Innlent

Sækja tvo slasaða eftir bílveltu

Árni Sæberg skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar tók á loft klukkan 19:51.
Þyrla Landhelgisgæslunnar tók á loft klukkan 19:51. Vísir/Vilhelm

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar tók á loft frá Reykjavík laust fyrir klukkan 20 í kvöld og hélt austur fyrir fjall. Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð sveitarinnar vegna bílveltu nálægt Kirkjubæjarklaustri.

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við Vísi. 

Mbl.is hefur eftir Frímanni Baldurssyni, aðal­varðstjóra hjá Lög­regl­unni á Suður­landi, að fimm hafi verið í bílnum þegar hann valt af Suður­lands­vegi mitt á milli Skaft­ár­tungu­veg­ar og Kirkju­bæj­arklaust­urs. Tveir þeirra verði fluttir með þyrlunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×