Erlent

For­sætis­ráð­herrann segir af sér

Árni Sæberg skrifar
Kvöldið var Alexander De Croo erfitt.
Kvöldið var Alexander De Croo erfitt. EPA-EFE/SHAWN THEW

Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, tilkynnti tárvotur í kvöld að hann myndi segja af sér frá og með morgundeginum. Hann segir kvöldið hafa verið „einstaklega erfitt.“

Belgar gengur að þremur kjörborðum í dag, í Evrópuþingskosningum, þingkosningum og sveitarstjórnarkosningum. 

Niðurstöður þingkosninganna gera það að verkum að ríkisstjórn De Croos heldur meirihluta sínum á þingi en með minnsta mun. Því hefur hann sagt af sér og í hönd fara ríkisstjórnarmyndunarviðræður, sem eru oft flóknar og langdregnar í Belgíu. 

Ríkisstjórnin var mynduð af sjö flokkum, sem flestir töpuðu talsverðum fjölda þingsæta miðað við síðustu kosningar. Athygli vekur að þrír ráðherrar stjórnarinnar detta af þingi eftir kosningarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×