Lífið

Rakel selur 290 milljóna króna heillandi hús í Vestur­bænum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Grenimelur

Athafnakonan Rakel Þórhallsdóttir hefur sett heillandi 320 fermetra einbýlishús við Grenimel í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Húsið var byggt árið 1945 og hefur verið mikið endurnýjað. Ásett verð er 290 milljónir.

Húsið er vel skipulagt á á þremur hæðum auk íbúðar með sér inngangi í kjallara. 

Í eldhúsi er vegleg viðarinnrétting frá Reform Cph úr bandsagaðri eik með borðplötu úr náttúrulegum grænum marmara. Eldhús og borðstofa er í samliggjandi rými. Þaðan er gengið inn í stofu um franska glerhurð. Á gólfum eru veglegir eikar plankar. 

Heimilið er innréttað er á hrífandi máta þar sem mjúkir litatónar, viðarhúsgögn og klassísk hönnun mynda notalega stemningu.

Nánari upplýsingar um eignina á fasteignavef Vísis.

Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×