Fótbolti

Leikdagurinn: Ræður sam­herja og and­stæðinga til að keyra út mat

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Viktor Karl Einarsson leyfir áhorfendum að skyggnast inn í líf sitt.
Viktor Karl Einarsson leyfir áhorfendum að skyggnast inn í líf sitt. Vísir/Hulda Margrét

Leikdagurinn er nýr þáttur sem er framleiddur af Recmedia fyrir Bestu deildina. Í þættinum fáum við að skyggnast bakvið tjöldin og sjá hvernig dagur í lífi leikmanna í Bestu deildinni lítur út á leikdegi.

Í öðrum þætti fylgjumst við með Viktori Karli Einarssyni, leikmanni Breiðabliks, undirbúa sig fyrir stórleik liðsins gegn Víkingi á Kópavogsvelli sem fram fór þann 30. maí.

Dagurinn hjá Viktori hófst eins og hver annar. Hann mætti til vinnu hjá Maul þar sem hann starfar sem dreifingastjóri. Viktor lýsir fyrirtækinu sem rafrænu mötuneyti þar sem vinnustöðum er boðið upp á að panta frá fimm veitingastöðum á dag. 

Viktor segir að það sem geri dýnamíkina á vinnustaðnum skemmtilega sé að hann sjái um að ráða inn bílstjórana og því hafi margir leikmenn Bestu-deildarinnar starfað hjá fyrirtækinu. Þá fái hann að ráða tíma sínum í vinnunni að miklu leyti sjálfur.

„Þeir vita að ég er í fótbolta og að fótboltinn er númer eitt.“

Viktor fór svo yfir það helsta sem á sér stað á leikdegi hjá honum. Hann ræddi meðal annars um hliðarverkefnið sitt og möguleikann á því að fara aftur út í atvinnumennsku, en sjón er sögu ríkari og má sjá þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

Klippa: Leikdagurinn: Ræður samherja og andstæðinga til að keyra út mat



Fleiri fréttir

Sjá meira


×