Innlent

12 þúsundasti í­búi Árborgar heiðraður

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Fjölskyldan, ásamt Kjartani forseta bæjarstjórnar (t.h.) og Braga bæjarstjóra þegar þeir mættu í kvöld og færðu íbúa númer 12 þúsund og fjölskyldu hans gjöf frá sveitarfélaginu.
Fjölskyldan, ásamt Kjartani forseta bæjarstjórnar (t.h.) og Braga bæjarstjóra þegar þeir mættu í kvöld og færðu íbúa númer 12 þúsund og fjölskyldu hans gjöf frá sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar og Bragi Bjarnason, bæjarstjóri mættu á heimili 12 þúsundasta íbúa sveitarfélagsins í kvöld, sem er drengur, sem kom í heiminn 1. júní til að færa fjölskyldunni gjöf frá sveitarfélaginu.  Fyrir á drengurinn systur, sem heitir Sóldís Silja og verður hún þriggja ára í haust.

Foreldrar þeirra eru lögreglumennirnir Adam Örn Stefánsson, sem starfar hjá lögreglunni á Suðurlandi og Margrét Lúðvígsdóttir, sem starfar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Frá því að litli drengurinn fæddist hafa fimmtán íbúar bæst við í sveitarfélaginu og eru þeir núna 12.015 talsins. 

Adam Örn er Hafnfirðingur en Margrét er fædd og uppalinn á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Það er alltaf ánægjulegt þegar við fáum nýja íbúa en okkur er alltaf að fjölga og fjölga í Árborg en fjölgunin er fjögur til fimm prósent á ári“, segir Kjartan Björnsson.

Litli drengurinn svaf vært í kvöld en hann fæddist 1. júní á fæðingadeildinni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×