Lífið

Kjartan Henry og Helga selja í Vestur­bænum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Heimili Kjartans og Helgu er innréttað á smekklegan máta.
Heimili Kjartans og Helgu er innréttað á smekklegan máta.

Kjartan Henry Finnbogason, knattspyrnumaður og sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport, og Helga Björnsdóttir lögfræðingur hafa sett íbúð sína við Meistaravelli í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 89,9 milljónir.

Um er að ræða fallega og vel skipulagða og endurnýjaða 100 fermtera íbúð í húsi sem var byggt árið 1965. 

Heimilið er innréttað á glæsilegan máta þar sem hönnunarmunir og fagurfræði eru í fyrirrúmi. 

Stofa, eldhús og borðstofa eru í opnu og björtu rými með góðu útsýni meðal annars að Perlunni, Hallgrímskirkju og Bláfjöllum. Útgengt er úr rýminu á yfirbyggðar suðvestursvalir. 

Íbúðin er búin þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Ætla má að fjölskyldan sé í leit að stærri eign þar sem hjónin eignuðust sitt þriðja barn í desember í fyrra.

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.

Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun


Tengdar fréttir

Frægir fjölguðu sér árið 2023

Það er ávallt mikið gleðiefni þegar börn koma í heiminn. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli þjóðþekktra landsmanna sem komu í heiminn á árinu 2023 og Vísir greindi frá.

Kjartan Henry og Helga eignuðust stúlku

Kjartan Henry Finnbogason, knattspyrnumaður og sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport, og Helga Björnsdóttir lögfræðingur eignuðust sitt þriðja barn 29. nóvember síðastliðinn. Gleðitíðindunum deilir Helga á Instagram með fallegri mynd af hvítvoðungnum.

„Það er aldrei góð hugmynd“

Kaflaskil eru hjá Kjartani Henry Finnbogasyni sem hefur lagt fótboltaskóna á hilluna og tekur við sem aðstoðarþjálfari hjá FH. Hann þakkar góðar viðtökur í Hafnarfirði sem hafi ekki verið sjálfsagðar. Hann kveðst vera FH-ingur í dag en þó einnig KR-ingur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.