Innlent

Flug­vél til Akur­eyrar snúið við á miðri leið

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Flugið fer fram seinna í dag.
Flugið fer fram seinna í dag. Vísir

Flugvél á leið frá Reykjavík til Akureyrar var snúið við á miðri leið. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi hjá Icelandair segir að þeim hafi borist melding um tæknilegt atriði sem þurfti að skoða samkvæmt verklagi.

Ákveðið var þá að snúa við og flugvélin lenti í Reykjavík til að flugvirki gæti litið á hana. Búist er við því að flugvélin taki aftur í loft seinna í dag þegar skoðuninni hefur verið lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×