Vara við meiriháttar skorti á kopar eftir 2025 Jean-Rémi Chareyre skrifar 5. júní 2024 13:00 Alþjóða Orkustofnunin (IEA) varar við því ínýrri skýrslu að framboð af kopar og öðrum málmum muni ekki duga til að fullnægja eftirspurn miðað við áætlanir um orkuskipti og kolefnishlutleysi árið 2050. Framleiðsla í mörgum eldri námum hefur verið að dragast saman vegna skorts á hráefni og framleiðsla nýrra náma sem þegar eru á teikniborðinu mun ekki duga til að vega upp á móti því. Framboð af kopar í heiminum gæti dregist saman um allt að 30% fram til 2040. Koparnáma í Perú.Istock Framleiðsla á ýmsum tækjum og vörum sem eru nauðsynleg fyrir orkuskiptin, svo sem rafbílum, rafhlöðum, vindmyllum og sólarsellum, kalla á stóraukna málmframleiðslu, en óvíst er hvort framboð af slíkum málmum verði nægilegt á næstu áratugum. Stofnunin varar líka við að lágt verð á slíkum málmum sé ekki endilega góðar fréttir: Lágt verð er vissulega jákvætt fyrir neytendur en hefur letjandi áhrif þegar kemur að fjárfestingu í nýjar námur og verksmiðjur. Þess vegna sé lágt verð í dag ekki trygging fyrir fullnægjandi framboð í framtíðinni. „Nægilegt framboð á mörkuðum í dag er ekki endilega merki um bjarta framtíð,“ segir í skýrslunni. Kopar og liþíum eru þeir málmar sem eru líklegastir til að skorta. Rafbíll inniheldur um það bil tvöfalt meira magn af kopar en bíll með brunahreyfli (50 kíló að meðaltali, en magnið er þó breytilegt eftir stærð bílsins). Vindmyllur kalla sömuleiðis á mikla koparnotkun, sérstaklega þegar um vindmyllur á sjó er að ræða, en þá þarf að leggja langa koparkapla undir sjó til að tengja vindmyllurnar við raforkukerfið. Koparframleiðsla er þar að auki á hendur tiltölulega fárra ríkja í heiminum og því má lítið bregða út af ef framboð á að halda áfram að aukast í takti við eftirspurn. 33% af frumframleiðslu heimsins fer fram í aðeins tveimur ríkjum í Suður-Ameríku, Chile og Perú, og um 50% af hreinsun og bræðslu fer fram í Kína. Samkvæmt sviðsmynd sem stofnunin kallar NZE (Net Zero Emissions eða kolefnishlutleysi) þyrfti framleiðsla á kopar að aukast um 30% fram til 2040, en mun hins vegar dragast saman um 20% samkvæmt björtustu spám IEA. Með öðrum orðum verður framboð af kopar aðeins helmingurinn af því sem það þyrfti að vera samkvæmt ofangreindri sviðsmynd. Stofnunin er ekki mikið bjartsýnni hvað liþíum varðar: Henni reiknast til að framleiðsla á liþíum þurfi nánast að tífaldast fram að 2040, en að hún muni í besta falli aukast lítillega. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að NZE-sviðsmynd stofnunarinnar byggir á framtíð þar sem orkuskipti byggja fyrst og fremst á tæknilausnum (rafvæddri orkuframleiðslu og samgöngukerfum), en með því að byggja orkuskiptin á samfélagslegum breytingum samhliða tæknilegum breytingum er hægt að draga úr líkum á hráefnisskorti. Dæmi bílanna er lýsandi: Orkuskipti sem miða eingöngu að því að skipta út bensínbíla fyrir rafbíla kalla á mikla málmframleiðslu, en orkuskipti sem miða um leið að því að fækka bílum og draga úr stærð þeirra eru mun líklegri til að standast væntingum. Þetta er þó ekki leiðin sem íslensk stjórnvöld hafa kosið að fara hingað til. Samkvæmt tölumSamgöngustofu fjölgaði fólksbílum um 37% milli 2012 og 2022 og þótt hlutfall rafbíla hafi verið að aukast eru bensín- og dísilbílar fleiri í dag en þeir voru árið 2012. Þar að auki eru seldir rafbílar að verða sífellt stærri og þyngri, með tilheyrandi aukningu í eftirspurn eftir málmum. Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námuvinnsla Orkuskipti Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Alþjóða Orkustofnunin (IEA) varar við því ínýrri skýrslu að framboð af kopar og öðrum málmum muni ekki duga til að fullnægja eftirspurn miðað við áætlanir um orkuskipti og kolefnishlutleysi árið 2050. Framleiðsla í mörgum eldri námum hefur verið að dragast saman vegna skorts á hráefni og framleiðsla nýrra náma sem þegar eru á teikniborðinu mun ekki duga til að vega upp á móti því. Framboð af kopar í heiminum gæti dregist saman um allt að 30% fram til 2040. Koparnáma í Perú.Istock Framleiðsla á ýmsum tækjum og vörum sem eru nauðsynleg fyrir orkuskiptin, svo sem rafbílum, rafhlöðum, vindmyllum og sólarsellum, kalla á stóraukna málmframleiðslu, en óvíst er hvort framboð af slíkum málmum verði nægilegt á næstu áratugum. Stofnunin varar líka við að lágt verð á slíkum málmum sé ekki endilega góðar fréttir: Lágt verð er vissulega jákvætt fyrir neytendur en hefur letjandi áhrif þegar kemur að fjárfestingu í nýjar námur og verksmiðjur. Þess vegna sé lágt verð í dag ekki trygging fyrir fullnægjandi framboð í framtíðinni. „Nægilegt framboð á mörkuðum í dag er ekki endilega merki um bjarta framtíð,“ segir í skýrslunni. Kopar og liþíum eru þeir málmar sem eru líklegastir til að skorta. Rafbíll inniheldur um það bil tvöfalt meira magn af kopar en bíll með brunahreyfli (50 kíló að meðaltali, en magnið er þó breytilegt eftir stærð bílsins). Vindmyllur kalla sömuleiðis á mikla koparnotkun, sérstaklega þegar um vindmyllur á sjó er að ræða, en þá þarf að leggja langa koparkapla undir sjó til að tengja vindmyllurnar við raforkukerfið. Koparframleiðsla er þar að auki á hendur tiltölulega fárra ríkja í heiminum og því má lítið bregða út af ef framboð á að halda áfram að aukast í takti við eftirspurn. 33% af frumframleiðslu heimsins fer fram í aðeins tveimur ríkjum í Suður-Ameríku, Chile og Perú, og um 50% af hreinsun og bræðslu fer fram í Kína. Samkvæmt sviðsmynd sem stofnunin kallar NZE (Net Zero Emissions eða kolefnishlutleysi) þyrfti framleiðsla á kopar að aukast um 30% fram til 2040, en mun hins vegar dragast saman um 20% samkvæmt björtustu spám IEA. Með öðrum orðum verður framboð af kopar aðeins helmingurinn af því sem það þyrfti að vera samkvæmt ofangreindri sviðsmynd. Stofnunin er ekki mikið bjartsýnni hvað liþíum varðar: Henni reiknast til að framleiðsla á liþíum þurfi nánast að tífaldast fram að 2040, en að hún muni í besta falli aukast lítillega. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að NZE-sviðsmynd stofnunarinnar byggir á framtíð þar sem orkuskipti byggja fyrst og fremst á tæknilausnum (rafvæddri orkuframleiðslu og samgöngukerfum), en með því að byggja orkuskiptin á samfélagslegum breytingum samhliða tæknilegum breytingum er hægt að draga úr líkum á hráefnisskorti. Dæmi bílanna er lýsandi: Orkuskipti sem miða eingöngu að því að skipta út bensínbíla fyrir rafbíla kalla á mikla málmframleiðslu, en orkuskipti sem miða um leið að því að fækka bílum og draga úr stærð þeirra eru mun líklegri til að standast væntingum. Þetta er þó ekki leiðin sem íslensk stjórnvöld hafa kosið að fara hingað til. Samkvæmt tölumSamgöngustofu fjölgaði fólksbílum um 37% milli 2012 og 2022 og þótt hlutfall rafbíla hafi verið að aukast eru bensín- og dísilbílar fleiri í dag en þeir voru árið 2012. Þar að auki eru seldir rafbílar að verða sífellt stærri og þyngri, með tilheyrandi aukningu í eftirspurn eftir málmum. Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun