Formúla 1

Miklar breytingar fram­undan á bílum í For­múlu 1

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Breytingar á reglugerð bílasmiða mun taka gildi keppnistímabilið 2026.
Breytingar á reglugerð bílasmiða mun taka gildi keppnistímabilið 2026. x / @fia

Alþjóðakstursíþróttasambandið, FIA, hefur kynnt reglubreytingar á bílasmíðum í Formúlu 1 sem munu taka gildi árið 2026. Bílar verða smærri, léttari, liprari og munu ganga fyrir allt að helmings raforkuafli. 

Samkvæmt nýjum reglugerðum verða bílarnir 30 kílógrömmum léttari en áður, 10 sentimetrum mjórri með 20 sentimetra mjórra hjólhaf og vélar sem keyra á allt að 50 prósent rafmagni. Nýir rafgeymar verða þrefalt öflugri en áður þekkist.

Heildarbreytingar og alla reglugerð FIA má sjá hér

Framúrtökur verða gerðar auðveldari með aukinni spyrnu sem öflugri rafgeymar bjóða upp á. Þá verða bílarnir útbúnir hliðarvængjum sem opnast á beinni braut til að minnka loftmótstöðu en lokast í beygjum til að auka hraða.

Þessar breytingar hafa vakið áhuga Audi, ásamt því að endurvekja áhuga Honda á bílasmíðum. 

Það verða því alls sex bílasmiðir í Formúlu 1 frá og með 2026; Mercedes, Ferrari, Renault, Red Bull, Audi og Honda.

„Í dag er FIA að skilgreina gríðarspennandi framtíð í akstursíþróttum. Samhliða liðunum í Formúlu 1 og með aðstoð þeirra munum við endurskilgreina íþróttina og sjá til þess að hún haldi enn betur velli í nútímaheimi,“ sagði Mohamed Ben Sulayem forseti FIA. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×