé 115 metrar frá stórstraumsfjöruborði og dýpi áætlað um 2,5 metrar og út á 40 metra dýpi. Það sé samtals um 96 ferkílómetrar að stærð og fyrirhugað sé að vinna allt að 80 milljónir rúmmetra ef efni á svæðinu á 30 árum, eða 2,67 milljón rúmmetra á ári. Óvissa, áhætta og óafturkræfi Vestmannaeyjabær gerir athugasemd við ófyrirsjáanlegar afleiðingar efnistökunnar og vísar til umsagna annarra aðila á borð við Vegagerðina, HS-Veitur, Landsnet og Hafrannsóknarstofnun. Segir meðal annars að efnisnám í nálægð við innviði gæti haft áhrif á set og þá sé svæðið innan mikilvægs hryggningarsvæðis margra fiskistofna, þar með talið loðnu og þorsks. „Áhrif efnistöku með dælingu á egg, lirfur og seiði margra fisktegunda eru að miklu leyti óþekkt. Að auki er um að ræða mikilvægt uppeldissvæði fyrir fjölmargar fisktegundir og er svæðið því verðmætt fyrir sjávarútveg á Íslandi,“ segir meðal annars í umsögninni. Það er niðurstaða bæjaryfirvalda að óvissa, áhætta og óafturkræfi framkvæmdanna sé slík að ekki sé ásættanlegt að veita heimild fyrir þeim eins og þær eru lagðar upp. Þá hefði verið eðlilegt að leita umsagnar mun breiðari hóps hagaðila, meðal annars aðila í sjávarútvegi. „Ekki eru ljós áhrif fyrirhugaðar efnisvinnslunnar á Landeyjarhöfn og sandflutninga í kringum hana eða áhrifin á öryggi innviða eins og vatnsleiðslur, rafstrengi, fjarskiptastrengi sem allir liggja í sjó og hluta til grafnir í sand. Einnig geti fyrirhuguð framkvæmd ógnað mikilvægum nytjastofnum. Vestmannaeyjabær ítrekar að sveitarfélagið getur aldrei veitt jákvæða umsögn á meðan ekki er hægt að tryggja að efnisvinnslan hafi engin áhrif á nytjastofna eða ógni lífæðum samfélagsins þegar um slíka gríðarlega mikilvæga innviði er að ræða sem eru forsenda byggðar í Vestmannaeyjum,“ segir að lokum.
Vestmannaeyjar Deilur um iðnað í Ölfusi Stjórnsýsla Sjávarútvegur Landeyjahöfn Rangárþing eystra Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira