„Vonum að þetta skili jafn góðum árangri á Íslandi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júní 2024 15:28 Evrópski fjárfestingasjóðurinn undirritaði í dag samning um bakábyrgðir við Byggðastofnun vegna lána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja í dreifðum byggðum landsins. Undirritunin átti að fara fram á Sauðárkróki sem ekki gekk eftir vegna veðurs, og var samningurinn því undirritaður í fjármálaráðuneytinu í morgun. Vísir/Elín Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að ríflega þriggja milljarða króna fjármögnun í gegnum fjárfestingaáætlun Evrópusambandsins. Forstjóri Byggðastofnunar segir nýtt samkomulag við Fjárfestingabanka Evrópu meðal annars nýtast til kynslóðaskipta í landbúnaði og atvinnureksturs kvenna. Í dag var undirritaður samningur milli Byggðastofnunar og Evrópska fjárfestingasjóðsins um bankaábyrðir vegna lána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á landsbyggðinni. Verkefnið er stutt af InvestEU áætlun Evrópusambandsins. Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, segir samninginn taka við af öðrum samningi sem rann út um áramótin. „Það samkomulag gerði það af verkum að við gátum stofnað nýja lánaflokka í landsbyggðunum. Sér í lagi lán til kynslóðaskipta í landbúnaði sem hafa reynst mjög eftirsótt hjá okkur. Úr þeim lánaflokki höfum við veitt þrjátíu ungum bændum lán til þess að hefja búrekstur,“ segir Arnar Már. Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar.Vísir/Bjarni Þar að auki hafi verið veitt lán til stuðnings atvinnurekstrar kvenna, umhverfisvænna verkefna og til fiskvinnslu og útgerða í viðkvæmum sjávarbyggðum. „Núna meðþessu nýja samkomulagi við Evrópubankann og með InvestEU samkomulaginu og þá getum við farið að bjóða þessa flokka aftur í landsbyggðunum enda er töluverð eftirspurn,“ segir Arnar Már, en í heildina er um að ræða aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármögnun. Gert er ráð fyrir að styðja við að minnsta kosti 50 lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi. „Þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins eru á markaðssvæði Byggðastofnunar og geta þar af leiðandi sótt um í lánaflokkana okkar og við höfum ekki lent í því ennþá að hafa fengið meiri eftirspurn heldur en við höfum getað sinnt, þannig að það hafa allar lánsumsóknir verið metnar,“ segir Arnar. Fyrra samkomulag hafi til að mynda stuðlað að sköpun hundrað starfa í landsbyggðunum. Thomas Östros, varaforseti EIB Group.Vísir/Bjarni Thomas Östros, varaforseti EIB Group, segir sambærileg verkefni hafa borið mikinn árangur annars staðar í Evrópu. „Við vonum að þetta skili jafn góðum árangri hér á Íslandi,“ segir Östros í samtali við fréttastofu. „Þetta er sérstakt verkefni þar sem það beinist að dreifbýli svo ég hlakka til innleiðingar þessa verkefnis, að sjá kynslóðaskipti verða í sveitum eða sjá frumkvöðlastarfsemi kvenna þrífast örlítið betur vegna þessarar samvinnu. Því við erum að veita yfir tuttugu milljónum evra inn til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi,“ segir Östros. Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra ESB á Íslandi.Vísir/Bjarni Sendiherra ESB á Íslandi fagnar einnig samkomulaginu, sem hún telur munu styrkja enn frekar samstarf Íslands og Evrópusambandsins. „Við höfum átt náið samband í yfir þrjátíu ár í gegnum EES samninginn. En ekki aðeins það, sambandið er einstaklega sterkt og við sjáum það ekki aðeins í efnahagslegu sambandi og í samskiptum manna á milli, heldur einnig íþví hvernig við getum unnið saman til að fást við sameiginlegar áskoranir. Við vinnum saman gegn loftslagsmálum, og áskorunum í utanríkismálum til dæmis á Norðurslóðum,“ segir Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra. Byggðamál Evrópusambandið Landbúnaður Nýsköpun Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Í dag var undirritaður samningur milli Byggðastofnunar og Evrópska fjárfestingasjóðsins um bankaábyrðir vegna lána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á landsbyggðinni. Verkefnið er stutt af InvestEU áætlun Evrópusambandsins. Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, segir samninginn taka við af öðrum samningi sem rann út um áramótin. „Það samkomulag gerði það af verkum að við gátum stofnað nýja lánaflokka í landsbyggðunum. Sér í lagi lán til kynslóðaskipta í landbúnaði sem hafa reynst mjög eftirsótt hjá okkur. Úr þeim lánaflokki höfum við veitt þrjátíu ungum bændum lán til þess að hefja búrekstur,“ segir Arnar Már. Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar.Vísir/Bjarni Þar að auki hafi verið veitt lán til stuðnings atvinnurekstrar kvenna, umhverfisvænna verkefna og til fiskvinnslu og útgerða í viðkvæmum sjávarbyggðum. „Núna meðþessu nýja samkomulagi við Evrópubankann og með InvestEU samkomulaginu og þá getum við farið að bjóða þessa flokka aftur í landsbyggðunum enda er töluverð eftirspurn,“ segir Arnar Már, en í heildina er um að ræða aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármögnun. Gert er ráð fyrir að styðja við að minnsta kosti 50 lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi. „Þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins eru á markaðssvæði Byggðastofnunar og geta þar af leiðandi sótt um í lánaflokkana okkar og við höfum ekki lent í því ennþá að hafa fengið meiri eftirspurn heldur en við höfum getað sinnt, þannig að það hafa allar lánsumsóknir verið metnar,“ segir Arnar. Fyrra samkomulag hafi til að mynda stuðlað að sköpun hundrað starfa í landsbyggðunum. Thomas Östros, varaforseti EIB Group.Vísir/Bjarni Thomas Östros, varaforseti EIB Group, segir sambærileg verkefni hafa borið mikinn árangur annars staðar í Evrópu. „Við vonum að þetta skili jafn góðum árangri hér á Íslandi,“ segir Östros í samtali við fréttastofu. „Þetta er sérstakt verkefni þar sem það beinist að dreifbýli svo ég hlakka til innleiðingar þessa verkefnis, að sjá kynslóðaskipti verða í sveitum eða sjá frumkvöðlastarfsemi kvenna þrífast örlítið betur vegna þessarar samvinnu. Því við erum að veita yfir tuttugu milljónum evra inn til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi,“ segir Östros. Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra ESB á Íslandi.Vísir/Bjarni Sendiherra ESB á Íslandi fagnar einnig samkomulaginu, sem hún telur munu styrkja enn frekar samstarf Íslands og Evrópusambandsins. „Við höfum átt náið samband í yfir þrjátíu ár í gegnum EES samninginn. En ekki aðeins það, sambandið er einstaklega sterkt og við sjáum það ekki aðeins í efnahagslegu sambandi og í samskiptum manna á milli, heldur einnig íþví hvernig við getum unnið saman til að fást við sameiginlegar áskoranir. Við vinnum saman gegn loftslagsmálum, og áskorunum í utanríkismálum til dæmis á Norðurslóðum,“ segir Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra.
Byggðamál Evrópusambandið Landbúnaður Nýsköpun Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira