Innlent

Fjór­hjóla­slys við Sól­heima­jökul

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Fjórhjólaslysið varð við Sólheimajökul um tvö í dag.
Fjórhjólaslysið varð við Sólheimajökul um tvö í dag. Getty/Wolfgang Kaehler

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út klukkan 14:20 í dag vegna fjórhjólaslyss við Sólheimajökul. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við Vísi. 

Ásgeir tekur þó fram að útkallið hafi verið afturkallað tuttugu mínútum síðar þegar í ljós kom að ekki væri um alvarlegt slys að ræða. Viðbragðsaðilar á Suðurlandi tók því við verkefninu en enginn er alvarlega slasaður eftir slysið.

Ásgeir segir að dagurinn sé annars búinn að vera sá rólegasti fyrir þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sem er kærkomið eftir annasaman dag í gær. 

„Það voru fimm útköll í gær en engin útköll í dag nema þetta. Það eru ekki margir dagar hjá okkur þar sem þyrlusveitin er kölluð út fimm sinnum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×